Morgunblaðið - 01.12.2018, Side 24

Morgunblaðið - 01.12.2018, Side 24
24 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Fullveldi Íslands U m undanfarna áratugi hafa vitr- ustu og bestu menn þjóðar vorr- ar barist fyrir viðurkenningu Dana á sjálfsögðum rétti vorum til þess að ráða einir högum vor- um. Nú er viðurkenningin fengin, svo ótvíræð að ekki verður um deilt. Í dag sezt íslenzka þjóðin á bekk með fullvalda þjóðum heims- ins.“ Svo hljóðaði forsíðugrein Morgunblaðs- ins hinn 1. desember 1918, daginn sem sam- bandslagasamningurinn milli Íslands og Danmerkur gekk í gildi. Svo vel vildi til, að vel viðraði á hinum fyrsta degi hins frjálsa og fullvalda ríkis. Í Morgunblaðinu var deginum lýst svo: „Dag- urinn í gær var mesti blíðviðrisdagur, sem komið hefir lengi, og lagði forsjónin þannig sinn skerf til þess að þessi merkilega stund gæti orðið sem hátíðlegust.“ Tímaritið Lög- rétta bætti um betur og sagði að þennan dag hefði veðrið verið „svo fagurt sem fremst má verða um þetta leyti árs, skýlaus himinn, frostlaust og kyrrt, svo að það merktist að eins á reykjunum upp frá húsunum, að sunn- anblær var í lofti, og ýtti hann móðunni, sem yfir bæinn legst í logni, hægt og hægt norður á flóann. Sveitirnar voru auðar og mjög dökk- ar yfir að líta, en hrím á hæstu fjöllum, og sló á það roða við sólaruppkomuna.“ Ríkisstjórnin hafði boðað að hátíðarhöld myndu hefjast við stjórnarráðið um kl. 11.45 og byrjaði fólk að streyma um hálftólfleytið úr öllum áttum að Lækjartorgi. Í lýsingu Morgunblaðsins segir að mannfjöldinn hafi safnast allt í kring um stjórnarráðsblettinn, en þeir sem sérstaklega hafði verið boðið að vera við athöfnina hefðu tekið sér stöðu við dyr Stjórnarráðshússins. Þá mynduðu liðs- menn af varðskipinu Islands Falk heið- ursfylkingu á stjórnarráðsblettinum. Kl. 11.45 hófst svo athöfnin á því að lúðra- flokkur undir stjórn Reynis Gíslasonar lék „Eldgamla Ísafold“. Sigurður Eggerz fjár- málaráðherra, er þá gegndi störfum forsætis- ráðherra meðan hann var í Kaupmannahöfn, flutti þá ræðu í tilefni dagsins, þar sem hann fjallaði meðal annars um þátt allra Íslendinga í því að koma á fullveldi landsins. Sigurður lauk ræðu sinni á nokkrum orðum um mik- ilvægi fánans sem merki hins fullvalda ríkis. Um það leyti sem Sigurður lauk máli sínu var tjúgufáni dreginn að húni á stjórnarráðshús- inu. Vildi svo vel til að vindblærinn var þá svo mikill að fáninn þandist. Danir hylla hið fullvalda ríki Hafði verið mælst til þess að bæjarbúar myndu draga íslenskan fána upp um leið og verið væri að flagga ríkisfánanum en ekki fyrr. Urðu Reykvíkingar svo við þeim til- mælum að bærinn varð á einni svipstundu sveipaður miklum hátíðarblæ. Meðan fáninn var dreginn að húni heyrðist 21 skot frá danska varðskipinu Islands Falk í hyllingarskyni við fána hins fullvalda ríkis. Flutti Victor Lorenz Lorck, skipstjóri Islands Falk, ræðu á dönsku í kjölfarið, en hann var viðstaddur athöfnina sem æðsti fulltrúi Dan- merkur hér á landi. Sagði hann að með hyll- ingu varðskipsins væri strax frá fyrstu stundu hins unga ríkis sýnt af hálfu Dana að það væri „einlægur vilji dönsku þjóðarinnar að full- nægja sambandslögunum á sem hollustu- samlegastan hátt“. Lorck bætti við að Ísland og Danmörk væru enn tengd saman nánum böndum, eins og „tveir fullveðja, norrænir bræður“ og sagði hann að danska þjóðin væri þess fullviss að þeir bræður myndu taka höndum saman í innileik og gagnkvæmu trausti við að „leysa af hendi hin mörgu verkefni, sem hinir merku og nýju tímar, er nú taka við, leggja bæði Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Magnús Ólafsson Hin víðfræga ljósmynd Magnúsar Ólafssonar hefur mótað hugmyndir fólks um fullveldistökuna fram á þennan dag. Stærsta stund Íslandssögunnar Boðað var til hátíðahalda í miðbæ Reykjavíkur og víðar í tilefni af fullveldisstofnuninni. Hátíðahöldin voru viljandi höfð lágstemmd, þar sem spænska veikin var þá nýbúin að valda gríðarlegum usla. En hvernig fór dagurinn fram? Stefán Gunnar Sveinsson sgs@gmail.com Fullveldinu var fagnað víðar en í Reykja- vík. Um 300 Íslendingar komu saman í Kaupmannahöfn og héldu daginn hátíð- legan. Sagði í Morgunblaðinu 4. desem- ber að hátíðin hefði farið prýðilega fram, en þar var meðal annars stofnaður sjóður til hjálpar sjúkum og bágstöddum á Ís- landi og söfnuðust um 3.000 krónur í hann. Í Ósló var gleðinni þjófstartað, en þar fögnuðu Íslendingar fullveldinu 30. nóvember. Komu þeir saman á heimili Ólafíu Jóhannesdóttur og flutti hún þar ræðu og færði Norðmönnum þakkir fyrir þann stuðning sem þeir hefðu sýnt Ís- lendingum í sjálfstæðisbaráttu sinni. Á Ísafirði var fullveldinu fagnað 1. desember, en tekið var fram í blöðunum að jafnframt hefði verið ákveðið að halda aftur upp á það 1. janúar 1919, þar sem menn voru enn að jafna sig eftir spænsku veikina. Á Akureyri voru fánar dregnir upp um allan bæinn um morguninn. Sagði í Akur- eyrarblaðinu Íslendingi að Geir Sæ- mundsson, vígslubiskup á Hólum, hefði minnst fullveldisins á predikunarstólnum „á mjög snotran hátt“. Þá sendi bæj- arfógetinn á Akureyri Stjórnarráði Ís- lands „snjallt heillaóskaskeyti fyrir hönd sýslu- og bæjarbúa“. Voru þó hátíðahöld- in sögð lágstemmd miðað við Reykjavík. Hátíðahöld utan Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.