Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018
Fullveldi Íslands
um heilbrigðismálin,“ segir Gunnar og nefnir
Landakotsspítala og frönsku spítalana í
Reykjavík, á Fáskrúðsfirði og í Vestmanna-
eyjum. Þá hafi Holdsveikraspítalinn á Laugar-
nesi verið reistur fyrir samskotafé sem safnað
var í Danmörku.
„Það var enginn íslenskur spítali í Reykja-
vík, og í því ljósi er merkilegt að ekki fór verr í
spænsku veikinni.“
Gunnar segir að eftir að veikin var um garð
gengin hafi sprottið upp miklar deilur hér á
landi um hvort við hefðum getað verið betur
undirbúin fyrir veikina. „Guðmundur Björns-
son landlæknir, sem var mjög merkur maður,
var gagnrýndur mjög harkalega fyrir að hafa
ekki sett farþega með þessum skipum í
sóttkví, hafandi lesið það sem spænska veikin
hafði gert í Kaupmannahöfn. Læknarnir stóðu
flestir með honum en það voru harðar deilur
um að stjórnvöld hefðu sofnað á verðinum og
landlæknir ekki staðið sig.“ Gunnar bætir við
að Guðmundur hafi tekið umræðuna mjög inn
á sig og kannski aldrei jafnað sig til fulls.
Fullveldi upp úr þurru
Í miðri þeirri hringiðu sem árið 1918 var, áður
en Katla gaus eða spænska veikin gekk yfir,
var síðan sjálfstæðismálinu ráðið til lykta,
nokkuð óvænt má segja. Ísland varð fullvalda
ríki. En hvernig upplifðu Íslendingar þennan
merka áfanga í Íslandssögunni? „Það er al-
gengt að sjá í heimildum þessara tíma að
blaðamenn og ritstjórar kvarta undan því að
fólk átti sig ekki á því hvað sé að gerast, því
þetta gerðist allt svo snöggt,“ segir Gunnar.
Það var meðal annars vegna þess að hér hafði
megináherslan verið sett á fánamálið. „Fólk
áttaði sig ekki almennilega á því að það ætti að
semja um allt sambandsmálið fyrr en danska
sendinefndin var lögð af stað til Íslands frá
Kaupmannahöfn.“
Gunnar segir það alls ekki hafa verið sjálf-
gefið að náðst hafi niðurstaða í sambandsmál-
inu. „Það gekk mikið á í viðræðunum og þær
einkenndust af miklu drama. Auðvitað léttist
brúnin á fólki þegar þetta var í höfn, en samt
ekki nóg til þess að það færi fagnaðarstraumur
um þjóðina, ef við miðum við þátttökuna í
þjóðaratkvæðagreiðslunni 19. október.“
Gunnar segir að þátttakan hafi verið dræm
þrátt fyrir að fólk hafi verið hvatt til þess í
blöðunum að kjósa. Allt hafi þó komið fyrir
ekki, og aðstæður hafi einfaldlega verið með
þeim hætti að stemningin var ekki mikil.
Gunnar Þór segir að fyrri heimsstyrjöld hafi
mögulega verið helsti sökudólgurinn fyrir
hinni dræmu þátttöku, en styrjaldarárin voru
mikið samdráttarskeið í íslensku efnahagslífi
og léku fólk mjög illa. „Þetta var svo yfirþyrm-
andi, það skorti margt og lífskjör höfðu versn-
að frá árinu 1914,“ segir Gunnar og bætir við
að þegar fólk sé að hafa áhyggjur af því hvern-
ig það eigi að hita húsin sín eða fæða börnin sín
sé kannski ekki ofarlega á forgangslistanum
að kjósa um fullveldi. „Þetta tímabil frá því í
stríðinu og fram yfir 1920 var dýpri kreppa en
sú sem varð 1930. Það varð atvinnuleysi og
þetta voru erfið ár. Samdrátturinn var mun
meiri á kreppuárunum eftir 1930.“
1. desember var dýrðardagur
Talið berst að sjálfum fullveldisdeginum og
þeim hátíðahöldum sem þá voru í Reykjavík,
en 1. desember 1918 hefur lifað í minningunni
sem hálfdrungalegur dagur, þar sem örfáar
hræður hafi fagnað þessum merka áfanga í
sögu þjóðarinnar. Gunnar Þór segir ekki allt
sem sýnist í þeim efnum.
Hann nefnir í því samhengi fræga ljósmynd
Magnúsar Ólafssonar af viðburðinum, sem sjá
má á miðopnu þessa blaðs. „Ég vil meina að
hluti ástæðunnar fyrir því að við tengjum
svona mikinn drunga og stemningsleysi við 1.
desember sé þessi ljósmynd, því hún er
nokkuð villandi.“
Gunnar Þór nefnir í fyrsta lagi að af mynd-
inni að dæma mætti ætla að það hafi verið kalt,
grámygla og þoka í Reykjavík þennan dag.
Reyndin hafi þó verið allt önnur. „Það er
glaðasólskin og Magnús á í vandræðum með að
taka myndina!“ Gunnar Þór bendir á að rétt
utan við ramma myndavélarinnar hafi styttan
Þegar spænska veikin
var í hámarki fóru heilar
síður í blöðunum undir
dánartilkynningar.
’
Á sjötta hundrað
manns dóu á Íslandi
úr spænsku veikinni
og fjöldi fólks varð
fyrir varanlegu
heilsutjóni, dó á
næstu árum eða
bjó við einhvers
konar heilsutjón alla
ævi.