Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Side 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Side 18
Brennur voru hálfgerður leik- völlur á áratugum áður. Mynd- in er tekin 1971 við Ægisíðu. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Eldri áramót Hvenær var fyrsta skaupið sýnt? Hvenær reifst fólk mest um það? Hvernig voru brennurnar? En flugeldarnir? Hér er ýmis- legt tengt eldri áramótum rifjað upp. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Heldur þótti mér áramótaskaup sjónvarpsins lélegt, nú eins og raunar oftast áður. Þó fannst mér fyrst taka út yfir allan þjófabálk þegar Friðrik Ólafsson stórmeistari var fenginn til að flytja lélega brandara sem „hátíðanefndin“ hafði samið. Friðrik er slíkt prúðmenni að hann hefur ekki fundið sig í því að neita þessu en heldur var þetta allt saman lélegt og ekki sízt með gjaldkerabragðið. Þar þótti mér illa farið með góðan dreng.“ (Lesendabréf um Skaupið 1978) Skaupið er umræðuefni langt fram á nýtt ár og ósjaldan tilefni blaðaskrifa sem þessara. Stundum hefur orðið fjaðrafok. Eitt það mesta varð vegna skaupsins 1994 og einn af handrits- höfundunum þá, Edda Björgvinsdóttir, sagði þá í viðtali að á 17 ára áramótaskaupsferli sín- um hefðu hún og samhöfundar skaupsins aldr- ei lent í öðrum eins pólitískum ofsóknum og það frá ráðamönnum en almenning upplifði hún ánægðan. Edda sagði í viðtali við DV að Vigdís Finn- bogadóttir hefði fengið sent handrit af sínum þætti í skaupinu. Það hefði hins vegar komið á daginn að Vigdísi barst ekki handritið en leik- stjóri skaupsins, Guðný Halldórsdóttir, hafði þá samband við hana eftir á og sagðist Vigdís ekki vera ósátt við skaupið. Einn hinna ósáttu, sem kallaði skaupið rætið, var hins vegar Ólaf- ur G. Einarsson, þáverandi menntamálaráð- herra en hann var kallaður apaköttur í skaup- inu. Fram kom að Heimir Steinsson, þáverandi útvarpsstjóri, hefði viljað taka það atriði út en dagskrárstjóri Sjónvarpsins var ekki á sama máli og vildi leyfa því að standa og ekki var hróflað við því. „Til þessa hefur það þótt dónaskapur að taka ráðherrana ekki fyrir. Það hafa komið kvartanir frá ráðherrum sem ekki hafa verið hafðir með í áramótaskaupum,“ sagði Edda einnig í viðtalinu og ítrekaði að apaköttur væri hreint ekki slæmt orð heldur vinalegt, það orð sem nota átti fyrst hefði verið verra. Edda Björgvinsdóttir í hlut- verki Vigdísar Finnboga- dóttur að panta pítsu. Skjáskot RÚV Ritskoðað skaup „Flestum ber saman um að það hafi verið einstaklega rólegt og friðsamt í Stór-Reykjavík um jólin og áramótin, og hátíða- höldin hafi haft á sér allt annan brag en venja hefur verið til síðan elztu menn muna. Á gaml- árskvöld nennti fólk ómögulega að vera með óspektir, allir voru að horfa á sjónvarp. Sumir rönkuðu ekki við sér fyrr en út- varpsstjóri hafði sagt sitt síð- asta orð og árið var liðið í ald- anna skaut án þess að það hefði verið drukkið út. Vísir segir í frétt, að gamlárskvöld í höfuð- borginni hefði aldrei verið eins rólegt og menningarlegt. (Skrifað í Tímann 1967, eftir að fyrsta áramótaskaupið var sýnt.) Fyrsta áramótaskaupið var sýnt árið 1966 og var í umsjón Steindórs Hjörleifssonar. Það mæltist al- mennt vel fyrir en fljótlega þróaðist það í að verða eitt vinsælasta þrætuefni Íslendinga í upphafi nýs árs út frá gæðum þess. Í fyrsta skaupinu mæltist skopstæling á klassískum fornritum, einkum Njálu, vel fyrir en tveggja klukkustunda þáttur sem sýnd- ur var á undan, samnorræn skemmtidagskrá sem kallaðist Stjörnuspáin þótti afleit. Næstu skaup á eftir voru í umsjón manna eins og Ómars Ragnarssonar og Flosa Ólafssonar en skaup Flosa voru byggð upp með mörgum revíukenndum atriðum. Útvarpsstjóra fannst nóg komið af slíku eftir skaupið árið 1970 og þótti skaup Flosa þá of líkt fyrri skaupum. Komu þá nokkur ár þar sem áramótaskaupin voru allavega, stundum ekkert mjög lík áramótaskaupum. Stundum var tekið á móti gestum í sjónvarpssal, spilað, sungið, spjallað og farið með brandara og árið 1973 var þátturinn nefndur „Þjóðskinna“ og litaðist af úttektum tengd- um merkisatburðum með fréttum, fréttaskýringum og viðtölum. Sverrir Kr. Bjarnason, starfsmaður Sjónvarpsins og einn þeirra sem ýttu því úr vör, tók ljósmyndir á fyrstu árum sjónvarpsins sem eru fjársjóður í dag. Flestar þeirra eru teknar bak við tjöldin svo sem þessi af tökum á fyrsta áramótaskaupinu sem sýnt var 1966. Ýmsar fleiri myndir frá skaupupptökum og þessum tímum má skoða á vefsíðunni Klapptre.is, sem er í umsjón Ásgríms, sonar Sverris. Ljósmynd/Sverrir Kr. Bjarnason Fyrstu ár skaupsins EFTIRMINNILEG ÁRAMÓT 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.