Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Síða 28
Anda-
bringa
Fyrir 4
2-4 stk andabringur, eftir stærð
1 stk fersk rósmaríngrein
2 stk hvítlauksgeirar
1 stk appelsína
1 msk smjör
1 msk hunang
2 stk bökunarkartöflur
1 stk epli
3 stk ferskar timían greinar
16 rósakálshausar
100 gr beikon
1 stk laukur
3 stk hvítlauksgeirar
1 líter nautasoð (hægt að kaupa tilbú-
ið í t.d. Kjötkompaníinu)
40 gr smjör
Skerið laukinn og hvítlaukinn fínt
niður og setjið í pott með smá olíu
og léttsteikið, hrærið reglulega í
pottinum á meðan. Þegar lauk-
urinn er orðinn glær má setja
nautasoðið út í. Sjóðið niður um
ca. 1/3 eða þar til sósan er búin að
þykkna vel, takið hana þá af hit-
anum og setjið smjörið út í og
hrærið vel þar til smjörið er alveg
bráðnað. Takið börkinn utan af
appelsínunni og setjið 2 bita af
berkinum í sósuna sem verður
veitt úr henni áður en hún er borin
fram. Skerið appelsínuna í litla bita
og kreistið safann úr afgangnum út
í sósuna. Geymið appelsínubitana
þar til öndin er tilbúin og setjið þá
appelsínubitana út í sósuna rétt áð-
ur en hún er borin fram.
Skrælið bökunarkartöflurnar og
rífið í rifjárni ásamt eplinu og legg-
ið í vatn í ca. 30 mín. Sigtið þá vatn-
ið frá og leggið á þurrt stykki og
vindið allan vökva frá, rífið laufin af
timíaninu og setjið í kartöflurnar
og blandið saman. Mótið fjórar
kökur úr kartöflunum og pressið
vel. Steikið kökurnar upp úr olíu á
vægum hita þar til þær eru fallega
brúnaðar, bætið þá 2 msk af smjöri
út á pönnuna og snúið kökunum
varlega við og brúnið þar til fal-
legur litur er kominn. Kryddið með
salti og pipar og setjið á bökunar-
plötu og hellið smjörinu yfir kök-
urnar. Klárið svo inni í ofni við
180°C í 10-12 mín, eftir þykkt á
kökunum.
Setjið beikonið á bökunarplötu
og bakið þar til stökkt, leggið þá á
þurrt stykki og kælið. Brjótið það
svo niður og geymið.
Skerið rósakálið í tvennt og tak-
ið ystu laufin af, steikið á pönnu á
vægum hita með 2 msk af smjöri.
Snúið kálinu við þegar það er farið
að brúnast og stráið beikoninu yfir
og leyfið kálinu að malla í smjörinu
þar til eldað í gegn. Kryddið með
salti.
Hreinsið andabringurnar og
skerið í fituna. Setjið á kalda pönnu
og leyfið hitanum að koma hægt
upp. Brúnið þar til fitan er orðin
gullin og bætið þá við 2 laufum af
appelsínuberkinum. Kremjið hvít-
laukinn og setjið á pönnuna ásamt
rósmaríngreininni og smjöri. Snúið
öndinni við og steikið hina hliðina
og setjið svo andabringurnar í eld-
fast mót og hellið smjörinu yfir,
penslið hunangi á fituna og eldið í
ofni þar til kjarnhitinn er kominn í
60°C. Leyfið öndinni að hvíla í
u.þ.b. 10 mín áður en hún er skorin
í þunnar sneiðar.
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2018
MATUR
segir Gústav Axel Gunnlaugsson, kokkur og eigandi.
Aðspurður segist Bjarni sjálfur vera með einfalda rétti
um áramótin. Sitt sýnist hverjum um hvað þykir einfalt!
„Ég er svo einfaldur, ég er með fylltar kalkúnabringur,
lambalæri og hamborgarhrygg. Við erum með sextán
manns í mat, þannig að það verður hlaðborð,“ segir hann.
Gústav segist ætla að vera með fylltan kalkún og Well-
ington-nautalund.
Blaðamanni verður á orði að þeir ráðist ekki á garðinn
þar sem hann sé lægstur en fyrir atvinnukokka þykir
þetta ekki mikið mál.
„Maður verður að vera með eitthvað fyrir alla, þetta er
dagur þar sem allir eiga að vera sáttir,“ segir Gústav og
hlær.
Það er hátíðleg stemning á Sjávargrillinu á Skóla-vörðustíg þegar blaðamann ber að garði. Kokk-arnir þar eru í óða önn að matreiða áramótamat
sem hentar öllum venjulegum heimiliskokkum.
„Við bjóðum lesendum upp á bland af réttum; for-
réttum, aðalrétti og eftirmat. Við setjum það þannig fram
að fólk geti eldað þetta heima hjá sér. Svo er einn græn-
metisforréttur sem alveg væri hægt að stækka og hafa
sem aðalrétt,“ segir kokkurinn Bjarni Viðar Þorsteinsson.
Hann nefnir að rétturinn geti jafnvel orðið vegan ef ost-
inum er sleppt.
„Í aðalrétt er svo einföld útgáfa af hunangsgljáðri anda-
bringu sem er tilvalinn áramótamatur,“ segir Bjarni.
„Það er fjölbreyttur matseðill, eitthvað fyrir alla,“
Morgunblaðið/Ásdís
Áramótamatur
kokkanna
Bjarni Viðar Þorsteinsson og
Gústav Axel Gunnlaugsson
bjóða upp á einfalda og ljúf-
fenga áramótarétti.
Kokkarnir á Sjávargrillinu á Skólavörðustíg hafa sett saman áramóta-
matseðil sem hver heimiliskokkur ætti að ráða vel við. Hægt er að koma
fjölskyldunni skemmtilega á óvart með nýjum eðalréttum á áramótunum.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Forréttur fyrir 4-6
12 stk humarhalar
4 stk tortillur, hver kaka dugar fyrir
þrjár litlar kökur
1 dós hvítlauksmajónes
20 gr spínat
20 gr döðlur
½ stk rauðlaukur
safi úr einni sítrónu
10 gr flórsykur
kóríander
parmesanostur
Setjið döðlur í pott ásamt vatni og
látið fljóta vel yfir þær. Sjóðið þar
til mjúkar og hellið þá öllu í mat-
vinnsluvél og maukið vel. Þynnið
maukið með vatni eftir þörfum.
Skerið laukinn í þunnar ræmur og
setjið í skál, kreistið sítrónusafann
yfir og stráið flórsykrinum yfir.
Geymið við stofuhita þar til lauk-
urinn mýkist upp.
Stingið út tortillurnar í hæfileg-
ar hringlaga stærðir (þrjár litlar
kökur úr einni stórri) og hitið lítil-
lega á pönnu. Steikið humarinn á
pönnu upp úr olíu þar til fallega
brúnaður og setjið smjör á pönn-
una og lækkið undir, kryddið með
salti, pipar og hvítlauksolíu og
leyfið honum að malla í smjörinu
þar til eldaður í gegn. Sprautið
hvítlauksmajónesi á tortillurnar,
raðið svo spínati ofan á og rauð-
laukssultunni. Leggið humarinn
ofan á rauðlaukinn og svo döðlu-
maukið þar ofan á. Raðið kórían-
derlaufum ofan á og rífið parmes-
anost yfir. Gott er að kreista
limesafa yfir rétt áður en borið er
fram.
Humar-
taco
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri