Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 39 Fullveldi Íslands 1948, skömmu eftir valdarán kommúnista í Tékkóslóvakíu: Og ofbeldishneigðin, sem herjar á þjóðir og lönd, fær hvergi dulist, hve títt sem hún litum skiptir. — í gær var hún máske brún þessi böðuls- hönd, sem blóðug og rauð í dag sínu vopni lyftir. Á þjóðhátíðardaginn 17. júní 1949, skömmu eftir að Íslendingar höfðu gengið í Atlants- hafsbandalagið til að verja fullveldi sitt, orti Tómas: En vit, að öll þín arfleifð, von og þrá er áskorun frá minning, sögu og ljóðum, að ganga af heilum hug til liðs við þá, sem heiminn vilja byggja frjálsum þjóðum. Tómas mælti líka fyrir andlegu frelsi á fjöl- mennum fundi Stúdentafélags Reykjavíkur í janúar 1950, þar sem Þórbergur Þórðarson var til andsvara. Benti Tómas á, að nú væri komin til sögunnar ný tegund þrælahalds, and- leg ánauð, þar sem ríkið reyndi ekki aðeins að stjórna gerðum manna, heldur líka hugsun. Til varnar vestrænni menningu Ræða Tómasar Guðmundssonar á fundinum 1950 er birt í bókinni Til varnar vestrænni menningu, sem Almenna bókafélagið gefur út í tilefni 100 ára fullveldis 1. desember 2018 Morgunblaðið/RAX Icesave-samningurinn, sem gerður var sumarið 2009, hefði haft í för með sér fullkomið afsal fullveldisins. Hér er honum mótmælt við Bessastaði. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi varaði við erindrekum erlends valds í ræðu á héraðsmóti Sjálfstæðisflokksins 1958. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Tómas Guðmundsson reis upp til varnar andlegu frelsi á fundi Stúdenta- félags Reykjavíkur 1950. Hann taldi því ógnað í ríkjum kommúnista.  SJÁ SÍÐU 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.