Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Side 19
Þúsundir ungmenna söfnuðust saman í mið-
bænum, stóðu fyrir íkveikjum og árásum, reyndu
að velta bifreiðum, klifruðu upp nýbyggingar og
köstuðu stórum heimatilbúnum sprengjum um allt.
Lögreglan hafði mikinn viðbúnað fyrir gamlárs-
kvöld. Allt lið hennar var tilbúið, varðmenn settir
á ýmsa staði í bænum og á stöðinni voru fimm út-
rásarsveitir. Allt eldfimt hafði verið hreinsað úr
portum, þar sem því varð við komið, en verðir
settir þar, sem það var ekki hægt. Fyrir klukkan
átta byrjaði mannfjöldi að safnast í miðbænum
með sprengingum og ólátum. Voru þetta mest
unglingar um tvítugt, og börn niður í 7-8 ára ald-
ur. Lýður þessi náði sér í kassa með rusli og trjáull
í, og kveikti í því, og varð til dæmis snemma mikið
bál við Fiskifélagshúsið, neðarlega við Ingólfs-
stræti. Slökktu lögreglumenn það með hand-
slökkviáhöldum.
Á Austurvelli höfðu fjórir lögreglumenn verið
settir til að gæta jólatrésins, og voru gerðar marg-
ar atlögur til að kveikja í því, en það var allt
hindrað. Þá náðu einhverjir í tunnur í miðbænum
og veltu þeim fyrir bifreiðar og köstuðu ýmsu
rusli í þær, en ekki tókst að velta þeim, þótt það
væri reynt, vegna íhlutunar lögreglunnar. Víða
tókust handalögmál, sprengingar voru miklar og
ólæti.
(Alþýðublaðið)
Ein verstu áramótin – 1947
Nýr siður hefur tekizt upp hér
um áramótin. Það er að stíga á
stokk og strengja hin og þessi
heit. Mér skilst, að venjulega
sé hér um að ræða loforð við
eiginkonu um að hætta að
reykja tóbak eða bragða vín.
Skrítið uppátæki. Velvakandi
ætlar að láta sér nægja að
láta bílinn eiga sig fyrra
misseri ársins, ganga í vinnu
en nota strætó ella. Og
kannske ég minnki opal-
neyzluna um þriðjung.
(Morgunblaðið, 1947)
Þótt Velvakandi
tali hér um hinn
nýja sið að strengja
heit á áramótunum í
miðja síðustu öld var
það engu að síður
gamall siður að stíga á
stokk og strengja heit
við ýmis tilefni, það þurftu þó ekki
að vera áramót. Síðar fór þessi siður
að festast við
áramótin þar
sem menn
ætluðu sér
mikið.
En hvað var fleira
ómissandi á gamlárs fyrir
utan brennu, skaup, flugelda
og áramótaheit?
Heitt púns eða
bolla og hér er
uppskrift að
einu áratuga-
gömlu:
KIRKJUVARÐAR-
PÚNS
1 sítróna
6 negulnaglar
5 dl ósætt, milt te
300 g sykur
1 flaska Red Bordeaux
Stingið negulnöglum í sítrónur og
bakið þær í ofni þar til þær eru
dökkbrúnar. Setjið svo allt í pott og
hitið að suðu eða þar til sykurinn
hefur leyst upp. Alls ekki sjóða.
Áramótaheit og púns
Áður en settar voru strangar reglugerðir um hvað og hverjir máttu koma
með dót á áramótabrennur, sem í dag er bara hreint timbur, var hreinlega
allt tínt til á brennuna.
Um áramótin var bílförmum af dekkjum skellt á brennuna, jafnvel bátum
og úrgangsolíu og átti brennan einfaldlega að loga sem skærast og lengst. Í
dag hefur þessum óumhverfisvænu hlutum verið skipt út fyrir að stórum
parti vörubretti.
Enn áður voru brennur, samkvæmt sjálfsævisögu Daníels Daníelssonar
frá 1937, Í áföngum, svona:
„Brennur voru haldnar hér á
hverjum vetri, annaðhvort á
gamlárskvöld eða þrettánda, og
þá oftast álfadans samhliða.
Það mátti segja um brennur
þessar og blysfarir, að þær
væru tvenns konar, skólapilta-
brennur og almennar brennur.
Þær, sem skólapiltar stóðu að,
voru taldar „fínni“. Þeir döns-
uðu í skrautklæðum á Austur-
velli, eða Tjörninni, og gengu
svo þaðan á brennustaðinn og
sungu viðeigandi söngva, sem
stundum voru ortir við tæki-
færið. Þá kom það og fyrir, að
við þessar blysfarir væru það
gjafvaxta og föngulegar meyj-
ar, sem skreyttar voru og var
það eins konar uppbót á
skemmtiskránni.
Almennu eða óæðri brenn-
urnar voru ýmist haldnar uppi
við Skólavörðu, niðri á Batteríi
eða suður á Melum. Þeir, sem
að þeim stóðu, skreyttu sig
minna, en fóru þó stundum með
blys og söng og dönsuðu um-
hverfis bálköstinn. Um þær
brennur var sagt að meira bæri
þar á áflogum og öðru slarki, en
hjá skólasveinum. Enda var oft
drykkjuskapur samfara þess-
um almennu brennum og mörg-
um þá höndin laus, svo að af
hlutust kjaftshögg og pústrar.
En um slíkt var ekki fengizt af
öðrum en þeim, sem fyrir högg-
unum urðu. Í þá daga var
mönnum ekki svo gjarnt að fá
taugaóstyrk, þó að tveir eða
þrír áflogaseggir snoppunguðu
hver annan og hlytu af því blóð-
nasir eða skrámur á höfuð-
leðrið.
Börn og fullorðrnir hlaða í
áramótabrennu við Ægisíðu
28. desember árið 1973.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Fínni og ófínni
brennur
Það var orðið aðeins meira eftirlit í kringum 2000 og hér er safnað á brennuna
við Geirsnef um það leyti.
Morgunblaðið/RAX
30.12. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
SVALALOKANIR
Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar
og falla vel að straumum og stefnum
nútímahönnunar.
Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við.
Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er.
Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur
hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun.
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU