Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Side 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Side 13
30.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 Bogmaðurinn nýtur þess frelsis á árinu að vera nákvæmlega sá bogmaður sem hann vill vera. Þetta kann að vera vegna þess að hann hefur losað sig við eitthvað úr lífi sínu sem gerði það að verkum að eðli hans var bældara og hann hafði ekki tök á að fá útrás fyrir frelsisþörf sína. Kannski skildi bogmaðurinn við maka sem var ekki samstiga honum í að lifa því lífi sem hann vildi lifa, eitthvað er það sem gerir það að verkum að bogmaðurinn er afar hamingjusamur og frjáls í ár. Það eru þó ekki allir á því að bogmaðurinn eigi að lifa lífi sínu á þann hátt sem hann gerir og eru þar foreldrar hans eða foreldraleg manneskja í hans lífi, sem vill svolítið stjórna honum áberandi. Bogamaðurinn er að vinna í að bæta samskipti sín við þær manneskjur og tala hreint út um sínar langanir í lífinu, gangi þessi misklíð áfram með þögn springur einhver á endanum og þá er erfiðara að vinna úr þessu. Kjarnafjölskyldan er þó mjög samstillt, hún verður dugleg að njóta samveru og sameigin- leg áhugamál gera lífið mjög skemmtilegt, hún gæti þess vegna farið öll saman í jóga, börn og foreldrar æft sameiginlega einhverjar íþróttir, farið út að hlaupa í halarófu. Bogmaðurinn nýtur þess að fjárhagsleg inn- koma á árinu er góð og hann hefur meira á milli handanna en venjulega. Þar getur líka spilað inn í að makinn er aðhaldssamari en venjulega eða honum hefur jafnvel verið skilað svo bogamaðurinn hefur yfirsýnina einn. Bogmaðurinn ætti að hafa í huga að græddur er geymdur eyrir og búa vel um aukalegt fé fyrir seinni tíma. Þetta er réttur tími til að fara yfir fjármálin með það í hug að venja sig á fastan sparnað. Undanfarin ár hefur bogmaðurinn ekki upplifað neitt sérstaklega rósrauða tíma í ástamál- unum. Þeir hafa fremur verið bláir og blúsaðir en þó fór að rofa til á síðasta ári og hlutirnir að mjakast til. Bogmenn í hjónaböndum verða áfram í sínum hjónaböndum en einhleypir verða líka áfram einhleypir. Það þýðir þó ekki að ævintýrin gerist ekki og þau mega alveg gerast en það sem helst mælir á móti því er að bogmaðurinn sjálfur er ekki mjög áhugasamur næstu misserin að festa sig. Hann er til í að leika sér og hafa það skemmtilegt en undir þeim formerkjum að enginn þurfi að gifta sig. Bogmaðurinn ætti að veita draumum sínum sérstaka athygli í ár og fletta upp í draumaráðningabókum og láta draumaspaka ráða fyrir sig. Þeir verða óvenjuskýrir og litaglaðir. 23. NÓVEMBER – 20. DESEMBER Bogmaðurinn ’Kjarnafjölskyldan er þó mjögsamstillt, hún verður dugleg aðnjóta samveru og sameiginlegáhugamál gera lífið mjög skemmti- legt, hún gæti þess vegna farið öll saman í jóga, börn og foreldrar æft sameiginlega einhverjar íþróttir, farið út að hlaupa í halarófu. Fiskurinn er búinn að eiga ár þar sem hann naut sín til botns. Raunar svo vel að honum hættir til að byrja árið á dagdraumum og dvelja um of í ójarðtengdum hugarheimi. Það hindrar hann þó ekki í að eiga stórkostlegt ár í starfi þar sem ný og spennandi tækifæri dúkka upp. Á einn eða annan hátt verður fiskurinn „uppgötvaður“ og það gæti verið á listrænu sviði eða öðrum þar sem sköpun kemur við sögu. Það þarf ekki að vera á stærri skala heldur gæti það verið á núverandi vinnustað eða hjá samkeppnisaðila. Hæfileikar fisksins, sem hann gleymir stundum sjálfur að flíka og vanmetur oft, verða í kastljósinu og hann er alsáttur með þau tækifæri sem veitast í ár. Hann er „eftirsótt vara“. Fiskar í námi upplifa það sama, þeim gengur vel og fá lof í lófa og góðar einkunnir fyrir. Fjölskyldulífið gengur sinn ágæta vangagang, engir stórkostlegir hnökrar eða vandamál, fjármálin í föstum skorðum, og það leysist fljótt úr því smávægilega sem kann að koma upp. Fiskurinn er sérstaklega opinn fyrir því fagra í veröldinni og mun bæta við einhverju listrænu á heimilið, það gæti verið málverk eða hljóðfæri. Einhleypir fiskar upplifa það sterkt hversu gott það er að vera lítið háður öðrum. Hann hefur eiginlega meiri áhuga á starfi og þeim verkefnum sem hann fæst við en að kela við einhvern þótt honum leiðist það ekkert heldur. Það kemur þó heldur óvenjulegt tímabil þar sem ástríðan gæti fellt fiskinn flatan, en einhvers staðar frá 23. ágúst til 22. september er mögnuð manneskja á sveimi. Þetta er einhver sem kynnir fiskinum glænýja tilveru sem hann tilheyrir í gegnum sitt starf og ekki óvíst að til lengri tíma litið fari fiskurinn sjálfur eitthvað inn á það svið. Það sama á við um desembermánuð sem verður óvenjurómantískur. Rómantíkin á sér ekki aðeins stað í raunheimum heldur einnig í spennandi samskiptum á internetinu, það er ekki endilega einhver sem býr hérlendis. Vináttan er fiskinum þó mikilvægari, hann myndar ný tengsl í gegnum starf sitt og það verður mikið fjör í félagslífinu með gömlu, góðu vinunum og fiskurinn reynist fólki afar vel. Hann gæti jafnvel séð það sem sitt hlutverk í lífinu að aðstoða þá sem þurfa á aðstoð að halda og vera til stað- ar á ögurstundum og síðustu árin hefur hann uppgötvað það innra með sér hvað það er gott að gefa af sér á þann hátt. Næmni hans er óvenjumikil í ár. Hann veit það sjálfur að hann er næmur á tilfinningar og líðan annarra en hann þarf líka að passa sig að láta ekki líðan annarra stjórna sér um of. 19. FEBRÚAR – 20. MARS Fiskarnir ’Hæfileikar fisksins,sem hann gleymirstundum sjálfur að flíkaog vanmetur oft, verða í kastljósinu, og hann er alsáttur með þau tækifæri sem veitast í ár. 2019 verður ár mikils andlegs þroska og þótt vatnsberinn hafi fengið sinn skerf af þroskandi uppákomum síðustu árin og verið á djúpum andlegum nótum er þetta ár enn áhrifaríkara en þau sem á undan eru gengin. Tilfinningalíf hans verður á tímum viðkvæmt en hann þarf bara að minna sig á að það er eðlilegt og eftir því sem árið líður finnur vatnsberinn meiri og meiri innri vellíðan sem smitast út í velgengni í leik og starfi. Vatnsberinn verður hálfhissa á hvað margt breytist hjá honum andlega í ár, stundum finnst honum eins og hann sé kominn á frábæran stað en þá finnur hann að það bætist eitthvað við sem færir hann reit framar. Hann hefur margt að gefa og laðar til sín fólk sem langar í hlutdeild í því fallega sem umlykur hann. Nýir vinir og félagar dúkka upp og peningar streyma inn. Á margan hátt verður þetta besta ár vatnsberans í áraraðir. Hvað fjölskyldulífið varðar er ólíklegt að vatnsberinn þurfi að takast á við erfið verkefni en hann er vel undir- búinn ef til þess kemur. Fjölskyldan er mjög náin og mikil samvera við bæði systkini og foreldra vatnsberans sem hann gæti líka þurft að aðstoða og styðja við andlega á árinu. Þótt það kunni að hljóma furðulega í eyrum þeirra vatnsbera sem eru tiltölulega nýfluttir á nýtt heimili verð- ur vatnsberinn kominn á þann stað fljótlega að finna hús- næði sem hann stenst ekki og gæti þess vegna hugsað sér að leggjast í flutninga aftur. Þetta gæti verið húsnæði sem þá einfaldlega hentar honum og fjöl- skyldunni enn betur en þar sem þau eru nú. Vatnsberinn á erfitt með að trúa því að árið geti verið annasamara en það sem er að líða en hann þarf að meðtaka það fljótt að þar dregur ekkert úr heldur bætir í. Starfið er um leið líflegt og gefandi og þegar honum finnst hann vera að sökkva er gott að minna sig á hversu margar já- kvæðar hliðar eru á starfinu og að þetta er ekki eilíft ástand. Þroski vatnsberans og blómlegt innra líf er í raun það sem er að færa honum velvild í vinnu og utan hennar, fólk treystir honum í stóru sem smáu og leitar til hans. Vatnsberinn má ekki gleyma að rækta samband sitt eða hjónaband því þar reynir á listina að gefa öllu sinn tíma og athygli því það er kallað á hann úr mörgum áttum. Einhleypir vatnsberar fara í gegnum svolítið ólík tímabil á árinu en styttri sambönd eru líklegri en lengri. Mars er mán- uður sem er ástinni í hag og vatnsberinn kynnist spennandi, hnyttinni manneskju sem er sannar- lega með munninn fyrir neðan nefið. 20. JANÚAR – 18. FEBRÚAR Vatnsberinn ’Hann hefur margt aðgefa og laðar til sínfólk sem langar í hlut-deild í því fallega sem umlykur hann. Nýir vin- ir og félagar dúkka upp og peningar streyma inn. Steingeitin er svolítið öfgakennd steingeit þetta árið. Satúrnus færðist í merkið á síðasta ári og bæði kostir hennar og gallar eru margfaldir. Þannig er hún enn skipulagðari, jarðbundnari og þolinmóðari en venjulega en að sama skapi fjarlægari og meira inni í sig. Steingeitin er raunsæis- manneskja og það getur stundum birst í neikvæðni, hún er búin að skipuleggja flóttaleið áður en þess þarf og hún þarf að hafa í huga í ár að ofgera því ekki og sjá björtu hliðarnar á tilverunni. Heima fyrir er fjölskyldulífið með rólegasta móti, hversdagleg mál til að leysa úr og börn stein- geita þurfa svolítið af aukalegri athygli og bönd milli barna og foreldra munu styrkjast. Þar sem steingeitin er svo aukalega skipulögð verður heimilisbókhaldið gott og tryggt og þar ofan á er bónusinn að steingeitin er heppin í ár og fer vel með féð án nísku. Hún notar það í fjölskyldu- samveru og að búa til minningar og fer oftar en einu sinni á árinu til útlanda með alla fjölskylduna. Þótt steingeitin sé í eðli sínu mjög metnaðargjörn leggur hún meiri áherslu í ár á rólegra fjölskyldulíf og að vinna með eigið tilfinningalíf. Að vera inni í sig þýðir nefnilega líka að steingeitin er að horfa inn á við, hún er ekki bara í einhveri leiðslu að hugsa ekkert heldur er raunverulega að pæla í hvernig henni geti liðið sem best og ræktað sínar bestu hliðar. Um leið spáir hún minna í félagslíf og samskipti út á við, sem maki og vinir gætu misskilið. Steingeitin þarf því að minna sig á að knúsa fólkið sitt og loka ekki um of á um- hverfið. Þá getur þetta misskilist og hennar nánustu upplifað kulda frá henni og hún þarf líka að hafa það í huga til að forðast árekstra. Að sama skapi fer það pottþétt framhjá steingeitinni ef aðrir eru að reyna ná til hennar og sýna henni áhuga. Það er því ekki að það skorti fólk sem fellir hug til steingeita, steingeiturnar taka líklega bara ekkert eftir því. Bestu aðstæður sem skapast fyrir ástamálin 2019 eru í kringum full og ný tungl. Þetta er árið sem steingeitin ætti að nýta til að fara í langa göngutúra, jafnvel upp á hálendi þar sem hún nýtur kyrrðar, lesa bækur og rækta börnin sín. Steingeitin nýtur ákveðinnar bless- unar í ár, með heillastjörnu yfir sér. Hún mun uppgötva einhvern innri sannleik, það gæti verið eitt af þessum „aha, þannig er það“ augnablikum þar sem hún kemst að einhverju nýju um sjálfa sig og tilveruna og að því leyti er árið afar spennandi. Þessi nýja viska fylgir henni svo inn í árið 2020 þar sem hún verður aftur meira út á við og rólegheitin víkja fyrir meiri önnum. 21. DESEMBER – 19. JANÚAR Steingeitin ’Þetta er árið sem stein-geitin ætti að nýta tilað fara í langa göngutúra,jafnvel upp á hálendi þar sem hún nýtur kyrrðar, lesa bækur og rækta börnin sín. Steingeitin nýtur ákveðinnar blessunar í ár, með heillastjörnu yfir sér.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.