Morgunblaðið - 01.12.2018, Page 44

Morgunblaðið - 01.12.2018, Page 44
44 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2018 Fullveldi Íslands O kkur fer fækkandi, sem fædd- umst, þegar danskur kóngur var enn þjóðhöfðingi Íslands. Hvernig upplifðum við sjálf- stæðisbaráttuna? Ég get ekki talað fyrir aðra en mig en hér á eftir fara hugleiðingar eins í þeim hópi, sem fæddust á árinu 1938. Það var ekki bezta veður á Þingvöllum hinn 17. júní 1944, þegar sex ára drengur tók þátt í hátíðahöldunum við stofnun lýðveldis á Íslandi með fjölskyldu sinni og Sveinn Björnsson var kjörinn for- seti á Alþingi, í kosningu sem sýndi glögglega sund- urlyndi meðal ráðamanna um hver skyldi taka við því embætti. Þrennt situr eftir í minningunni: Veðrið, upp- lifun barns af tali fullorðna fólksins um að danski kóngurinn væri í fýlu út í okkur Íslendinga, sem gerði það að verkum, að mér var alltaf heldur illa við Kristján kon- ung X. Og umferðaröngþveitið á heimleið, sennilega vegna þess, að dr. Bjarni Jónsson, síðar yfirlæknir á Landakoti (sem var giftur föðursystur minni) fór út úr bílnum og tók til við að stjórna umferðinni. Þremur árum seinna var ég á annarri há- tíð, Reykholtshátíðinni 1947, og fann fyrir þjóðarstolti, þegar Ólafur krónprins Noregs, kom til Íslands með fríðu föruneyti og gaf hinni sjálfstæðu þjóð styttu af Snorra Sturlu- syni, sem norski myndhöggvarinn Gustav Vigeland hafði gert. Eitthvað hefur verið unnið að því á mínu æskuheimili að innræta mér þjóðerniskennd. Mér voru gefnar allar Íslendingasögur sem Íslendingasagnaútgáfan gaf út en fyrsta bók- in kom út 1946. Jólagjöfin árið 1947, þegar ég var níu ára var Virkið í norðri, fyrsta bindi, eftir Gunnar M. Magnúss, og næstu tvö bind- in, sem komu í kjölfarið, sennilega til þess að upplýsa mig um flókna stöðu smáþjóðar vegna legu landsins en þetta ritverk fjallar um Ísland í stríðinu. Sú tilfinning er sterk frá þeim árum að kennsla í sögu lands og þjóðar í barnaskóla hafi stuðlað að tvennu: skapað með okkur heilbrigða þjóðerniskennd og jafnvel eins konar andúð á Dönum, sem við kölluðum „bauna“. Næstu árin færðist sjálfstæðisbaráttan yfir á Melavöllinn. Í huga okkar strákanna í Vesturbænum, urðu Gunnar Huseby, Clau- sensbræður, Finnbjörn Þorvaldsson, Torfi Bryngeirsson og fleiri frjálsíþróttamenn þeirra tíma eins konar táknmynd sjálf- stæðrar þjóðar, vegna frábærrar frammi- stöðu á íþróttamótum í öðrum löndum. Við vorum stoltir af frammistöðu þeirra og þjóð okkar. Svo tóku nýir sigrar við. Friðrik Ólafsson varð stóra nafnið í samfélagi þeirra tíma, ungur að árum, vegna frábærs árangurs á skákmótum í öðrum löndum. Hann varð enn ein táknmynd þess í okkar huga, að við sem sjálfstæð þjóð værum menn með mönnum. Og ekki var verra að komast í nálægð við goðsögnina. Við, æskuvinir Ragnars Arnalds, (síðar formanns Alþýðubandalagsins), fórum oft heim með honum eftir skóla. Þar voru stundum eldri bróðir hans Jón Laxdal Arn- alds (faðir Eyþórs Arnalds) og vinir hans, þar á meðal Friðrik Ólafsson. Við litlu strákarnir hvísluðust á um það að maðurinn í stofunni á Sundlaugavegi 26, mundi kannski verða heimsmeistari í skák. Kennari okkar í Íslandssögu í þriðja bekk í Menntaskólanum í Reykjavík var Þórhallur Vilmundarson (Jónssonar landlæknis). Í ljósi framangreinds „undirbúnings“ var ég mjög opinn fyrir innblásinni kennslu hans á sögu lands og þjóðar, þótt við værum þá þegar á öndverðum meið um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamninginn við Bandaríkin. Sá innblástur skilaði sér í verki sumarið eft- ir þriðja bekk í MR. Ég hafði verið í sveit í fimm sumur hjá góðu og merku fólki á Hæl í Flókadal í Borgarfirði og vildi kynnast bú- skaparháttum í öðrum löndum. Sumarið 1955 gerðist ég landbúnaðarverkamaður í Dan- mörku. Þegar ég mætti til vinnu á fyrsta degi kl. sex að morgni á kornökrum á Langagerga- ard á Sjálandi (skammt frá Ballerup og Maalöv) setti ég fram harðar kröfur um „Handritin heim“ við þrjá verkamenn, sem þar unnu með mér. Einn þeirra var frá Jót- landi og talaði óskiljanlega dönsku. Þeir vissu ekki hvað ég var að tala um en mér fannst ég hafa lagt mitt af mörkum í baráttunni um handritin heim. Næsti tindur í sjálfstæðisbaráttunni var í hátíðasal Háskóla Íslands hinn 1. júní 1961. Ólafur V. Noregskonungur var í opinberri heimsókn. Það var stórkostleg upplifun, nærð af þjóðarstolti og þjóðerniskennd, að hlýða á Davíð Stefánsson, skáld frá Fagraskógi, flytja konungi Noregs kvæði. Þegar þetta glæsilega skáld með djúpri hljómfagurri röddu hóf flutning kvæðisins og sagði: Kom heill um höf, herra konungur. fannst okkur ungum háskólanemum „allt sem áður var í samskiptum þjóðanna fyrir þúsund árum (fá) hlutdeild í þessari hátíðlegu stund og sá tími sem hefur liðið frá því Óttarr svarti flutti Ólafi helga höfuðlausn sína, hvarf eins og dögg fyrir sólu, varð eitt andartak“, eins og Morgunblaðið sagði réttilega daginn eftir. Sjálfstæðisbaráttunni lauk ekki 17. júní 1944 á Þingvöllum. Sjálfstæðisbaráttu smá- þjóðar lýkur aldrei eins og átökin um aðild að Evrópusambandinu sýna. En mikilvægum áfanga lauk kl. 23.59, þegar síðasti brezki togarinn sigldi frá Íslandsmiðum hinn 1. des- ember 1976. Undir miðnætti það kvöld stóð ég í prent- smiðju Morgunblaðsins í Aðalstræti og skoð- aði forsíðu næsta dags í blýi. Fyrirsögnin var fimm dálka yfir þvera forsíðu: Brezku togar- arnir yfirgáfu landhelgina í nótt. Mig langaði til að bæta við undirfyrirsögn: Og koma ALDREI aftur. En stóðst þá freistingu. Það má ekki lýsa skoðunum í fyrirsögn á fréttum. Með brottför togaranna var 200 mílna fisk- veiðilögsaga Íslands tryggð. Þar höfðu komið við sögu í lokabaráttunni vinir mínir og sam- starfsmenn í Sjálfstæðisflokknum, Eyjólfur Konráð Jónsson, Geir Hallgrímsson og Matthías Bjarnason. Rúmum 30 árum seinna, sumarið 2009, samþykkti Alþingi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þá hófst ný barátta um sjálfstæði Íslands. Sú tilraun var brotin á bak aftur en þáverandi ríkisstjórn, Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks, gerði þau alvar- legu mistök að draga umsóknina ekki til baka með formlegum hætti. Nú stendur yfir nýr kafli í þessari sögu og kaflaheitið er Orkupakki 3. Sjálfstæðisbaráttu smáþjóðar lýkur aldrei. Morgunblaðið/Jón Sen Sjálfstæðisbaráttu smáþjóðar lýkur aldrei Lýðveldisstofnunin á Þingvöllum 17. júní 1944 var vel sótt, þrátt fyrir rigninguna. STYRMIR GUNNARSSON, FYRRVERANDI RITSTJÓRI MORGUNBLAÐSINS Styrmir Gunnarsson F ullveldi – líkt og felst í orðsins hljóð- an – hverfist um það vald sem þjóð tekur sér til fulls ákvörðunarréttar um sín eigin málefni, hag og fram- tíðarsýn . Orðið er því nátengt hug- myndum okkar um sjálfstæði, lögsögu, land- fræðileg og menningarleg mæri. Ólíkt því sem ætla mætti eru hugmyndir okkar um fullveldishugtakið þó langt frá því að vera meitlaðar í stein. Þvert á móti fljóta þær í farvegi sem markast af óstöðugum breytum tíðaranda, túlkunarmöguleika og margvíslegra hugmynda um afstöðu lýðveld- isins Íslands til annarra þjóða sem og ólíkra málaflokka. Hver sá sem reynir að skilgreina fullveldið gerir það út frá tilteknu sjónar- horni, tíma og markmiði. Á sviði menningar eru fjölmörg dæmi um áhugaverða nálgun á fullveldishugtakinu; á hugmyndum okkar um hvað í fullveldinu felst. Það veigamesta er tungumálið. Íslensk tunga varðveitir þann kjarna sjálfsímyndar okkar – sem þjóðar jafnt sem einstaklinga – þar sem tjáningin, sjálf formgerð hugsananna, á sér stað. Sem slíkt er tungumálið því órofa þáttur í öllum okkar athöfnum og svo nátengt hugsuninni að fæstir geta greint hvort kemur fyrst; hugsun eða orð. Þar sem tungumálið hefur mótast á tíma sem er svo miklum mun víðari en lífsferli ein- staklinga er einnig í því fólgin tenging okkar við arf kynslóðanna, söguna, umhverfi og at- læti árhundraða. Ef tengslin við tunguna rofna rofnar einnig skilningur okkar á þeim jarðvegi sem við sprettum úr á hverjum tíma fyrir sig. Það sama á við um listir okkar og menningararf. Gildir þá einu til hvaða list- greinar er litið. Ef við hlúum ekki að og fjár- festum í þeirri listrænu tjáningu sem sprettur úr okkar eigin menningu munum við glata þeirri menningarlegu fótfestu sem aldirnar hafa hlaðið undir samtímann. Fullburða og framsækið fullveldi hlýtur að fela í sér þekkingu á því hver við erum og hvaðan við komum inn í samtímann. Slík þekking er því undirstaða allrar kröfugerðar eða viðmiða fyrir hönd okkar sjálfra sem og aðkomu okkar að sameiginlegum yfirþjóð- legum markmiðum. Í því sambandi er mikilvægt að halda þeirri staðreynd til haga að þótt hnattvæðing um- turni stöðugt og brjóti niður ýmis hug- myndafræðileg kerfi sem verið hafa við lýði um langan aldur, þá er hnattvæðing einnig upphaf nýrrar þróunar, nýrra kerfa og við- miða sem hvert fullvalda ríki hlýtur að vilja taka þátt í að móta. Einmitt út frá sérstöðu sinni hvort heldur hún mótast af menningu, hnattstöðu, atvinnulífi eða öðrum innviðum. Listirnar auka skilning á innra sem ytra eðli samfélagsins í stóru sem smáu og marka ásamt tungumálinu bæði sérstöðu okkar og samhengi við hina stærri heimsmynd. Á hundrað ára afmæli fullveldisins er því ekki síst mikilvægt að líta inn á við til að auka slag- kraftinn út á við. Þróun opins og umburðar- lynds þjóðfélags með sterka tengingu við þá þætti sem vörðuðu leiðina til samtímans – sjálfa menninguna – er án efa farsælasta leið- in til að takast á við þá ábyrgð sem fullveldinu fylgir í glímunni við ögranir framtíðar. Kjarninn varðveittur í tungumálinu FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR, REKTOR LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS Fríða Björk Ingvarsdóttir Hvaða þýðingu hefur fullveldið haft fyrir Íslendinga? Hvaða þýðingu mun það hafa í framtíðinni? Morgunblaðið leitaði til nokkurra valinkunnra einstaklinga eftir svörum við þessum spurningum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.