Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2018
STJÖRNUSPÁ 2019
Hrúturinn hefur síðustu árin gengið í gegnum mikla endurnýjun, þroskast og styrkst. Sjálfstraust
hans er meira en mörg ár á undan og hann hefur sjaldan treyst innsæi sínu betur, hann veit fyrir
hvað hann stendur.
Hrúturinn er þar af leiðandi til í tilraunir á nýju ári og líklegt að það tengist hugmyndum sem
hann hefur lengi gengið með í maganum og kemur í framkvæmd. Af því gæti orðið fjárhagslegur
ávinningur og talsverður ef hrúturinn heldur einbeitingunni vel. Allar tilraunir fela í sér einhverja
áhættu og það er ekki gefið að allt gangi eftir, en með þeirri einbeitingu sem hrúturinn hefur nú er
það meira en líklegt.
Hrúturinn hefur raunar gefið sér lítinn tíma til að spá í fjármál sín undanfarið en nú er góður tími
til að fara skipulega yfir þau og hrúturinn eygir þar ný tækifæri. Hann er vel gíraður inn á að koma
öllu bókhaldi í réttar skorður og hann veit vel að frumleg hugsun hans getur skapað honum pening.
Fjölskyldulífið verður ekki með kyrrum kjörum og breytingar væntanlegar, líklegt er að þær
verði á einn eða annan hátt dramatískar og fyrri partur
júlí er tíminn sem hrúturinn uppgötvar hulinn sannleik,
sá sannleikur gæti tengst einhverjum fjölskyldumeðlim
eða verið algjörlega af veraldlegu tagi svo sem galli í
húsnæði.
Hrúturinn þarf að gera ráð fyrir að þurfa að vera tals-
vert meira til staðar fyrir foreldra sína sem munu eiga í
erfiðleikum, jafnvel með hjónaband sitt, en hann nýtur
þess að vera úrræðagóður og sjá lausnir á flóknum
málum.
Þetta er ár sem allt gengur hrútnum í hag í hvers kyns úrskurðum, hann vinnur málaferli ef hann
stendur í slíku og hlutirnir fara óvenjuoft á þann hátt sem hann óskar á veraldlegum sviðum og
árinu eyðir hann meira erlendis en mörg ár á undan.
Hrúturinn mun eiga sterkara ár í starfi, námi og alls kyns verkefnum en er ekki eins sterkur í
ástamálum. Framan af árinu eiga einhleypir hrútar eftir að upplifa styttri ævintýri, sem skortir
ekki, en ekkert þeirra er alvöruþrungið. Hrúturinn gæti staðið sig að því að verða mörgum sinnum
ástfanginn á árinu, hrifnæmi hans endist hins vegar ekki nema nokkrar vikur, jafnvel daga í senn,
og það er enginn grundvöllur fyrir hrútinn að hitta á einhvern alvörupunkt fyrr en eftir 3. desember
og jú, þar er einhver á sveimi fyrir jól.
Hrútar í góðum samböndum eru rólyndislega sáttir, það skortir kannski púður og glæringar en
ekki þannig að hann sé eitthvað að velta sér upp úr því, það er minni uppreisnarseggur í honum en
oft áður og það bætir líka fjölskyldulífið, hann býr yfir ríkari innri ró.
21. MARS – 20. APRÍL
Hrúturinn
’Fjölskyldulífið verðurekki með kyrrum kjör-um og breytingar væntan-legar, líklegt er að þær
verði á einn eða annan
hátt dramatískar.
Árið 2019 hjá tvíburanum verður mjög áhugavert, rómantískt og líflegt og andleg íhuganarefni
eiga hug og hjarta hans. Þótt tvíburinn sé stundum álitinn samkvæmisljón sem sé sennilega lít-
ið heima hjá sér er það ekki einfaldur sannleikur. Þótt tvíburanum sé gefið að eiga í skemmti-
legum og opnum samskiptum, hrókur alls fagnaðar í hverjum þeim gleðskap sem hann sækir,
nýtur stórfjölskyldan þess að eiga hann sem hauk í horni í hverju sem er. Það er þó minna um
ræktarsemi í ár, einfaldlega vegna þess að tvíburinn verður svo upptekinn, það er allt vitlaust í
félagslífinu og fjörug ringulreið í ástarmálum. Fjölskyldan er líka sjálf stöðugri, eigi hann upp-
komin börn mun þeim farnast sérstaklega vel.
Starf og velgengni skipta tvíburann miklu máli en ekki síður að starf hans hafi tilgang. Hann
er sérstaklega íhugull yfir því hvað hann er að leggja til heimsins, til að gera hann betri, og ef
tvíburanum finnst hann ekki vera að leggja þar
nægilega mikið til er þetta árið til að ganga til liðs
við hjálparsamtök eða góðgerðarfélag og láta þau
málefni njóta kraftanna. Tvíburinn mun fá mikið út
úr því.
Ef það verða vandamál í fjármálunum er það alls
ekki vegna skorts á fé heldur er flæðið frekar of
mikið inn. Þetta er vissulega lúxusvandamál en hér
er tækifæri til að safna og spara en eyða ekki bara
þess mun meira í vitleysu samhliða meiri innkomu auk þess sem maki tvíburans gæti lent í
óvæntum fjárhagslegum uppákomum og þurft að draga seglin saman.
Það sem litar árið hvað mest er ást, vinátta og félagslífið og það á við um árið í heild. Talandi
um flæði fjár er raunar ekki ósennilegt að tvíburi sem hefur átt í ástarsambandi um skeið inn-
sigli ástina og gangi í það heilaga með pomp og prakt. Tvíburinn er raunar líklegur til að kynn-
ast einhverjum á árinu og binda alvöruhnút um það mjög fljótt, 2019 er árið sem lífsföru-
nauturinn verður á veginum. Fráskildum tilkynnist það einnig hér með að þetta er tíminn til að
prófa alvöruna í annað sinn. En þetta getur líka þýtt að tvíburinn innsigli viðskiptasamband,
stofni spennandi fyrirtæki með manneskju sem hann þekkir vel eða hefji einhvers konar
rekstur.
Ástarævintýri eiga sér stað í umhverfi æðri menntunar eða lista, háskóla, menntastofnunum,
félagslífi tengdu listum eða öðrum slíkum stöðum þar sem tvíburinn sekkur í djúpar samræður
sem kveikja neista. Þetta er manneskja sem tvíburinn mun hrífast af fyrir gáfur og dýpt. Út-
lönd koma þar inn á einn eða annan hátt. Þetta gæti verið einhver sem starfar að stórum hluta
erlendis eða er útlendingur í heimsókn hérlendis vegna viðburðar eða starfs.
21. MAÍ – 20. JÚNÍ
Tvíburinn
’2019 er árið sem lífs-förunauturinn verður áveginum. Fráskildum til-kynnist það einnig hér með
að þetta er tíminn til að
prófa alvöruna í annað sinn.
Þótt árið hefjist með áskorunum og það ekki endilega auðveldum eru góðu tíðindin þau að það mun
létta til strax í mars. Þá er ekkert þeirra verkefna sem krabbinn fær í hendurnar erfiðara en hann
þolir þótt þau reyni á.
Miklu skiptir að krabbinn vanræki ekki heilsu sína í ár, undir álagi er hann viðkvæmari og hann á
ekki að hunsa þau skilaboð sem líkaminn sendir honum. Krabbinn ætti í raun að nálgast heilsu sína
eins og fyrirtæki sem hann þarf að halda gangandi og passa sérstaklega að hann hlaði batteríin með
góðum nætursvefni og hann þarf að huga að mataræðinu, gera það fjölbreyttara, litríkara og gera
það að svolitlum fræðum að lesa um næringargildi, góðar trefjar og hollustu.
Krabbinn er fjölskylduvera, heimakær og ástríkur við sitt fólk en sjaldan hefur honum liðið eins
og fólkið hans skipti hann meira máli en í ár. Þetta verður gott ár fyrir stórfjölskyldulífið og ef það
koma upp vandamál er það einfaldlega vegna þess að krabb-
inn hefur ekki veitt einhverju nægilega athygli, einhverjum
merkjum hjá kannski barni eða nánum fjölskyldumeðlim.
Hann ætti að vera örlítið vakandi yfir því sem er kannski
ekki augljóst á yfirborðinu. Uppkomin börn munu eiga sér-
staklega gott ár, fjárfesta til dæmis í húsnæði, skara fram úr
í námi eða fá afbragðs atvinnutilboð.
Árið gæti orðið flókið í ástamálunum og þetta er framhalds-
saga frá þessu ári sem er að líða. Eðli krabbans er þannig að
hann vill allt frekar en skilnað. Hittir þú fráskilinn krabba er
líklegt að ástandið hafi verið orðið verulega slæmt. Það er
komið að þrekraun fyrir marga krabba og líklegt er að það
séu einhvers konar utanaðkomandi áhrif sem hafa áhrif á samband hans. Góðu fréttirnar eru að þrek-
raunir munu færa krabba nær maka sínum en skilyrðið þar er að sambandið búi yfir styrkleikum því
gallasambönd verða afhjúpuð og lýtin enn augljósari enn nokkru sinni fyrr. Það er ekki loku fyrir það
skotið að krabbinn geti unnið í því sem þarf að laga því einbeiting hans er sterk og geri hann það, þá
eru góð ár fram undan eftir slíka hreinsun, ástin verður hreinni og skín skærar.
Þessari vinnu verður lokið í desember og þá munu einhleypir krabbar líka verða bálskotnir eins
og unglingar en framan af árinu er lítið spennandi að gerast á þeim vígstöðvum, það er til lítils að
eyða of miklum tíma í fólk sem krabbinn er ekki nógu spenntur fyrir. Í lok árs verður á vegi krabb-
ans manneskja sem starfar innan viðskiptalífsins eða á öðrum stað þar sem peningar eru fyrirferð-
armiklir. Ekki er ólíklegt að hún sé nokkru eldri en krabbinn og það er á opinberum stað, í veislu
gegnum sameiginlega vini, sem þau kynni verða. Forvitnilegt fólk almennt mun dúkka upp í lífi
krabbans og hann eignast nýja vini sem gera líf hans skemmtilegra og fjörlegra.
21. JÚNÍ – 20. JÚLÍ
Krabbinn
’Í lok árs verður á vegikrabbans manneskjasem starfar innan við-skiptalífsins eða á öðrum
stað þar sem peningar eru
fyrirferðarmiklir. Ekki er
ólíklegt að hún sé nokkru
eldri en krabbinn.
Er nautið hrifið af því að einhver birtist óboðinn í haga hans og breyti þar með dagskipulaginu?
Ekkert sérstaklega. Það vill bara njóta þess að líða vel í náttúrunni og allt sé í föstum skorðum.
Þetta kann því að hljóma illa í eyrum nauta en árið 2019 er ár breytinga. Raunar er nautið að fara
að taka sín fyrstu skref í komandi sjö árum af alls kyns breytingum þar sem Úranus siglir inn í
stjörnumerkið 7. mars og verður þar í sjö ár! Allra sterkast munu naut fædd í byrjun stjörnu-
merkisins finna fyrir þessu, sú reið þarf þó ekki að vera leiðinleg eða slæm en áhrifin frá Úranusi
mildast eftir sem aftar er komið í stjörnumerkinu. Þessar breytingar snúa ekki síst að innra lífi
nautsins, áhrifum Úranusar er stundum líkt við vímu, eins og nautið hafi tekið pillu sem breytir
því í uppreisnarsegg og frelsisþráandi hippa. Strax í byrjun árs mun nautið finna að það er
eirðarlaust og þráir meira frelsi.
Nautið þarf að huga vel að heilsunni í ár og þá sérstaklega stoðkerfinu, séu einhver áramóta-
heit í hausnum ættu það að vera góðir göngutúrar og góðir skór.
Þótt nautinu sjálfu líði eins og það þurfi engan veginn
að stokka upp í lífinu verður líf þess hrist eins og kröft-
ugur kokkteill og þrisvar á árinu verða eins konar há-
punktar í þessu ölduróti, með fyrstu innkomunni
snemma á árinu eða seinnipartinn í janúar. Kannski er
það ekki aðeins ekki nautið sjálft sem þarf að festa
sætisbeltin vel á sig, það gæti þurft að aðstoða náinn
fjölskyldumeðlim við að gera það líka.
2019 mun yfir það heila vera mjög gott ár fyrir starf
og námi en alveg sérstaklega í lok árs þegar Júpíter
færist inn í merkið og hefst þar sérstaklega góður kafli
fyrir nautið sem mun njóta upphefðar og blómstra í vinnu. Þótt slíku fylgi oft peningar um leið á
það ekki endilega við núna, en sá ávöxtur kemur seinna. Nautið ætti að vanda sig í fjármálunum,
peningana tínir það ekki af trjám í ár þótt það ætti ekki að vera sérstakt vandamál en það þarf að
huga sérstaklega að skattaskýrslunni og öllu utanumhaldi.
Nautið er búið að eiga sælleg ár, njóta ástar og öryggis og nautum í föstum samböndum finnst
litlu þurfa að breyta og engu þurfa að vinna í en það er spurning hvort makinn sé sammála. Það
sem er að gerast innra með nautinu getur haft áhrif á föst sambönd og það getur reynt verulega á
þau. Makar nauta ættu að hafa í huga að gefa því smá svigrúm.
Einhleyp naut gætu hrapað að þeirri ályktun að það hafi hitt einhvern til að bindast en það er
tvennt sem mælir gegn því. Annars vegar eru þeir sem á vegi nautsins verða alls ekki á buxum
skuldbindingar og þá er mjög líklegt að nautinu finnist það fljótt aðþrengt.
21. APRÍL – 20. MAÍ
Nautið
’ Þótt nautinu sjálfu líðieins og það þurfi enganveginn að stokka upp í líf-inu verður líf þess hrist
eins og kröftugur kokkteill
og þrisvar á árinu verða
eins konar hápunktar.