Morgunblaðið - 01.12.2018, Síða 27

Morgunblaðið - 01.12.2018, Síða 27
LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 27 Fullveldi Íslands komu til sögu á fjórða áratugnum var dagsins minnst þar með samkomuhaldi. Eftir að Útvarpið kom 1930 var farið að hafa þar sérstaka fullveldisdagskrá sem hlustendur um land allt gátu notið. Útvarpað var frá sam- komu stúdenta og síðan var sérstök hátíðar- dagskrá um kvöldið með fyrirlestrum og tón- list. Allar götur síðan hefur Ríkisútvarpið minnst fullveldisafmælisins með einhverjum dagskrárliðum. Nýr þjóðhátíðardagur Á árunum fram að lýðveldisstofnuninni 1944 var stundum talað um 1. desember sem þjóðhá- tíðardag Íslendinga. Slíkt orðalag var þó ekki algengt í blöðunum. Líkleg örlög fullveldisdagsins eftir stofnun lýðveldisins voru gerð að umtalsefni í Vísi 1943: „Stúdentar hafa beitt sér fyrir hátíðahöldunum 1. desember til þessa. Hafa þau ekki náð til al- mennings svo sem skyldi og dagurinn því ekki verið sannkallaður þjóðhátíðardagur. Til þess er hann á marga lund illa fallinn; íslenzkt veðurfar er óstöðugt, ekki sízt á vetrum, og brugðið getur til beggja vona um hvort hátíða- höldum megi uppi halda eða ekki í myrkasta skammdeginu. Verður því að gera ráð fyrir að valinn verði annar þjóðhátíðardagur heppilegri, hvort sem stúdentar kunna enn um skeið að fagna 1. desember. Sem þjóðhátíð er dagurinn úr sögunni að þessu ári liðnu, en annar dagur bjartari og hlýrri kominn í staðinn.“ Þetta gekk eftir. Eftir stofnun lýðveldis 17. júní 1944 var ákveðið að 1. desember skyldi framvegis vera einn hinna lögskipuðu fánadaga „í minningu þess, að þann dag árið 1918 gengu sambandslögin í gildi, en með þeim var Ísland viðurkennt frjálst og fullvalda ríki,“ eins og það var orðað í tilkynningu ríkisstjórnarinnar í nóvember það ár. Síðan sagði: „17. júní 1944 var lýðveldi stofnað á Íslandi. Mun því sá dagur hér eftir verða þjóðhátíðardagur Íslendinga eins og 1. desember var frá 1918-1944.“ „Enginn ljómi lengur“ Þremur árum eftir lýðveldisstofnun hugleiddi Víkverji Morgunblaðsins örlög fullveldisdags- ins með þessum orðum: „Fullveldisdagurinn okkar gamli – fyrsti desember – er að verða svona hvorugt. Hann er ekki hátíðisdagur nema að hálfu leyti og það er enginn ljómi yfir honum lengur í augum almennings. Við höfum fengið nýjan þjóðhátíðardag og það eru stúd- entar einir sem halda upp á daginn með skrúð- göngum og ræðuhöldum. Í sumum atvinnu- greinum er 1. desember ennþá hálfur frídagur, en margar stéttir kjósa nú að vinna allan 1. desember og fá í stað þess laugardaginn fyrir páska fyrir heilan frídag. En 1. desember er ennþá fánadagur og er fyrirskipað að flagga á opinberum byggingum og einstaklingarnir fylgja á eftir. Það er sjálfsagður siður. En hætta er á að með tímanum verði 1. desember venjulegur skammdegisdagur og menn gleymi því smátt og smátt hversvegna hann var einu sinni haldinn hátíðlegur. Dagurinn verður sennilega í framtíðinni ekki nema stúdenta- dagur og bundinn við þá eina. Það er vel til fundið hjá stúdentum að velja sér fyrsta des. sem hátíðisdag og vonandi halda þeir nafni dagsins á lofti á ókomnum árum.“ Auk þess að vera fánadagur var fullveldis- dagurinn áfram næstu árin frídagur í skólum og verslunum og skrifstofum var yfirleitt lok- að eftir hádegi. Það breyttist líka. Árið 1963 úrskurðaði sérstakur kjaradómur um kaup og kjör opinberra starfsmanna og síðar versl- unarmanna. Þar var m.a. kveðið á um frídaga og var niðurstaðan sú að 1. desember skyldi ekki teljast almennur frídagur. Skólar höfðu þó áfram sérstöðu. Þeir gáfu frí alveg til ársins 1995 þegar kennarar féllust á það með kjara- samningi við ríkið að kennsluskylda skyldi vera þennan dag. Frá því er aðeins sú undan- tekning að dagurinn sé valinn sem starfsdagur í skólum; þá fá nemendur frí en kennarar funda. Hátíðarhöldin 1. desember 2018 eru vegleg enda afmælið stórt. En hvað svo verður um fullveldisdaginn og dagskrá hans sker reynsl- an ein úr um. Morgunblaðið/ÞÖK Forystumenn háskólastúdenta arka með blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í Hólavallagarði 1. desember 2006. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bankahrunið var mörgum ofar í huga en fullveldisafmælið 1. desember 2008. Hér er framgöngu Seðlabankans mótmælt. Ljósmynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð minntust fullveldisins 1971 með skopstælingu á hersýningu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.