Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018
Fullveldi Íslands
S
marið 1918 í Reykjavík var alveg
örugglega betra en sumarið 2018,“
segir Gunnar Þór Bjarnason sagn-
fræðingur kíminn á svip þegar
blaðamaður spyr hann hvernig árið
1918 hafi verið. Gunnar gaf á dögunum út bók-
ina Hinir útvöldu, sem fjallar um það þegar Ís-
land varð sjálfstætt ríki árið 1918. En í bókinni
koma auðvitað líka við sögu þau áföll sem settu
svip sinn á árið.
Gunnar segir að þessi frægu áföll hafi jafnvel
litað sýn fólks á fullveldisárið um of. „Við höfum
haft tilhneigingu til þess að setja þessi áföll,
frostaveturinn mikla, Kötlugosið og spænsku
veikina, undir sama hatt.“ Hann vísar þar meðal
annars til þess að í október var haldin þjóðar-
atkvæðagreiðsla um sambandslagasamninginn,
þar sem einungis um 44% þeirra sem voru á
kjörskrá greiddu atkvæði, og áföllunum þremur
hafi jafnvel verið kennt um þá dræmu kjörsókn.
„Stundum virðist eins og fólk sjái fyrir sér Ís-
lendinga skjögrandi á kjörstað í fjörutíu stiga
gaddi að reynast að verjast eldglæringum úr
Kötlu. En þetta var ekki svona.“
Stutt kuldakast
Gunnar Þór bendir á að frostaveturinn, sem oft
sé svo nefndur, hafi verið veturinn 1917-1918,
en ekki um haustið. „Þetta fræga kuldakast sem
ljósmyndirnar sýna, þegar menn gátu hlaupið
út í Viðey og allir ísbirnirnir komu, var mjög
stutt tímabil um miðjan janúar 1918,“ segir
Gunnar. „Það var þriggja stiga hiti í Reykjavík í
byrjun janúar og í lok janúar var aftur kominn
þriggja stiga hiti, sem er fínn hiti í janúar.“
Gunnar bendir á að í raun sé einungis um að
ræða tvær til þrjár vikur í kringum 20. janúar,
sem hafi mótað hugmyndir okkar um veður á
öllu árinu, og jafnvel mótað þær of mikið. „Það
er nánast þannig að þegar menn hugsa um árið
1918, þá verður þeim kalt!“ segir Gunnar og
hlær. Raunin hafi hins vegar önnur.
„Vorið 1918 var til dæmis mjög gott í Reykja-
vík, menn voru farnir að sjá kartöflugrös
spretta í lok maí.“ Sumarið hafi hins vegar
reynst upp og ofan, og grasspretta verið lítil í
sveitum landsins. Gunnar Þór segir að mögu-
lega hafi það verið frostavetrinum að kenna en
einnig hafi menn bent á vorhret í apríl sem
mögulegan sökudólg. „Það er mjög sennilegt að
vorhretið hafi haft þar meiri áhrif, en ég þori
ekki að skera úr um það.“
Gunnar bendir hins vegar á að haustið 1918
hafi veðrið verið mjög gott á landinu. „Það er
varla að það fari undir frostmark í Reykjavík
allt haustið, og á Ísafirði voru menn að dásama
hvað tíðin væri góð.“ Gunnar segir að það hafi
jafnvel skipt sköpum þegar spænska veikin
hófst. „Ég hef séð margar heimildir sem segja:
„Guði sé lof hvað tíðin er góð“ þegar spænska
veikin kom,“ segir Gunnar. Ástæðan er einföld;
hefði verið svona frost eins og veturinn 1917-
1918 hefðu líklega miklu fleiri dáið úr veikinni.
Mikil mildi að enginn fórst
Eldgos hófst í Kötlu 12. október 1918 og stóð
fram til 4. nóvember. „Gosið er náttúrulega
rosalegur viðburður,“ segir Gunnar Þór. Þar á
hann ekki bara við gosið sjálft og hinn stóra
gosstrók sem fylgdi, heldur fylgdi því einnig
risavaxið jökulhlaup á Mýrdalssandi. Fjöldi
bæja lagðist í eyði til lengri eða skemmri tíma.
Á ljósmyndum má sjá hversu risavaxnir þeir
jakar voru sem ultu fram Mýrdalssand. Gunnar
nefnir að til séu ljósmyndir þar sem tveggja
metra háir menn standi við jakana og virki
mjög smávaxnir í samanburðinum.
Þrátt fyrir að gosið hafi verið með stærstu
gosum seinni tíma bendir Gunnar á að enginn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigurstund sjálfstæðisbaráttunnar
Árið 1918 er ekki aðeins eitt merkasta árið í Íslandssögunni, heldur einnig í sögu mannkynsins. Hér á landi hefur
sýn fólks á árið einkum litast af hinum ýmsu áföllum sem gengu yfir á árinu sem Ísland varð frjálst og fullvalda ríki.
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is
Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Magnús Ólafsson
Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur segir
að ýmislegt hafi verið með öðrum hætti árið
1918 en fólk hafi gert sér í hugarlund.
Frosthörkurnar í janúar 1918 voru svo miklar að sagt var að fólk hefði getað gengið í Viðey.
Hér er fólk í Reykjavíkurhöfn að losa strandferðaskipið Sterling úr ís.
SJÁ SÍÐU 6