Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Page 8
VETTVANGUR
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2018
595 1000
Bir
tm
eð
MIKIÐÚRVALSÓLARÁFANGASTAÐA
SUMARIÐ2019
Verð m.v. 9. júní á Almería í 7 nætur á Estrella de Mar
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
ra
Frá kr.
86.495
Frá kr.
76.995
Spánn - Tyrkland - Grikkland - Ítalía -
Króatía - Slóvenía
Útsölustaðir: Flest apótek, heilsuhillur stórmarkaða.
ENZYMEDICA býður
gleðilegt ár!
DIGEST öflugustu meltingarensmín
á markaðnum, henta öllum
aldurshópum
ACID SOOTHE náttúruleg
lausn gegn brjóstsviða og
nábít sem virkar nánast
samstundis
Fæst nú á
25% afsl
ætti
á flestum
sölustöðu
m
GLEÐILEGT ÁR
Eggert
Það er merkilegur siður að strengja áramóta-heit. Við upphaf nýs árs fær fólk einhverjaundarlega þörf til að breyta lífi sínu og koma
skikk á hluti. Bara af því að ártalið breytist.
Sjálfur er ég ekki saklaus af þessu. Ég hef heitið
því að hætta öllu mögulegu og byrja á ýmsu betra.
Það hefur sjaldnast gengið vel.
Áramótaheit eru eins og ofsafenginn megrunar-
kúr. Skyndilega á allt að breytast til hins betra og
það á einmitt að gerast á þeim degi sem er verst til
þess fallinn: Nýársdegi. Látum liggja á milli hluta að
stór hluti þjóðarinnar vaknar með margvíslega
timburmenn eftir áramótafögnuð, uppþembdur af
hátíðarmat og með óþægindi í lungum eftir rakettur,
sem hafa mögulega kostað miklu meira en til stóð og
týndust svo bara á himninum með öðrum rakettum,
sem voru aðeins stærri og dýrari. Sem að sjálfsögðu
bætir við smá minnimáttarkennd.
Við vöknum semsagt, á fyrsta degi nýs árs.
Myrkrið er nánast í hámarki, það er langt í næsta frí
og hátíðirnar með gjöfum og góðum mat eru að baki.
Það er eiginlega allt sem segir að þetta sé alls ekki
tíminn til að ákveða meiriháttar breytingar á lífinu.
Það eru sennilega álíka miklar líkur á að áramóta-
heit gangi almennilega eftir og að hljómsveit lag-
lausra manna sem stofnuð er á fylleríi slái í gegn.
Sumir fara þetta á hnefanum, enda kannski ekki
búið að leggja neinn grunn að því að hætta að reykja
eða drekka, borða vitlaust eða byrja í ræktinni. Það
er bara búið að fresta því aftur og aftur þartil kemur
að þessum degi, 1. janúar. Einsog hann sé svarið við
öllum vandamálum okkar og þá muni, á einhvern
ótrúlegan hátt, allt verða betra og auðveldara.
Sumir falla strax í janúar. Hella sér aftur í
brauðið, fara að tala um að þeir hafi mætt í ræktina
einn dag í röð og fá sér kannski bara einn og einn
vindil þegar þeir fá sér í glas. Sem gerist æ oftar.
Febrúar verður þá jafnvel mánuður afneitunar og
svo kemur að því í byrjun mars að menn horfast í
augu við að þeir líta ekki út eins og Aquaman eða
Rúrik Gíslason og eru farnir að reykja pakka á dag,
sléttmildir og jafnbúttaðir og í desember. Og eru
klárlega ekki besta útgáfan af neinum.
Þá upplifa margir þá stund að játa fyrir sjálfum
sér að þetta sé tómt klúður, sætta sig við það og
segja: „Ég geri þetta bara um næstu áramót,“ sem
er ekkert líklegra til að skila árangri. Þessi áramóta-
heit snúast nefnilega svo auðveldlega upp í áramóta-
hate.
Nú geri ég gjarnan grín að sjálfshjálparbókum
sem ætla að leysa öll heimsins vandamál fyrir mann,
þannig að mér finnst pínu óþægilegt að setja sjálfan
mig í þá stöðu að ætla að fara að gefa fólki ráð um
hvernig það eigi að haga lífi sínu. En ef ég hef lært
eitthvað í þessum fræðum, þá er það sennilega þetta:
Lífið er ekki átak. Það er löng leið sem við förum.
Við breytum okkur ekki með því að skipta um gír á
fyrsta degi ársins. Við breytum okkur með því að
haga okkur að jafnaði öðruvísi og reyna að vera
betra fólk. Og ef við viljum breyta okkur þá verðum
við fyrst að vilja það. Ef við svo breytum til er ekki
gott að nota rífaafplásturinn-aðferðina. Hún virkar
eiginlega bara við að rífa af plástur.
Reyndu frekar að bæta þig hægt og rólega. Byrja
kannski að skokka, draga úr namminu, minnka reyk-
ingar. Búðu þig undir að hætta hlutum eða gera stór-
ar breytingar. (Líkurnar eru nokkurn veginn 1/365
að nýársdagur sé akkúrat dagurinn sem það gerist.)
Sjálfur ætla ég á næsta ári að vera meira með
börnunum mínum, rækta vini mína betur og taka til í
þessum bölvaða bílskúr. Einn ganginn enn. Það ger-
ist bara þegar það gerist.
Gleðilegt nýtt ár.
Áramótahate
’Febrúar verður þá jafnvel mánuður afneitunar og svo kemur að því í byrj-un mars að menn horfast í augu við að þeir líta ekki út eins og Aquamaneða Rúrik Gíslason og eru farnir að reykja pakka á dag, sléttmildir og jafn-búttaðir og í desember. Og eru klárlega ekki besta útgáfan af neinum.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is