Morgunblaðið - 01.12.2018, Page 22
22 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018
Fullveldi Íslands
Christopher Friedenreich Hage (f. 28.
nóvember 1848 – d. 16. ágúst 1930), hagfræð-
ingur og stórkaupmaður í Kaupmannahöfn.
Hann var kjörinn á þing árið 1881, fyrst um
sinn sem frjálslyndur hægri maður, en færðist
yfir á vinstri væng danskra stjórnmála með
tímanum. Engu að síður var hann þó á hægri
væng Radikale Venstre. Hage varð fjármála-
ráðherra árið 1901-1905, og tók einnig við sam-
gönguráðuneytinu frá árinu 1902. Árið 1916
varð hann aftur ráðherra, en fyrst um sinn án
ráðuneytis, en tók síðar við embætti verslunar-
málaráðherra.
Í bók Gunnars Þórs Bjarnasonar er sagt að
meginástæðan fyrir því að Hage er valinn hafi
sennilega verið sú að hann var á hægri væng
stjórnarflokksins, og því væri hann ásættan-
legri fyrir stjórnarandstöðuna en aðrir ráð-
herrar. Þar kann þó einnig að hafa spilað inn í,
að Hage var talinn „stórvitur maður með
Dönum“ og „flestum mönnum færari að orða
vel lagafrumvörp og samninga.“
Erik Ipsen Arup (f. 22. nóv. 1876 – d. 23.
sept. 1951), prófessor í sagnfræði við Kaup-
mannahafnarháskóla og um hríð skjalavörður í
utanríkisráðuneyti Danmerkur og fyrrum
ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu. Arup
skrifaði síðar á ferli sínum mörg merk sagn-
fræðirit, þar á meðal sögu Danmerkur fram til
1624 í tveimur bindum, sem komu út á árunum
1925-1932. Arup vakti mikla athygli á sínum
tíma með sagnaritun sinni, en hann lagði meiri
áherslu á efnahag og þróun heldur en stjórnmál
og utanríkismál. Þá fór Arup ekki leynt með
andúð sína á þjóðernishyggju og föðurlands-
sinnuðum goðsögnum, og var hann því sakaður
um goðgá af sumum kollegum sínum.
Arup sat ekki á þingi, en var engu að síður
valinn sem fulltrúi Radikale Venstre í sendi-
nefndina árið 1918. Skipan Arups virðist eink-
um hafa ráðist af tvennu, því að þingmeirihlut-
inn var svo naumur að ekki mátti sjá af
þingmanni í ferðina, og svo hinu að Arup var
„kunnugur sögu Íslands og stjórnmálabar-
áttu“, eins og sagði í Óðni um skipan nefnd-
arinnar.
Jens Christian Christensen (f. 21. nóv-
ember 1856 – d. 19. desember 1930), einnig
þekktur sem „Bismarck jósku heiðanna“, var
fulltrúi Venstre í nefndinni en hann gegndi þá
embætti aðstoðarráðherra um málefni stríðs-
ins. Christensen var einn af helstu leiðtogum
Venstre og lengi talinn meðal valdamestu
manna í dönskum stjórnmálum. Christensen
var kennslumálaráðherra á árunum 1901-1905
en tók svo við forsætis- og landvarnaráðuneyt-
inu. Gegndi hann því embætti milli 1905 og
1908 þegar Alberti-hneykslið svonefnda neyddi
hann úr embætti. Christensen var ekki
ókunnugur Íslandi, en hann kom hingað með
Friðriki 8. í Íslandsheimsókn hans árið 1907 í
krafti embættis síns sem forsætisráðherra. Síð-
ar gegndi hann embætti kirkjumálaráðherra.
Christensen var mjög kunnugur sjálfstæð-
ismáli Íslendinga, þar sem hann sat í milli-
landanefndinni 1908 sem skilaði af sér Upp-
kastinu, og segir Gunnar Þór í bók sinni að þær
viðræður sem og örlög Uppkastsins hafi setið í
honum. Þrátt fyrir hneykslismálið sem hrakti
hann úr forsætisráðherrastólnum voru völd
hans og ítök um þetta leyti sögð gríðarmikil, og
hefur hann jafnan verið talinn meðal fremstu
stjórnmálamanna Dana á 20. öldinni.
Frederik Hedegard Jeppesen Borg-
bjerg (f. 10. apríl 1866 – d. 15. janúar 1936) var
fulltrúi sósíal-demókrata í nefndinni. Borg-
bjerg stundaði guðfræðinám, en gaf sig
snemma að stjórnmálum og varð fljótt einlæg-
ur lýðræðis- og lýðveldissinni. Hann var kjör-
inn á þing árið 1898 og sat samfleytt á þingi til
dánardægurs 1936. Þá sat hann einnig í borg-
arstjórn Kaupmannahafnar frá 1898-1904 og
aftur milli 1905 og 1913. Borgbjerg var einnig
ritstjóri Social-Demokraten (sem síðar fékk
heitið Aktuelt), málgagns Sósíal-demókrata-
flokksins, á árunum 1911-1924 og 1926-1929.
Borgbjerg vakti hvarvetna athygli fyrir mik-
inn skeggvöxt sinn, en Einar Arnórsson sagði
að hann væri frægur af „lýðmælsku sinni og
skeggi, því að hann er manna skeggprúðastur,
og unir sér vel í konungsveislum, þótt hann sé
sósíalisti“. Borgbjerg var talinn meðal helstu
leiðtoga sósíaldemókrata á þingi og gegndi
hann tvisvar ráðherraembætti eftir Íslandsför-
ina, fyrst félagsmálaráðherra 1924-1926 og síð-
an menntamálaráðherra 1929-1935.
Hverjir sátu í nefndunum?
Samninganefnd Dana var skipuð hinn 15. júní 1918 af Kristjáni 10. Danakonungi.
Í henni sátu fulltrúar allra flokka á danska þinginu nema íhaldsmanna, sem
vildu alls ekki bera neina ábyrgð á þeim viðræðum sem þarna stóðu til.
Erik Ipsen
Arup
Frederik H. J.
Borgbjerg
Jens Christian
Christensen
Christopher F.
Hage
arinnar vel og dró nokkuð saman milli Íslend-
inga og Dana en enn greindi á um nokkur at-
riði. Föstudaginn 12. júlí var komið að
úrslitastundu. Danska sendinefndin féllst þar
loksins á að Ísland yrði sagt fullvalda auk þess
sem þeir komu til móts við Íslendinga um upp-
sagnarákvæði samningsins. Þótti þar mikið
hafa unnist til þó að enn væri ágreiningur um
ýmis atriði. Höfðu aðstæður þá breyst svo á
einni viku, að nú töldu menn engar líkur á því
að samningarnir myndu sigla í strand.
Hinn 18. júlí var endanlegur samningur bor-
inn undir Alþingi og naut hann þar stuðnings
38 þingmanna en tveir þingmenn úr Sjálf-
stæðisflokki þversum, þeir Benedikt Sveins-
son og Magnús Torfason, sátu hjá. Var samn-
ingurinn í kjölfarið undirritaður af öllum
nefndarmönnum auk íslensku ráðherrana
þriggja. Héldu dönsku nefndarmennirnir
heimleiðis með Islands Falk daginn eftir, og
voru þeir kvaddir með virktum.
Staðfesting sambandslaganna
En eftir var að staðfesta samninginn. Hann
var borinn upp að nýju á Alþingi til endan-
legrar samþykktar í september, og urðu
nokkrar umræður um það. Kom þó fljótlega í
ljós að einungis þeir Benedikt, sem sat í neðri
deild, og Magnús, sem sat í efri deild, voru á
móti. Töldu þeir einkum að ákvæði samnings-
ins um jafnan þegnrétt Íslendinga og Dana
gæti komið í bakið á Íslendingum síðar meir.
Samkvæmt stjórnarskrárbreytingunum
1915 átti að leggja allar breytingar á sambandi
Íslands og Danmerkur í dóm þjóðarinnar, og
var því boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu 19.
október 1918. Þrátt fyrir mikla áeggjan dag-
blaðanna reyndist kjörsókn dræm, en einungis
13.653, eða sem nemur 43,8% kjósenda mættu
á kjörstað. Vilji þeirra sem greiddi atkvæði var
þó skýr, en 12.411 manns, 90,9% kjósenda,
sögðu já við samningnum.
Á danska þinginu var tekist hart um málið í
nóvember, en þar lögðust íhaldsmenn eindreg-
ið gegn því í báðum deildum, þar sem verið
væri að sundra ríkiseiningu Danmerkur. Urðu
þeir hins vegar undir í atkvæðagreiðslum um
samninginn þar sem hinir þrír flokkarnir stóðu
einhuga að baki honum.
Var þá síðasta hindrunin að baki. Hinn 30.
nóvember, daginn fyrir gildistöku samnings-
ins, báru Zahle og Jón Magnússon upp lögin í
sitt hvoru lagi, annars vegar á dönsku og hins
vegar á íslensku undir konung í ríkisráðinu
danska. Samþykkti hann þau bæði, ásamt kon-
ungsúrskurði um íslenskan þjóðfána. Fullveldi
Íslands var í höfn.
Aukablað Morgunblaðsins hinn 27. júlí 1918,
þegar loksins mátti birta frumvarp til nýrra
sambandslaga, skartaði stærstu fyrirsögn
ársins 1918, Nýi sáttmáli.
Heimildir:
Einar Arnórsson, „Alþingi árið 1918“, Skírnir
104:1 (1930), bls. 323-364.
Gísli Jónsson, 1918. Fullveldi Íslands 50 ára 1.
desember 1968, Reykjavík 1968.
Gunnar Þór Bjarnason, Hinir útvöldu. Sagan af
því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918,
Reykjavík 2018.
Matthías Johannessen, Klofningur Sjálfstæðis-
flokksins gamla 1915, undanfari og afleiðing.
Reykjavík, 1971.
Þorsteinn M. Jónsson, „Nýi sáttmáli“, Stúd-
entablaðið 35:3, bls. 7-15.
Jóhannes Jóhannesson (17. janúar 1866 -
7. febrúar 1950) var formaður nefndarinnar og
fulltrúi Heimastjórnarflokksins. Jóhannes var
sýslumaður í Húnavatnssýslu 1894-1896, var
skipaður bæjarfógeti í Reykjavík árið 1918 og
gegndi því starfi til ársloka 1928. Hann sat
einnig í millilandanefndinni 1908, líkt og J.C.
Christensen hafði gert. Jóhannes var fyrst
kosinn á Alþingi árið 1900 og sat þar nær óslit-
ið til ársins 1931. Hann var forseti sameinaðs
Alþingis frá 1918 til 1921 og aftur milli 1924 og
1926. Gísli Jónsson sagði í bók sinni 1918, að
Jóhannes hefði þótt með „allra höfðinglegustu
mönnum um sína daga“.
Bjarni Jónsson frá Vogi (13. október 1863
-18. júlí 1926) var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins
þversum í nefndinni. Hann var þekktur sem
einn helsti baráttumaður Íslendinga fyrir
sjálfstæði. Bjarni var sagði mikill mælsku-
maður og harður baráttumaður. Bjarni var
einn af þeim sem leiddu baráttuna gegn „upp-
kastinu“ 1908 á sínum tíma. Voru hann og
samflokksmenn hans stundum sakaðir um að
sýna af sér fullmikla þvermóðsku þegar kom
að sjálfstæðismálunum. Bjarni var einnig mál-
fræðingur og kennari við lærða skólann 1895-
1904 og dósent í latínu og grísku við Háskóla
Íslands frá árinu 1915. Hann ritstýrði ýmsum
blöðum á ferli sínum og var mjög umhugað um
framtíð íslenskrar tungu.
Einar Arnórsson (24. febrúar 1880 - 29.
mars 1955) var fulltrúi Sjálfstæðisflokksins
langsum. Hann var 38 ára árið 1918, en þótti
bera af í lagakunnáttu. Hann lauk lögfræði-
prófi í Kaupmannahöfn árið1906 og hóf
kennslu við Lagaskólann í Reykjavík árið
1908. Einar var skipaður prófessor í lögum við
Háskóla Íslands þegar háskólinn var stofn-
aður 1911 og gegndi því fram til 1915 þegar
hann varð ráðherra Íslands, en Einar hafði
fyrst verið kjörinn á Alþingi ári fyrr. Hann sat
tvisvar á þingi, fyrst 1914–1919 og síðan 1931–
1932, þá fyrir Sjálfstæðisflokkinn yngri. Einar
tók að nýju við prófessorsembætti þegar hann
lét af ráðherrastörfum í ársbyrjun 1917. Einar
varð stjórnmálaritstjóri bæði Morgunblaðsins
og Ísafoldar veturinn 1919–1920.
Einar var skipaður dómari við Hæstarétt
árið 1932 og gegndi því embætti til árins 1945,
fyrir utan árin 1942-1944, þegar leitað var til
Einars og hann beðinn um að sitja í utanþings-
stjórninni. Gegndi hann þar embætti dóms- og
menntamálaráðherra.
Einar sagði síðar frá því að hann hefði verið
ófús til þess að taka sæti í samninganefndinni,
þar sem hann var sá eini nefndarmanna sem
ekki hafði setið í fullveldisnefndum Alþingis
fyrr um veturinn.
Þorsteinn M. Jónsson (20. ágúst 1885 -
17. mars 1976) var fulltrúi Framsóknarflokks-
ins í nefndinni. Hann var heimiliskennari á
Akureyri 1905-1906 og kennari við barnaskól-
ann á Seyðisfirði 1907–1908. Þorsteinn stofn-
aði unglingaskóla í Borgarfirði eystra 1909 og
stýrði barnaskólanum þar til 1919. Á sama
tíma rak Þorsteinn búskap á Hvoli í Borgar-
firði 1910–1918 og í Stóru-Breiðuvík 1918–
1921, auk þess sem hann rak smábátaútgerð í
Bakkagerði 1913–1918 og kaupfélagið þar
1918–1921. Þorsteinn var alþingismaður
Norður-Múlasýslu frá 1916–1923, en sinnti eft-
ir þingsetuna aftur kennslustörfum og búskap,
auk þess sem hann hóf bókaútgáfu 1924 sem
hann rak lengi. Þá var hann bæjarfulltrúi á
Akureyri árin 1942-1956 og forseti bæjar-
stjórnar frá árinu 1944. Þorsteinn var yngstur
nefndarmanna, og lifði hann jafnframt lengst
þeirra.
Alþingi skipaði samninganefnd sína 21. júní 1918, sama dag og danska sendinefndin
lagði af stað til landsins. Allir flokkarnir fjórir sem áttu sæti á þingi fengu sinn
fulltrúa í nefndina, og tókst að halda sambandsmálinu utan flokkadrátta hér.
Jóhannes
Jóhannesson
Bjarni Jónsson
frá Vogi
Einar
Arnórsson
Þorsteinn M.
Jónsson