Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 35
Fullveldi Íslands
Þ
rátt fyrir framfarir á ótal sviðum
eiga Vesturlönd í sögulegum vanda
sem sér ekki fyrir endann á. Stoð-
irnar sem árangurinn var reistur á
eru nú vanræktar. Ástæðurnar eru
margar en meginskýringin gæti verið sú að of
margir Vesturlandabúar líti á þau lífsgæði sem
fólk býr við sem sjálfsögð og sjálfgefin. Þekkt
er að lærdómur kynslóða af reynslu forver-
anna er jafnan minni en æskilegt væri. Hættan
sem mörg velmegandi samfélög standa nú
frammi fyrir stafar ekki hvað síst af því að of
lítill gaumur er gefinn að því að aðstæðurnar
sem við búum nú við eru afleiðing aldalangrar
þróunar.
Löng saga og viðburðarík
Samfélög Vesturlanda og flest það sem bætir
líf íbúa þeirra er afsprengi af aldalöngu sam-
spili ýmissa þátta, stjórnkerfa, trúarbragða,
heimspeki, vísinda o.s.frv. Það hvernig til tókst
er síður en svo sjálfgefið. Þegar litið er yfir
söguna eru lýðræði og almenn mannréttindi
undantekning frekar en regla og enn býr mikill
minnihluti mannkyns við það sem við teljum
full réttindi og viðunandi kjör.
Nú þegar við fögnum 100 ára afmælinu er
við hæfi að leggja mat á eðli fullveldisins og
hlutverk og huga að því hversu mikið það hefur
veitt okkur sem þjóð. Um leið og við minnumst
þess að fullveldið kom ekki af sjálfu sér er mik-
ilvægt að muna að það er ekki sjálfgefið að það
viðhaldist.
Minnumst þess líka að fullveldið er nátengt
lýðræðishugsjóninni. Þeirri hugmynd að fólk
eigi að ráða samfélögum sínum sjálft. Samhliða
því að standa vörð um fullveldið ættum við að
efla lýðræðið fremur en að draga úr mætti
þess með því að fela ólýðræðislegu stjórnkerfi
hér á landi eða erlendis sífellt meiri völd. Það
er eins með fullveldið og lýðræðið að árang-
urinn sem af því hlýst helgast af því hvernig
með það er farið. En ef lýðræðið fær að virka
sem skyldi ráða þó samfélög eigin örlögum.
Vörn í krafti fullveldis
Þótt hin miklu áhrif fullveldis blasi e.t.v. ekki
við dags daglega eru ekki mörg ár síðan það
reyndi á fullveldið og Íslendingar fengu að
kynnast því hversu miklu máli það skiptir að
við höfum eigin örlög í hendi okkar.
Erlend ríki og fjölþjóðastofnanir reyndu að
innheimta af íslenskum almenningi skuldir
sem einkarekin fyrirtæki höfðu stofnað til utan
lögsögu Íslands. Meðal þeirra sem harðast
gengu fram við innheimtu voru fulltrúar ríkja
sem höfðu aukið á tjónið sem íslenskum al-
menningi var ætlað að greiða fyrir. Það var
eingöngu í krafti fullveldis Íslands sem þeim
tilraunum var hrundið.
Sókn í krafti fullveldis
Baráttan um hvert skyldi stefnt hélt áfram
innan lands en sú barátta fór fram milli ís-
lenskra stjórnmálaflokka og -manna og niður-
staðan varð sú að gripið var til efnahagsað-
gerða sem eiga sér enga fyrirmynd og skiluðu
fordæmalausum árangri.
Hinar fortakslausu aðgerðir sem gripið var
til á árunum 2013-16 til að endurreisa efnahag
landsins og bæta lífskjör landsmanna hefðu
ekki verið mögulegar nema vegna þess að við
réðum okkur sjálf og gátum tekið þær ákvarð-
anir sem við töldum best til þess fallnar að
verja hagsmuni samfélagsins.
Áhugavert er að bera þróunina á Íslandi
undanfarin ár saman við þróunina í löndum
sem hafa gefið eftir meira af fullveldi sínu en
við.
Grikkland var til að mynda látið leggja óvið-
ráðanlegan skuldaklafa á almenning til fram-
tíðar og ráðast í aðgerðir sem hafa ekki skilað
öðru en ávinningi fyrir alþjóðlega banka og
niðurskurði, atvinnuleysi og viðvarandi lífs-
kjaraskerðingu fyrir grískan almenning.
Á sama tíma náði Ísland hraðasta efnahags-
lega viðsnúningi sem sögur fara af og gerði það
í krafti fullveldisins.
Árangur í 100 ár
Engin þjóð hefur náð viðlíka framförum á sviði
lífskjara og samfélagsinnviða undanfarin 100
ár og Íslendingar. Áhrifin birtust fljótt og
tengingin við fullveldið var augljós.
Á undanförnum árum hefur að vísu borið á
tilraunum til að gera minna úr árangri Íslend-
inga og miklum afrekum 20. aldarinnar. Þeir
sem upplifðu breytingarnar voru hins vegar
ekki í nokkrum vafa um áhrif fullveldisins og
þegar kom að því að taka ákvörðun um hvort
því skyldi fylgt eftir með lýðveldisstofnun var
niðurstaðan nánast samhljóða.
Þjóðríki sem lýtur lýðræðislegri stjórn
hefur reynst betur en nokkurt annað stjórn-
kerfi mannkynssögunnar. Ekkert lýðræðisríki
hefur háð stríð við annað lýðræðisríki. Þó ber á
því nú að grafið sé undan hugmyndinni um
þjóðríki af þeim sem hallir eru undir vald al-
þjóðastjórnkerfa. Með því er um leið grafið
undan lýðræðishugsjóninni. Þeir sem vilja lúta
vilja almennings og verja fullveldi eru upp-
nefndir, jafnvel leitast við að rugla þeim saman
við einangrunarsinna og poppúlista. Í hinni
ósvífnu baráttu „alþjóðasinnanna“ hafa orðið
til óvenju sérkennileg og áhrifamikil bandalög.
Þar á bæ virðist lýðræði jafnvel talið varasamt
fyrirbæri.
Meira en 1.000 ára saga
Fullveldið var afleiðing 1.000 ára sögu. Þótt
hin eiginlega sjálfstæðisbarátta hafi orðið til á
19. öld, m.a. vegna áhrifa af hugmyndafræði-
legri þróun á Vesturlöndum, hafði þrautseigja
landsmanna öldum saman skapað jarðveginn
sem réð úrslitum um að fullveldi náðist. Sagan,
minningin um að Íslendingar hefðu eitt sinn
verið sjálfstæð þjóð sem unnið hafði merkileg
afrek, var ómetanleg hvatning í baráttunni
fyrir endurheimt sjálfstæðis. Ekki er gott að
segja hvernig sú barátta hefði gengið ef sögu-
skýringar samkvæmt tísku samtímans hefðu
ráðið för.
Sagan og menningin hafði líka úrslitaáhrif á
að fullveldið nýttist eins vel og raun bar vitni.
Áhersla á bókmenntir og lestrarkunnáttu frá
upphafi Íslandsbyggðar varð til dæmis til þess
að þjóðin var í stakk búin til að nýta tækifærin
þegar þau gáfust.
Við eigum forystumönnum sjálfstæðis-
baráttunnar og fyrri kynslóðum Íslendinga
mikið að þakka. Við þessi tímamót sýnum við
þakklætið best með því að meta virði full-
veldisins og átta okkur á því að það kom ekki af
sjálfu sér og því að það er ekki sjálfgefið að það
varðveitist.
Fullveldið þarf að verja og það er sannar-
lega þess virði að verja það.
SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON, FORMAÐUR MIÐFLOKKSINS
Morgunblaðið/Hari
Raunveruleg áhrif fullveldisins
’
Við eigum forystumönnum sjálf-
stæðisbaráttunnar og fyrri kyn-
slóðum Íslendinga mikið að
þakka. Við þessi tímamót sýn-
um við þakklætið best með því
að meta virði fullveldisins og átta
okkur á því að það kom ekki af
sjálfu sér og því að það er ekki
sjálfgefið að það varðveitist.