Morgunblaðið - 01.12.2018, Side 21
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 21
Fullveldi Íslands
og Zahle munu hafa verið á því að slíkar við-
ræður yrðu að bíða stríðsloka.
Afdrifaríkar kosningar í Danmörku
Kosið var til danska þingsins 11. maí 1918 og
hélt ríkisstjórn Zahles naumlega velli, en ein-
ungis munaði einu þingsæti milli stjórnar og
stjórnarandstöðu í neðri deild þingsins að þeim
loknum. Hóf Zahle í kjölfarið þegar að leita
samstöðu á þinginu um skipun samninga-
nefndar, sem fara ætti til Íslands um sumarið
og ræða sambandsmálið. Eftir nokkrar deilur á
danska þinginu varð úr að þrír af fjórum flokk-
um skipuðu menn í nefndina, en íhaldsmenn
vildu ekki taka þátt í viðræðum um sam-
bandsmálið meðan á ófriði stæði. Þá heimtuðu
þeir að viðræðurnar færu fram í Kaupmanna-
höfn frekar en Reykjavík, en varð ekki að ósk
sinni. Var danska nefndin skipuð 15. júní þeim
J.C. Christensen, Erik Arup, Fredrik Borg-
bjerg og Christopher Hage og var hann for-
maður nefndarinnar. Danska sendinefndin hélt
til Íslands hinn 21. júní. Sama dag skipaði Al-
þingi Íslands fjóra þingmenn í samninganefnd-
ina, einn úr hverjum flokki. Bjarni Jónsson frá
Vogi varð fulltrúi Sjálfstæðisflokks þversum,
framsóknarmenn völdu Þorstein M. Jónsson í
nefndina og Heimastjórnarmenn og Sjálfstæð-
isflokkur langsum tilnefndu þá Jóhannes Jó-
hannesson og Einar Arnórsson í samninga-
nefndina.
Fyrsti fundur samninganefndarinnar var
haldinn 1. júlí í kennarastofu háskólans í Al-
þingishúsinu, en þar fóru allir fundir hennar
fram. Kom þegar í ljós að mikið bar á milli af-
stöðu Íslendinga og Dana og sagði Einar Arn-
órsson svo síðar frá: „Kom Íslendingunum
ásamt við Danina um fátt, enda lenti þegar í
karpi nokkru milli sumra nefndarmanna.“
Danska nefndin lagði til að Ísland og Dan-
mörk yrðu „frjáls og sjálfstæð“ ríki, með sam-
eiginlegan þjóðhöfðingja og sameiginlegan
ríkisborgararétt, og yrði hvort tveggja ævar-
andi og óuppsegjanlegt. Skyldu Danir fara með
sameiginleg mál ríkjanna þar til annað væri
ákveðið og yrðu þjóðþing beggja ríkja að sam-
þykkja þær breytingar. Þetta var hins vegar
óaðgengilegt fyrir Íslendinga, sem lögðu meðal
annars áherslu á að Ísland og Danmörk yrðu
sögð „ frjáls og fullvalda“ (d. suveræn) frekar
en „frjáls og sjálfstæð“ (d. selvstændige) og að
þegnréttur yrði ekki sameiginlegur milli land-
anna.
Munu fulltrúar beggja ríkja hafa lýst til-
boðum hins sem algjörlega óaðgengilegum, og
greindi Þorsteinn M. Jónsson frá því í Stúd-
entablaðinu árið 1958 að sig minnti að J.C.
Christensen hefði orðið klökkur eftir þriðja
fund nefndarinnar og sagt að „ekki myndi nú
annað að gera fyrir þá Danina, en stíga á skips-
fjöl og sigla heim“.
Samkomulag næst
Þrátt fyrir það héldu viðræðurnar áfram en
gengu erfiðlega. Matthías Johannessen, fyrr-
verandi ritstjóri Morgunblaðsins og barnabarn
Jóhannesar Jóhannessonar, hafði síðar eftir
Lárusi, syni Jóhannesar, að það hefði oftar en
einu sinni komið fyrir að fundi væri frestað eða
slitið þegar allt var að komast í öngþveiti. Jó-
hannes hefði þá boðið dönsku nefndarmönn-
unum í kaffi heim til sín en hann átti þá heima í
Þórshamri við hliðina á Alþingishúsinu. „Hvort
það var tilviljun eða ekki skal ég láta ósagt en
þá vildi venjulega svo til að vinur hans, Jón
Magnússon forsætisráðherra, rakst inn, jafn-
vel bakdyramegin, og tók þátt í kaffidrykkj-
unni.“ Vildi Lárus ekki segja hvaða áhrif það
hefði haft á gang málsins en hann taldi víst að
mikið af nefndarvinnunni hefði farið fram á bak
við tjöldin. Þá rifjaði Þorsteinn M. Jónsson upp
árið 1958, að enginn hefði „unnið betur og verið
meir á verði en hinn hægláti forsætisráðherra
Íslands og sennilega hefur hann oft talað við
dönsku nefndarmennina og sannfært þá um að
þeir yrðu að ganga að mestu leyti að kröfum ís-
lendinga ef samningar ættu að takast.“ Þá
sagði Þorsteinn einnig ljóst að danska sendi-
nefndin hefði verið staðráðin í að ná samn-
ingum og að hún hefði líklega einsett sér það
áður en þeir héldu til Íslands.
Dagana 9.-11. júlí var skipuð undirnefnd með
þeim Bjarna frá Vogi, Einari, Hage og Arup og
átti hún að ráða fram úr aðalágreiningsatrið-
unum. Gekk vinnan á fundum undirnefnd-
I.
1. gr. — Danmörk og Ísland eru frjáls og fullvalda ríki, í
sambandi um einn og sama konung og um samning þann, er
felst í þessum sambandslögum.
Nöfn beggja ríkja eru tekin í heiti konungs.
2. gr. — Skipun konungserfða er sú, er segir í 1. og 2. gr.
konungserfðalaga frá 31. júlí 1853. Konungserfðum má ekki
breyta, nema samþykki beggja ríkja komi til.
3. gr. — Ákvæði þau, er gilda nú i Danmörku um trúar-
brögð konungs og lögræði, svo og um meðferð konungsvalds
þegar konungur er sjúkur, ólögráður eða staddur utan beggja
ríkjanna, skulu einnig gilda á Íslandi.
4. gr. — Konungur getur ekki verið þjóðhöfðingi í öðrum
löndum án samþykkis Ríkisþings Danmerkur og Alþingis Ís-
lands.
5. gr. — Hvort ríkið fyrir sig setur ákvæði um greiðslu af
ríkisfé til konungs og konungsættar.
II.
6. gr. — Danskir ríkisborgarar njóta að öllu leyti sama rétt-
ar á Íslandi sem íslenzkir ríkisborgarar fæddir þar, og gagn-
kvæmt.
Ríkisborgarar hvors lands eru undanþegnir herskyldu í
hinu.
Bæði danskir og íslenzkir ríkisborgarar hafa að jöfnu, hvar
sem þeir eru búsettir, frjálsa heimild til fiskveiða innan land-
helgi hvors ríkis.
Dönsk skip njóta á Íslandi sömu réttinda og íslenzk skip, og
gagnkvæmt.
Danskar og íslenzkar afurðir og afrek skulu gagnkvæmlega
eigi að neinu leyti sæta óhagkvæmari kjörum en nokkurs ann-
ars lands.
III.
7. gr. — Danmörk fer með utanríkismál íslands í umboði
þess.
Í utanríkisstjórnarráðinu skal skipa eftir ósk islenzku
stjórnarinnar og í samráði við hana trúnaðarmann, er hafi
þekking á íslenzkum högum, til þess að starfa að íslenzkum
málum.
Nú er einhverstaðar enginn sendiherra eða sendiræðis-
maður, og skal þá skipa hann eftir ósk íslenzku stjórnarinnar
og í samráði við hana, enda greiði Ísland kostnaðinn. Með
sömu skilyrðum skal skipa ráðunauta með þekkingu á íslenzk-
um högum við sendisveitir og ræðismannaembætti þau, sem
nú eru. Ef stjórn Íslands kýs að senda úr landi sendimenn á
sinn kostnað, til þess að semja um sérstök íslenzk málefni, má
það verða í samráði við utanríkisráðherra.
Samningar þeir, sem þegar eru gerðir milli Danmerkur og
annarra ríkja og birtir, og Ísland varða, gilda og þar. Ríkja-
samningar þeir, sem Danmörk gerir eftir að sambandslög
þessi hafa náð staðfestingu, skuldbinda ekki Ísland, nema
samþykki réttra íslenzkra stjórnvalda komi til.
8. gr. — Danmörk hefur á hendi gæzlu fiskiveiða í íslenzkri
landhelgi undir dönskum fána, þar til Ísland kynni að ákveða
að taka hana í sinar hendur, að öllu eða nokkru leyti, á sinn
kostnað.
9. gr. — Myntskipun sú, sem hingað til hefir gilt í báðum
ríkjum, skal vera áfram í gildi meðan myntsamband Norður-
landa helzt.
Ef Ísland kynni að óska að stofna eigin peningasláttu, verð-
ur að semja við Svíþjóð og Noreg um það, hvort mynt sú, sem
slegin er á Íslandi, skuli vera viðurkenndur löglegur gjaldeyrir
í þessum löndum.
10. gr. — Hæstiréttur Danmerkur hefir á hendi æðsta
dómsvald í íslenzkum málum, þar til Ísland kynni að ákveða að
stofna æðsta dómstól í landinu sjáifu. En þangað til skal skipa
Íslending í eitt dómarasæti í hæstarétti, og kemur það ákvæði
til framkvæmda, þegar sæti losnar í dóminum.
11. gr. — Að því leyti, sem ekki er ákveðið að framan um
hlutdeild Íslands i kostnaði þeim, sem leiðir af meðferð mála
þeirra, sem ræðir um í þessum kafla, skal hún ákveðin eftir
samningi milli stjórna beggja landa.
IV.
12. gr. — Öðrum málum en þeim, sem að framan eru nefnd,
en varða bæði Danmörk og Ísland, svo sem samgöngumálum,
verzlunar- og tollmálum, siglingum, póstmálum, síma- og loft-
skeytasambandi, dómgæzlu, máli og vigt og fjárhagsmálum,
skal skipa með samningum, gerðum af þar til bærum stjórn-
völdum beggja ríkja.
13. gr. — Fjárhæð sú, að upphæð 60,000 kr., sem ríkis-
sjóður Danmerkur hefir undanfarið árlega greitt Íslandi, og
kostnaður ríkissjóðs Danmerkur af skrifstofu stjórnarráðs Ís-
lands í Kaupmannahöfn, fellur niður.
Sömuleiðis eru afnumin forréttindi íslenzkra námsmanna til
hlunninda við Kaupmannahafnar háskóla.
14. gr. — Ríkissjóður Danmerkur greiðir 2 milljónir króna,
og skal stofna af þeim tvo sjóði, hvorn að upphæð 1 milljón
króna, í því skyni að efla andlegt samband milli Danmerkur og
Íslands, styðja íslenzkar vísindarannsóknir og aðra vísinda-
starfsemi og styrkja íslenzka námsmenn. Annar þessara sjóða
er lagður til háskólans í Reykjavík, en hinn til háskólans í
Kaupmannahöfn.
Nánari fyrirmæli um stjórn og starfsemi sjóðanna setur
konungur eftir tillögum stjórnar hvors lands, að fengnu áliti
háskóla þess.
15. gr. — Hvort land fyrir sig ákveður, hvernig hagsmuna
þess sjálfs og þegna þess skuli nánar gætt í hinu landinu.
V.
16. gr. — Stofna skal dansk-íslenzka ráðgjafarnefnd, sem í
eru að minnsta kosti 6 menn, annar helmingur kosinn af Ríkis-
þingi Danmerkur og hinn helmingurinn af Alþingi Íslands.
Sérhvert lagafrumvarp, sem varðar nánari meðferð mála
þeirra, er um ræðir í sambandslögum þessum, og laga-
frumvörp um sérmál annars hvors ríkisins, sem einnig varða
hitt ríkið og stöðu og réttindi þegna þess, skal hlutaðeigandi
stjórnarráð leggja fyrir nefndina til álita, áður en þau eru lögð
fyrir Ríkisþing eða Alþingi, nema það sé sérstaklega miklum
vandkvæðum bundið. Nefndinni ber að gera tillögur um breyt-
ingar á þeim frumvarpsákvæðum, sem hún telur koma í bága
við hagsmuni annars hvors ríkisins eða þegna þess.
Nefndin hefir enn fremur það hlutverk, annaðhvort eftir til-
mælum stjórnanna eða af eigin hvötum, að undirbúa samning
lagafrumvarpa, er miða að samvinnu milli ríkjanna og sam-
ræmi í löggjöf þeirra, og að taka þátt í samvinnu um sameigin-
lega löggjöf á Norðurlöndum.
Nánari fyrirmæli um tilhögun og starfsemi nefndarinnar
setur konungur eftir tillögum frá stjórnum beggja landa.
17. gr. — Nú rís ágreiningur um skilning á ákvæðum sam-
bandslaga þessara, sem stjórnirnar geta ekki jafnað með sér,
og skal þá skjóta málinu til gerðardóms 4 manna, og kýs æðsti
dómstóll hvors lands sinn helming þeirra hvor. Gerðardómur
þessi sker úr ágreiningnum og ræður afl atkvæða. Ef atkvæði
eru jöfn, skulu úrslitin falin oddamanni, sem sænska og norska
stjórnin á víxl eru beðnar að skipa.
VI.
18. gr. — Eftir árslok 1940 getur Ríkisþing og Alþingi
hvort fyrir sig, hvenær sem er krafist, að byrjað verði á samn-
ingum um endurskoðun laga þessara.
Nú er nýr samningur ekki gerður innan 3 ára, frá því að
krafan kom fram, og getur þá Ríkisþingið eða Alþingi hvort
fyrir sig samþykkt, að samningur sá, sem felst í þessum lög-
um, sé úr gildi felldur. Til þess að ályktun þessi sé gild, verða
að minnsta kosti 2/3 þingmanna, annaðhvort í hvorri deild Rík-
isþingsins eða í sameinuðu Alþingi, að hafa greitt atkvæði með
henni, og hún síðan vera samþykkt við atkvæðagreiðslu kjós-
enda þeirra, sem atkvæðisrétt háfa við almennar kosningar til
löggjafarþings landsins. Ef það kemur í ljós við slíka atkvæða-
greiðslu, að 3/4 atkvæðisbærra kjósenda að minnsta kosti hafi
tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og að minnsta kosti 3/4
greiddra atkvæða hafi verið með samningsslitum, þá er samn-
ingurinn fallinn úr gildi.
VII.
19. gr. — Danmörk tilkynnir erlendum ríkjum, að hún sam-
kvæmt efni þessara sambandslaga hafi viðurkennt Ísland full-
valda ríki, og tilkynnir jafnframt, að Ísland lýsi yfir ævarandi
hlutleysi sínu og að það hafi engan gunnfána.
20. gr. — Sambandslög þessi ganga í gildi 1. desember
1918.
Dansk-íslenzk sambandslög
Sambandslagasamningurinn var undirritaður 18. júlí 1918
af öllum nefndarmönnunum átta auk ríkisstjórnar Íslands.
SJÁ SÍÐU 22