Morgunblaðið - 01.12.2018, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 01.12.2018, Qupperneq 9
af Jóni Sigurðssyni verið, en hún var ekki færð á Austurvöll fyrr en árið 1931. „Hvernig dettur Magnúsi í hug að taka myndina og hafa styttuna af Kristjáni Danakonungi en ekki Jón Sigurðsson, sjálfstæðishetjuna?“ spyr Gunnar og segir svarið einfaldlega vera að sólin hafi verið svo mikil og á óþægilegum stað fyrir Magnús að það hafi verið ómögulegt að taka myndina þannig. Myndin hafi því mótað sýn okkar á fullveldisdaginn um of. „Flestir eru sammála um að þetta hafi verið dýrðar- dagur. Norðurljósin sýndu sig meira að segja um kvöldið, sjálfir himnarnir fögnuðu fullveld- inu, en það eina sem við sjáum er þessi nöt- urlega mynd.“ Það eigi einnig við um ímynd okkar af mannfæðinni sem eigi að hafa verið þennan dag. Gunnar Þór bendir á að flest af fólkinu sem mætti hafi verið statt á Lækjartorgi eða staðið upp með Bankastræti, en hvorugur staðurinn var með á ljósmyndinni. Hverfis- gatan, sem var auð, fékk hins vegar að vera með. Gunnar Þór tekur þó fram að þessi merkisdagur hafi sannarlega verið haldinn í skugga spænsku veikinnar. Þannig hafi verið sérstaklega ákveðið að hafa hátíðahöldin lág- stemmd þar sem svo mikil sorg hafi ríkt í Reykjavík. Þá hefðu miklu fleiri mætt ef spænska veikin hefði ekki leikið fólk svo grátt vikurnar á undan. Öllum þykir vænt um sjálfstæðið En hvaða áhrif hefur árið 1918 á sjálfsmynd Íslands sem fullvalda ríki? „Þetta er sögulegt ár og mjög mikilvægt ár. Ég held að þessi áföll hafi mótað sýn okkar meira á árið sem slíkt frekar en á viðhorf Íslendinga til hins fullvalda ríkis,“ segir Gunnar Þór. Hann seg- ist ekki viss um að áföllin hafi rist svo djúpt, þar sem þau hafi riðið yfir og aðrir hlutir tekið við í kjölfarið. Gunnar Þór segir árið 1918 eitt merkasta ár Íslandssögunnar. „Þetta er árið sem Ísland varð fullvalda ríki og deilum okkar við Dani, sem höfðu staðið yfir síðan á 19. öld, lauk. Þetta er sigurstund sjálfstæðisbaráttunnar og er þess vegna gríðarlega mikilvægt ár í sögu þjóð- arinnar.“ Þá hafi fullveldið, sem í raun þýddi að Ísland var orðið að sjálfstæðu ríki, skipt gríðarlegu máli. „Okkur þykir öllum vænt um sjálfstæðið, við höfum mismunandi skoðanir á alþjóða- samskiptum og öllu því, en þeir eru ekki margir sem telja að okkur hefði farnast betur hefðum við setið með hendur í skauti og ekki farið í sjálfstæðisbaráttuna. Þetta er því tímamóta- ár.“ Gunnar segir að eftir lýðveldisstofnunina 1944 hafi stundum verið látið að því liggja að menn hafi litið á þetta sem áfanga í sjálfstæðis- baráttunni. „Íslendingar hafi bara ætlað að bíða í 25 ár og stofna svo lýðveldi. Þannig var það ekki. Það sem okkur finnst sjálfsagt eftir á að hyggja var það ekki í augum þessara manna. Ísland var tengt Danmörku með tvennum hætti, annars vegar með sambandslögunum, hins vegar í gegnum konung. Menn töluðu um það fljótlega að hægt væri að endurskoða lögin eftir 25 ár, menn töluðu um að með tímanum gætu Íslendingar tekið að sér utanríkismál, en það er enginn að tala um það á þessum tíma að stofna lýðveldi,“ segir Gunnar. „Lýðveldisstofnun kann að hafa verið fjar- lægur draumur í hugum margra, en ég er ekki viss um að það hafi verið í hugum eins margra og við viljum oft vera láta. Ísland var orðið sjálfstætt ríki 1918 og nú varð þjóðin að standa sig og sýna að hún ætti sjálfstæðið skilið.“ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 9 Fullveldi Íslands Jón Magnússon (1859-1926) varð fyrsti for- sætisráðherra Íslands árið 1917 og sat í því embætti þegar Ísland heimti fullveldi sitt ári síðar. Þrátt fyrir það er Jóns sjaldnast minnst þegar sjálfstæðisbarátta Íslend- inga er rifjuð upp. En hvers vegna er hann ekki betur þekktur en raun ber vitni? Gunnar Þór segir ýmsar ástæður vera þar að baki. Hann rifjar upp að Jón hafi verið fyrst forsætisráðherra frá 1917 til 1922 og aftur 1924-1926. „Þannig að hann er for- sætisráðherra lengi á ög- urstundu í sögu þjóð- arinnar, á árum fyrri heimsstyrjaldar þegar verst gengur, þegar við verðum fullvalda ríki og þegar við erum að stíga okkar fyrstu skref sem sjálfstæð þjóð. En hann er að miklu leyti fallinn í gleymsku.“ Gunnar segir eina skýringuna á því vera einfaldlega þá að Jón hafi ekki þótt jafn- mikill skörungur og forveri hans í Heima- stjórnarflokknum, Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands. „Hann var ekki ræðu- skörungur og þótti ekki mjög áheyrilegur. Þegar hann hélt ræður reyndi hann að hafa þær eins stuttar og mögulegt var,“ segir Gunnar og bætir við að Jón hafi kannski goldið þess að hafa tekið við flokknum á eftir Hannesi. Önnur skýring sem Gunnar nefnir er sú að þegar íslenska flokkakerfið sé full- mótað um 1930 sé Jón látinn og enginn af flokkunum hafi haldið minningu hans á lofti. „Enginn þeirra stjórnmálaflokka sem hafa mótað Íslandssöguna í 100 ár telja hann sem sinn mann. Jón hefði nær örugglega orðið sjálfstæðismaður en hann var dáinn áður en Sjálfstæðisflokkurinn yngri var stofnaður 1929, þannig að Jón Þorláksson varð helsti upphafsmaður flokksins.“ Þar hafi einnig spilað inn í að Jón Magnússon hafi með mjög praktíska nálgun á stjórnmálin en Jón Þorláksson verið meiri hugmyndafræðingur í eðli sínu. Aðrir flokkar hefðu þá enn síður en Sjálfstæðisflokkurinn ástæðu til þess að hampa Jóni Magnússyni. Þriðja skýringin er einfaldlega sú að Jón falli einhvern veginn á milli skips og bryggju í sjálfstæðisbaráttunni, þar sem hann hafi valist til forystu á tímum þegar baráttan var næstum því búin en samt ekki. Einhverra hluta vegna leiki ekki sami ljómi um tímabil Jóns og heimastjórnarárin undir forystu Hann- esar Hafstein og lýðveldisstofnunina 1944. Gunnar segir það mikla synd að Jón Magnússon hafi fallið í gleymsku og bætir við að hann sé sjálfur hrifinn af Jóni. „Hann var mjög gáfaður, átti gott með að vinna með fólki og halda hlutum saman og gangandi.“ Fallinn í gleymsku Jón Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.