Morgunblaðið - 01.12.2018, Side 36

Morgunblaðið - 01.12.2018, Side 36
36 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Fullveldi Íslands Í sland varð frjálst og fullvalda ríki með gild- istöku sambandslaganna 1. desember 1918. Segja má að þetta hafi verið einn merkasti áfanginn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar sem hafði þá staðið í hartnær eina öld. Lengi framan af var 1. desember merktur með rauðu í dagatalið. Hann var viðurkenndur frídagur sem þjóðin var stolt af. Hins vegar hefur þróunin orðið sú að lítið fer fyrir þessum stórmerka degi sem virðist hafa fallið í skugg- ann af lýðveldishátíðinni 17. júní. Íslendingar börðust af krafti fyrir fullveldinu þrátt fyrir að gera sér grein fyrir því hve það var í raun brothætt, við höfðum hvorki sterka innviði á þessum tíma né fjölbreytta atvinnuhætti. Aldrei höfum við dregið af okkur sem þjóð að berjast fyrir því sem við teljum þess virði að berjast fyrir. 1. desember 1918 er dagurinn þar sem við rákum smiðshöggið á fullveldis- baráttu okkar sem þá hafði staðið í hartnær 70 ár. Sambandslagasamningurinn var um margt einstakur. Má þar sérstaklega nefna að í hon- um sást glögglega það sérstaka samband sem ríkti á milli þjóðanna tveggja er að honum stóðu þar sem önnur var á vissan hátt nýlenda hinnar. Samningurinn var einhliða uppsegjan- legur eftir 25 ár þannig að hann skyldi endur- skoða 1943. Þar kvað á um að Íslendingar og Danir skyldu taka ákvörðun um áframhald- andi samband þjóðanna tveggja. Við þekkjum öll framhaldið. Hinn 25. febrúar 1944 ályktaði Alþingi um að slíta formlega konungssambandinu við Danmörku og stofna lýðveldi. Þessi ályktun var í samræmi við sambandslögin frá 1918. Haldin var þjóðaratkvæðagreiðsla um álykt- unina dagana 20.-23. maí 1944. Af þeim sem greiddu atkvæði voru 99,5% samþykkir sam- bandsslitum við Dani og 98,3% stofnun lýð- veldisins. Íslenska þjóðin hafði talað og lagt sitt af mörkum til eigin sjálfstæðis og framtíð- arfrelsis. Staðan í dag Staða Íslands nú er gjörbreytt frá tíma sjálf- stæðisbaráttunnar. Við höfum undirgengist ýmsa milliríkjasamninga sem hafa miðað að því að efla stöðu okkar og styrk í samskiptum og samvinnu við aðrar þjóðir. Þrátt fyrir sjálf- stæði okkar og oft á tíðum þjóðarstolt þá þurf- um við á öflugu samstarfi við önnur ríki að halda til að viðhalda sterku, stöðugu hagkerfi. Svo má alltaf deila um það í ljósi sögunnar, hversu stöðugt það hagkerfi hefur verið. Í þessari stuttu grein verður ekki fjallað frekar um það heldur sný ég mér beint að samn- ingnum sem veitti okkur aðgang að innri markaði Evrópusambandsins (hér eftir ESB). EES-samningurinn Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (hér eftir EES) er viðamesti milliríkjasamn- ingur sem Íslendingar hafa nokkru sinni gert. Það vita allir sem vita vilja að samningurinn er burðarás íslenska hagkerfisins. Þegar hann tók við vorum við að koma út úr djúpri kreppu sem hafði staðið lengi eða allt frá 1988-1994. Á þessum tíma voru háværar raddir um að samningurinn bryti í bága við 2. grein stjórn- arskrárinnar. Niðurstaðan varð þó sú að sér- fræðingar töldu að svo væri ekki enda tryggði samningurinn okkur skilyrðislaus yfirráð eig- in auðlinda. Samningurinn tók gildi 1. janúar 1994, að undanskilinni 1. grein hans tæpu ári áður, þ.e. 13. janúar 1993. Á þeim tíma sem samningurinn var gerður byggðist hann á hinni svonefndu tveggja stoða lausn, þ.e. í stuttu máli hann byggðist ekki á þriggja stoða lausninni sem tilheyrir einungis þeim þjóðum sem eru fullgildir aðilar að ESB. Þriðji orkupakkinn Nú er mikill þrýstingur frá orkuþurfandi Evr- ópu að fá Íslendinga til að undirgangast hinn svokallaða þriðja orkupakka. Áður hafa stjórnvöld kvittað upp á orkupakka eitt og tvö með tilheyrandi kostnaði. Þá sérstaklega með hækkandi orkuverði til almennings. Sú furðu- lega staða virðist í burðarliðnum að hreinlega þvinga upp á okkur þriggja stoða lausninni eins og við séum aðildarríki Evrópusambands- ins sem við erum alls ekki. Við höfum engum skyldum að gegna gagnvart EES-samningn- um umfram þær sem við kvittuðum undir fyrir réttum 25 árum. Það liggur því ljóst fyrir að sá hræðsluáróður sem nú er rekinn af ESB- sinnum, sem vilja skilyrðislaust þvinga upp á okkur þriðja orkupakkanum á engan rétt á sér. Við erum ekki að brjóta EES-samninginn þótt við stöndum gegn því að afhenda orku- auðlindir okkar til Brussel. Við eigum ekki von á neinum refsingum eða hefndaraðgerðum þótt við höfnum þriðja orkupakkanum enda væri með því á engan hátt verið að brjóta gegn EES-samningnum. Strax við samþykki orkupakkans erum við búin að afsala okkur yfirráðum á raforkunni. Ákvörðun um það hvort hingað verði lagður sæstrengur og við tengd við evrópska raforku- netið verður tekin í Brussel en ekki hér. Lokaorð Að lögum er Ísland fullvalda ríki. Skuldbind- ingar okkar varðandi EES-samninginn hafa ekkert breyst frá því að hann var fullgiltur í ríkisstjórn 1993. Ísland er ekki aðili að orku- markaði ESB og þarf ekki að vera frekar en vill. Við erum sjálfbær um orku sem er gjör- ólíkt ástandinu víða í Evrópu. Fullveldi okkar er varið í 2. grein stjórn- arskrárinnar sem kveður á um þrískiptingu ríkisvalds. Eftir áratuga baráttu fyrir fullveldi íslensku þjóðarinnar er ég ekki tilbúin að af- sala því nú. Þriðji orkupakkinn kemur okkur ekki við og því til staðfestingar er nóg að líta á landakortið. INGA SÆLAND, FORMAÐUR FLOKKS FÓLKSINS Morgunblaðið/Árni Sæberg Hin fullvalda þjóð ’ Íslendingar börðust af krafti fyrir fullveldinu þrátt fyrir að gera sér grein fyrir því hve það var í raun brothætt, við höfðum hvorki sterka innviði á þessum tíma né fjölbreytta atvinnuhætti. Aldrei höfum við dregið af okkur sem þjóð að berjast fyrir því sem við teljum þess virði að berjast fyrir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.