Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Blaðsíða 12
Vogin er á útopnu árið 2019 og hún verður skyldum hlaðin gagnvart fjölskyldu sinni. Það slaknar smám saman á þessu annríki og vogin verður ánægð með ársverkið og þá þróun sem hefur orðið á lífinu í lok árs. Enda er líka alls kyns til að gleðjast yfir og sérstaklega verður hjónabandið hamingjusamt þar sem vogir sem eiga löng sambönd að baki hafa sjaldan verið hamingjusamari. Það er ljóst að það verða áskoranir í ár innan fjölskyldunnar sem er ekki hægt að forðast. Það verður einhver utanaðkomandi truflun, dramatísk sprenging sem gæti tengst foreldrum, syst- kinum eða tengdafjölskyldu, um tíma má segja að það ríki ringulreið. Hugaðu vel að andlegri líð- an þinni og þinna nánustu, kannski er einhver vanlíðan sem sést ekki á yfirborðinu og fjöl- skyldumeðlimir gætu sýnt á sér hliðar sem þú áttir ekki von á. Þetta gæti líka tengst einhverjum verald- legum efnum, miklum útgjöldum vegna viðgerða á heimilinu en hvað sem það verður, er þetta hálfgert neyðarástand. Vogin er svo heppin að vera vel í stakk búin, hún hefur krafta, útsjónarsemi og fjármagn ef þarf til að leysa úr þessu en vissulega tekur það orku. Raunar bjóðast voginni eða hennar allra nánustu mjög spennandi aukaverkefni sem munu gefa vel af sér og vogin nýtur þess að ferðast. Fjárhagslega hefur vogin átt mjög gott ár, hún hefur náð markmiðum sem hún setti sér í bókhaldinu en ætti að passa sig að halda áfram á réttri braut því einhver henni ná- inn gæti þurft tímabundna aðstoð með sitt. Samanborið við lífið eins og það var fyrir sjö árum finnst voginni hún á betri og skemmtilegri stað félagslega, henni finnst það fólk sem hún á í samskiptum gefa henni mikið og hamingjan auðsóttari. Það er líka einhver óvænt rómantík í loftinu sem á líka við um langtímasambönd, hún er eins og ástfanginn unglingur þótt sambandið hafi varað í tugi ára þess vegna. Sama á ekki alveg við um einhleypar vogir, það er ólíklegt að þær bindi sig í samband á árinu en það truflar þær ekkert sérstaklega því þær munu kynnast spennandi fólki og ættu að spara kraftana fyrir árið 2020 séu þær spenntar fyrir að fara í samband. Það vekur sérstaka athygli hvað hjónabönd eru góð í ár hjá voginni en ekki aðeins á róman- tískum nótum heldur munið þið vinna saman að ýmsum verkefnum og jafnvel fara út í ein- hverjar tilraunir með verkefni sem skila ykkur fjárhagslegum ávinningi. Með það bak við eyrað skal vogin muna að svo sterk í gruninn, með sálufélagann sér við hlið, getur hún hvað sem er. 23. SEPTEMBER – 22. OKTÓBER Vogin ’Það er líka einhveróvænt rómantík í loft-inu sem á líka við um lang-tímasambönd, hún er eins og ástfanginn unglingur þótt sambandið hafi varað í tugi ára þess vegna. STJÖRNUSPÁ 2019 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2018 Það er líkt og áskoranir ársins séu aðeins til að minna meyjuna á að lífið er ýmislegt fleira en dans á rósum, svo smurð hamingjuvél verður þetta ár. Hamingjuna finnur meyjan í skemmtilegum uppákomum, góðum samskiptum og í eigin krafti og sköpun, sem blómstrar. Fyrir það fyrsta mun meyjan finna talsverðan heilsufarslegan mun, til hins betra en því sem var 2016 og 2017 og sérstaklega seinni part ársins. Meyjur sem hafa ekki kennt sér nein meins finna mikla aukalega orku sem hefur bein áhrif á hve atorkusamar þær verða. Börn og samskipti við þau eru miðja ársins, líklegt er að börn bætist við í fjölskyldunni og það nokkur og þá munu nýir fjölskyldumeðlimir bætist við á aðra vegu, það gætu jafnvel verið vinir sem verða það nánir meyjunni og veita henni þannig nærveru og stuðning að það er eins konar viðbót við fjölskylduna. Það færir henni hamingju og gleði og meyjan vill um leið stækka við sig. Það þarf ekki að vera stærra hús heldur einhvers konar viðbótar- heimili svo sem sumarbústaður. Samskipti við eigin börn geta reynt á og verið áskor- un, þau gætu þurft aukalega aðstoð en árið er einkar gott til að vinna í andlegum málum, ef meyjan eða henn- ar nánustu eru í sálfræðimeðferð eða annars konar vinnslu með tilfinningar sínar verður góður árangur af slíkri meðferð og margfalt sterkari meyja eða sterkari fjölskylda er til staðar í lok ársins og meyjan verður betra foreldri. 2019 verður ekki ár róttækra breytinga hjá meyjunni og ekki í starfi. Fjölskyldan, vinir og hennar eigin hugðarefni ganga fyrir og það koma tímar sem meyjan finnur sterka þörf til að rækta hæfileika sína og áhugamál sem hún hefur minna sinnt síðustu ár. Meyjan er á djúpri andlegri vegferð og eigi hún langt samband að baki er makinn nokkuð sam- ferða í því. Reynt getur á sambönd sem eru styttra á leið komin, það er ekki víst að foreldrum eða systkinum líki við viðkomandi eða finnist hann eiga heima innan fjölskyldunnar, sé hreinlega á allt öðrum stað. Það eru ríkar kröfur frá fjölskyldu einhleypra meyja að sá sem hún er að hitta sé andlega samboðinn henni og sennilega hefur fjölskyldan rétt fyrir sér því þótt meyjan hitti ein- hverja sem henni fellur vel við og laðast að er ólíklegt að hún hitti fyrir manneskjuna sem er sú sem gerir hana alvarlega hamingjusama fyrr en undir lok árs 2019. Þá hittir hún ljóðræna mann- gerð, sérdeilis áhugaverða og skemmtilega sem hún fellur fyrir, þetta gæti verið skáld, dansari, einhver tengdur myndlist eða öðrum listum. 22. ÁGÚST – 22. SEPTEMBER Meyjan ’Meyjan er á djúpriandlegri vegferð ogeigi hún langt samband aðbaki er makinn nokkuð samferða í því. Reynt get- ur á sambönd sem eru styttra á leið komin. Það eru engar ýkjur að ljónið sé í meiriháttar endurskipulagningarham. Það er líklegt til að gera róttækar breytingar á fataskápnum sínum í heild sinni og leggja áherslu á aðrar hliðar ímyndar sinnar og persónuleika. Ljónið langar hreinlega að skilgreina sig upp á nýtt, nokkrum sinnum á árinu. Eitt af því sem gengur í gegnum endurnýjunarferli er starf ljónsins. Ef það hreinlega breytir ekki alveg um starfsvettvang færir það sig til innan starfsstaðar síns, tekst á við glæný verkefni, aukna ábyrgð og ljón í námi gætu viljað breyta stefnu sinni þar. Ljónið er líklegt til að finna ein- hvers konar leiða í vinnu og það skapast tækifæri til breytinga. Það ætti þó að hugsa sig margoft um en atvinnutilboðin verða að minnsta kosti þrjú og ljónið þarf að íhuga hvort þessi störf séu nægilega andlega örvandi. Það er líklegt að þau sem ber- ast síðast á árinu og á árinu 2020 séu mun áhugaverðari en þau sem gefast fyrri part ársins. Ljónið mun líka taka hreyfingu og mataræði í gegn og heilsan hefur sjaldan verið betri. Það prófar ýmiss konar líkamsrækt og íþróttir sem hefði hljómað fjarstæðu- kennt að æfa á síðasta ári en ljónið er einkar opið fyrir nýjungum í ár. Þótt þörfin sé ekki aðkallandi að fjárfesta í húsnæði eða fara í meiriháttar framkvæmdir þá er síðari hluti ársins 2019 alls ekki slæmur til þess, kjósi ljónið það, einkum nóvember. Ljónið mun að minnsta kosti dekra við heimilið og gera það að stað sem því líður bæði vel að vinna á og slaka á, sé heimaskrifstofan ekki komin upp er þetta tíminn til þess. Fjölskyldan stækkar á einn eða annan hátt, barn, jafnvel börn eru væntanleg og uppkomin börn kynna ný tengdabörn til sögunnar. Maki þinn þarf ríkulega á þínum stuðningi að halda í ár en hann mun líka styðja þig á móti og saman verðið þið ofurpar. Þið njótið þess að vinir ykkar og fjölskylda mun standa vel við bakið á ykkur í verkefnum ársins. Aðdráttarafl ljónsins er í margföldu veldi í ár, sem bæði skýrir mörg atvinnutilboð og svo hversu margir sækja í félagsskap þess og láta sig dreyma um ástir þess. Sem betur fer er ljónið þessi misserin sérstaklega íhugult og tekur sér lengri umhugsunartíma en það á til. Það er líka allt í lagi því aðdáendurnir geta hugsað sér að bíða og í hópnum er manneskja sem ljónið gæti hugsað sér að verja lífinu með. Viðkomandi gæti ljónið þekkt nú þegar í gegnum starf eða það mun kynnast manneskjunni tengt starfi sínu eða núverandi vinnustað. Þetta er eitt það rómant- ískasta ár sem ljónið hefur upplifað. 21. JÚLÍ – 21. ÁGÚST Ljónið ’Aðdráttarafl ljónsinser í margföldu veldi íár, sem bæði skýrir mörgatvinnutilboð og svo hversu margir sækja í fé- lagsskap þess og láta sig dreyma um ástir þess. Æðri viska og peningar eru tvö lykilorð fyrir árið sem framundan er hjá sporðdrekanum. Það er ósanngjarnt að segja að sporðdrekinn muni tína peningana af trjánum því hann leggur hart að sér fyrir þeim og almennt mun hann vera iðinn og duglegur, á það bæði við um sporðdreka í starfi og sporðdreka sem eru í námi. Sporðdrekinn nýtur þess að vera í góðu jafnvægi í ár. Þar hjálpar til að hann setur heilsuna í fyrsta sæti, ekki aðeins fer hann í ræktina heldur er heimilið eins og hálfgerð heilsurækt og spa líka, baðkerið vel nýtt, jógamotta á gólfinu og létt lóð innan handar. Ef hann er ekki nú þegar kominn vel áleiðis í núvitund er þetta árið sem hann sekkur inn í slíkt jafnvægi. Í þessu ástandi finnur sporðdrekinn sterka þörf fyrir að fegra heimilið og hann eyðir fé í falleg húsgögn, dýrari en oft áður, listmuni og heimilið mun gleðja auga hans og þeirra sem það sækja. Félagslífið er líka óvenjuöflugt og hann verður duglegur að bjóða heim í mat og halda boð fyrir stórfjölskylduna. Sporðdrekinn þénar vel á árinu en eyðir líka miklu en stjörnurnar eru óvenjuhliðhollar fjármálunum og innkoma sporðdrekans verður umfram það sem hann reiknaði með að mest yrði og þetta á ekki aðeins við um 2019 heldur nær einnig yfir 2020. Um leið öðlast sporðdrekinn líka dýrmætt frelsi og svigrúm til að sinna sínum hugðarefnum sem gefa kannski ekki eins mikið af sér en hann verður ríkur af á annan hátt, svo sem skrifum, hann bætir við sig menntun eða sekkur sér djúpt í pælingar um heimspeki. Helstu áskoranir sporðdrekans eru hjónaband og langtímasambönd sem mun reyna á. Besta ráðið er að gera eitthvað alveg nýtt saman, ferðast til fjarlægra og spennandi slóða og brjóta upp hversdaginn. Takið út af listanum eitthvað sem þið eruð „alltaf vön að gera“. Sleppið því bara. Þetta er heldur ekki rétti tíminn til að ana út í stórar ákvarðanir með núverandi sambönd, hvort sem er að fjárfesta saman í húsnæði, ganga í hjónaband eða eignast börn. Leyfið nýjum sam- böndum að eiga aðeins lengri tíma í rólegheitum. Einhleypir sporðdrekar munu aldrei geta ímyndað sér hvar þeir kynnast manneskju sem þeir gjörsamlega falla fyrir. Þetta er manneskja sem starfar við fræðimennsku, vísindi, tæknimál eða önnur flókin úrlausnarefni. Sporðdrekinn verður varla reiðubúinn fyrir svo óvænt skot og upp- lifir þetta eins og eldingu. En merkilegu tíðindin eru þau að tvisvar á árinu að minnsta kosti verður manneskja sem fangar hugann á þennan hátt á vegi sporðdrekans. 23. OKTÓBER – 22. NÓVEMBER Sporðdrekinn ’Um leið öðlast sporð-drekinn líka dýrmættfrelsi og svigrúm til aðsinna sínum hugðarefnum sem gefa kannski ekki eins mikið af sér en hann verður ríkur af á annan hátt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.