Morgunblaðið - 01.12.2018, Side 6
6 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018
Fullveldi Íslands
hafi farist af völdum þess, sem hafi verið mesta
mildi. Gunnar Þór bætir raunar við að ein-
hverjir á þeim tíma hafi jafnvel sagt að Kötlu-
gosið hafi bjargað mannslífum, þar sem gosið
og jökulhlaupið í kjölfarið lokaði Mýrdalssandi
og kom þannig í veg fyrir að spænska veikin
kæmist austur.
Þjóðaratkvæðagreiðslan um sambandslaga-
samninginn var haldin 19. október, viku eftir að
gosið hófst. „Einhverjir hafa haldið því fram að
það kunni að skýra að einhverju leyti kosn-
ingaþátttökuna lélegu, en ég held að það sé
varla, nema að því leyti að þátttakan var minnst
í Vestur-Skaftafellssýslu.“
Hryllilegar lýsingar
Hinar raunverulegu hörmungar ársins 1918
voru þó eftir, en spænska veikin hófst 19. októ-
ber, viku eftir að Kötlugosið hófst. Gunnar Þór
segir það vera nánast hlægilegt þegar fólk setji
spænsku veikina undir sama hatt og frosta-
veturinn, þar sem áhrifin af veikinni hafi verið
svo miklu verri. „Það deyja á sjötta hundrað
manns á Íslandi úr veikinni og fjöldi fólks varð
fyrir varanlegu heilsutjóni, dó á næstu árum
eða bjó við einhvers konar heilsutjón alla ævi.
Ótalinn fjöldi barna missti foreldra og mörg
þeirra voru send í fóstur, annaðhvort til vina og
ættingja eða til vandalausra, þannig að spænska
veikin hafði mjög mikil áhrif á líf fólks.“
Gunnar Þór bendir á að dánartíðnin af veik-
inni hafi ekki verið mikil hér á landi, en að hún
hafi hins vegar látið fáa ósnortna þar sem hún
stakk niður fæti. „Fólk gat ekki hreyft sig og
lýsingarnar á aðstæðum í Reykjavík eru hroða-
legar. Þar gerði hjúkrunarnefnd út menn sem
fóru í hvert einasta hús, bönkuðu á allar dyr, og
sums staðar lá fólk hjálparvana, eða jafnvel
dáið.“
„Veikin var mjög slæm í Reykjavík en líka í
Keflavík, Vestmannaeyjum, Akranesi og á fleiri
þéttbýlisstöðum suðvestanlands. Hún náði vest-
ur á firði, en inni á milli voru svæði sem sluppu.“
Gunnar Þór segir að hann hafi verið í sam-
bandi við norskan sagnfræðing sem sé helsti
sérfræðingurinn um spænsku veikina þar í
landi. „Það sem honum fannst merkilegt var að
það skyldi takast að verja Norðurland og
Austurland, en þar var skipum til dæmis
meinað að leggjast að bryggju.“ Gunnar nefnir
sem dæmi að á Seyðisfirði hafi menn vaktað
höfnina til að koma í veg fyrir að skip legðu þar
að, og að þegar Lagarfoss kom eitt sinn með
vörur til Akureyrar hafi áhöfnin ekki mátt
koma í land, og á endanum hafi hún þurft að af-
ferma skipið sjálf. Vörurnar voru síðan ekki
sóttar fyrr en Lagarfoss var lagður aftur af
stað.
Mannskæðasti faraldur
mannkynssögunnar
Gunnar segir í raun ótrúlegt hvað spænska
veikin hafi breiðst hratt út, en almennt sé talað
um að hún hafi komið í þremur bylgjum. Upp-
haf veikinnar hér á landi hefur verið rakið til
komu Botníu frá Kaupmannahöfn til Reykjavík-
ur hinn 19. október, en Gunnar segir raunar að
menn greini á um hvort hægt sé að tengja þessa
atburði saman. Fyrsta fórnarlambið á Íslandi
dó svo eftir því sem best er vitað 1. nóvember
1918. „Svo fór allt til fjandans. Það er ótrúlegt
hvað þetta gerðist hratt, og kannski 10-15
manns, jafnvel 20 manns, að deyja í Reykjavík á
dag meðan veikin var í hámarki.“
Spurður um samanburð við Svarta dauða og
áhrif hans hér á landi segir Gunnar Þór þann
samanburð mjög áhugaverðan en erfiðan. „Það
er erfitt að komast að því hvað Svarti dauði
drap marga en hitt er víst að engin drepsótt
hefur í sögu mannkyns drepið jafnmarga á jafn-
stuttum tíma og spænska veikin,“ segir Gunnar.
Hann bætir við að eftir því sem veikin hafi
verið rannsökuð meira hafi mannfallstölurnar
hækkað, og nú sé áætlað að á bilinu 50-100
milljónir manna hafi farist úr veikinni. Þar af er
áætlað að um 20 milljón manns hafi dáið bara í
Indlandi, sem er um tvöfalt meira en mannfall
meðal hermanna fyrri heimsstyrjaldar. Gunnar
segir því hugsanlegt að veikin hafi drepið fleiri
en báðar heimsstyrjaldirnar til samans.
Veikburða heilbrigðiskerfi
Gunnar segir það merkilegt í þessu samhengi
að á þeim mikla uppgangstíma sem var hér á
landi fram að upphafi fyrri heimsstyrjaldar hafi
hið íslenska heilbrigðiskerfi í raun setið á hak-
anum. „Það voru ekki síður útlendingar sem sáu
Ljósmyndasafn Vestmanneyja/Gísli J. Johnsen
Kötlugosið í október 1918 var eitt stærsta eldgos seinni tíma og sást gosstrókurinn vel úr Vestmannaeyjum. Þess má geta að sá hluti Heimaeyjar sem er í forgrunni liggur nú undir hrauni.
Ljósmyndasafn Vestmanneyja/Gísli J. Johnsen
Jökulhlaupið eftir Kötlugosið lagði marga bæi í eyði, enda hlupu þar fram risavaxnir ísjakar. SJÁ SÍÐU 8