Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.12.2018, Blaðsíða 43
áfram að njóta aðgangs að menntun og öðrum félagslegum gæðum danska velferðarkerfis- ins. Norðurlandasamvinnan veitti lands- mönnum einnig mikilvægt skjól eins og ferða- og atvinnufrelsi og aðgang að mennta og vel- ferðarkerfum ríkjanna fjögurra. Möguleikar Íslendinga til að mennta sig á Norðurlöndunum og straumar og stefnur sem fylgdu samskiptum milli landanna hafa líklega verið vanmetnir í gegnum tíðina. En án þeirra má efast um að tekist hefði að byggja upp öfl- ugt mennta- og heilbrigðiskerfi sem er sam- bærilegt við það sem best gerist í heiminum, það er á Norðurlöndunum. Þegar mest hefur þrengt að í efnahagsmál- um hafa landsmenn getað notið þeirra gæða sem opinn aðgangur að Norðurlöndum hefur boðið upp á eins og þegar síldin hvarf í lok 7. áratugarins og eftir hrunið 2008. Einnig má nefna að aðgangur íslenskra námsmanna að námi í Evrópu hefur skipt sköpun fyrir menntun landsmanna, einkum háskólamenntun, og með EES-samningunum hefur vísinda- og menningarsamstarf við Evr- ópuríki stóraukist. Þannig standa stærri og um leið fjölþættari vísinda- og menningarsam- félög Íslendingum opin og skapa grundvöll og um leið skjól fyrir öflugra samfélag hér á landi. Samfélagið er þannig líklegra en ella til að blómstra og skapa framtíð fyrir nýjar kyn- slóðir og styrkja fullveldi Íslands. Fullveldi smáríkja Íslendingar hafa allt frá upphafsárum full- veldis leitast við að styrkja efnahagslega, póli- tíska og menningarlega stöðu sína með því að leita skjóls hjá voldugum nágrannaríkjum og hjá alþjóðastofnunum þegar þær komu til sög- unnar. Þannig hefur fullveldi Íslands verið tryggt og styrkt með því að leita skjóls og al- mennt hafa stjórnvöld forðast að standa ein á báti án formlegra bandamanna í ólgusjó al- þjóðastjórnmála. Lítil ríki þurfa að sjálfsögðu að reyna að tak- marka þá ókosti sem náin samvinna og skjól getur falið í sér. Það geta þau gert með því gangast ekki undir íþyngjandi skuldbindingar og beita þar með fullveldinu bæði til þess að tryggja hagstætt skjól og koma í veg fyrir að skjólið verði þrúgandi. Morgunblaðið/Sverrir Davíð Oddsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra bera saman bækur sínar í atkvæðagreiðslu um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið árið 1993. Varðskip Dana við Íslandsstrendur, Islands Falk, var tekið í notkun 1906 og sinnti hér landhelgisgæslu formlega til 1921. Danir aðstoðuðu þó Íslendinga við gæsluna allt fram að upp- hafi síðari heimsstyrjaldar og Landhelgisgæslan nýtur enn í dag umtalsverðs skjóls af samvinnu við dönsk stjórnvöld. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Greinin er byggð á kafla í bók- inni Fullveldi Íslands í 99 ár: Safn ritgerða til heiðurs dr. Davíð Þór Björgvinssyni sextugum. LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 43 Fullveldi Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.