Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Qupperneq 42
Hróður Önnu Þorvaldsdóttur hefur vaxið á
síðustu árum, sem sannast á plötunni Aequa
sem kom út í nóvember sl. ICE er hópur
þekktra hljóðfæraleikara sem tóku sig saman
um að leika samtímatónlist eftir tónskáld
sem þeim þóttu skara fram úr. Anna Þor-
valdsdóttir var ein þeirra tónskálda og á Ae-
qua flytur ICE sjö kammerverk Önnu frá síð-
ustu árum. Verkin eru ólík að gerð, fyrir
misstóra hópa hljóðfæraleikara og fyrir mis-
munandi hljóðfæraskipan, en bera öll sterk höfundareinkenni Önnu.
Klassík ársins
42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2018
LESBÓK
Plötur ársins
Það var mikið að gerast í íslenskri tónlist á árinu í þremur meginstraumum – hráu og háværu rokki, gleðiskotinni nýbylgju og
silkimjúku rafmögnuðu poppi. Árni Matthíasson tínir til það sem honum þótti best af þeim ríflega 300 plötum sem komu út.
Fyrir fimm árum sigraði hljómsveitin Kælan mikla á ljóðaslammi
Borgarbókasafnsins. Undirleikur hjá þeim Sólveigu Matthildi Krist-
jánsdóttur, Laufeyju Soffíu Þórsdóttur og Margréti Rósu Þóru-
Harrysdóttur var einfaldur og textinn drungalegur og draum-
kenndur. Frá þeim tíma hefur sveitinni heldur en ekki vaxið fiskur
um hrygg og hljóðheimurinn stækkað svo um munar. Nótt eftir
nótt er þriðja breiðskífan og sú langbesta, söngurinn fellur betur að
músíkinni, texarnir eru löðrandi í dramatískum drunga, hrynparið
þétt og hljómborð og hljóðgervlar skemmtilega gamaldags.
Plata ársins
Dúettinn asdfhg., skipaður
þeim Steinunni Jónsdóttur og
Orra Úlfarssyni, birtist ófor-
varandis á tilnefningalista
Kraumsverðlaunanna fyrir
þremur árum með plötuna
Steingervingur. Ári síðar kom
út önnur skífa og nú sú þriðja:
Örvæntið ekki. Tónlistin er
sem fyrr lágvært rafeinda-
þrusk, hljóður kliður sem berst til manns í svefnrof-
unum og umbreytist svo í hrífandi laglínur.
Kliður ársins
Þeir Bjarni Daníel Þorvaldsson og Sigurpáll
Viggó Snorrason skipa tregadúettinn Bagdad
Brothers, en þeirra tregi er ekki eftir ást og
hlýju heldur eftir glataðri gleði, liðnum tíma,
kulnuðum tilfinningum og heitum frönskum
kartöflum eins og heyra má á annarri plötu
þeirra JÆJA, sem Post-dreifing gefur út.
Þrátt fyrir alla eftirsjána og þáþrána er heil-
mikið glens og gaman í lögum og tónlist Bag-
dad bræðra – Bjarni Daníel Þorvaldsson syng-
ur kannski með grátstafinn í kverkunum, en hann glottir líka útí annað.
Nýbylgja ársins
Hekla Magnúsdóttir vakti fyrst
athygli fyrir sólóskífuna Heklu
fyrir fjórum árum, fékk meðal
annars Kraumsverðlaunin, en á
henni var tilraunakennd tónlist
sem gerð var úr þeremínleik og
hvísli. Á Á, sem breskt fyrirtæki
gefur út, er hún á sömu slóðum
hvað varðar enfaldleikann: þer-
emín og rödd, en lagasmíðar eru
beinskeyttari, hljómur er betri og meiri þróttur kominn í
röddina, þó lágstemmd sé. Útsetning hennar á Heyr himna
smiður er einkar skemmtileg, en hennar eigin lög eru aðal
plötunnar, full af dulúð og draumum.
Framúrstefna ársins
Stöllurnar í Gróu, Fríða Björg
Pétursdóttir, Hrafnhildur
Einarsdóttir og Karólína Einars-
dóttir, spila tónlist sem er ekki
ýkja flókin, en þeim mun áhrifa-
meiri – þær gera einmitt það
sem þarf og eyða ekki tíma í flúr
og furðulegheit. Lýsa má músík-
inni á þeirra fyrstu plötu, sem er
samnefnd sveitinni, sem pönk-
uðu poppi, eða kannski poppuðu pönki, með áherslu á ein-
faldleika og kraft. Platan hljómar vel og spilagleðin skilar
sér. Gróa er stórefnileg sveit og við hæfi að listamanna-
samsteypan Post-dreifing gefi hana út..
Pönkpopp ársins
Auðunn Lúthersson, sem kallar sig
Auður, tekst á við sjálfan sig á eftir-
minnilegan hátt á plötunni Afsakanir:
„Ég veit að ég er breyskur“ syngur
hann í lokalaginu. Hann er nánast
óþægilega hreinskilinn, en grípandi
tónlistin og afskaplega vel heppnaðar
útsetningar lyfta lögunum svo um
munar: fönkað popp, r’n’b og dreymin
píanóballaða – hreinasta afbragð. Góð-
ir gestir, þar fremst Birnir, GDRN og GKR, skila sínu.
Uppgjör ársins
Á plötunni Epicycle, sem
kom út á síðasta ári, velti
Gyða Valtýsdóttir fyrir sér
tónbrotum og tónverkum
2000 ára og túlkaði og
flutti á sinn hátt. Á Evolu-
tion, sem hún gefur út und-
ir listamannsnafninu
GYDA, eru hennar eigin
tónsmíðar. Tónlistin er lág-
stemmd og fíngerð, laglínur heillandi og draum-
kenndur söngur og selló renna nánast saman.
Innhverfa ársins
Það er heilmikið að gerast í ís-
lensku tónlistarlífi og óvíða
meira en í rokkinu, hvort sem
það er hart iðnaðarrokk, mylj-
andi svartmálmur, argandi pönk
eða groddalegt hroðarokk.
Tvíeykið ROHT skipa þau Þórir
Georg Jónsson og Júlía Aradóttir
og spila einfalt en frábærlega
kraftmikið rokk með hápólitísk-
um heimsósómatextum eins og heiti plötunar ber með sér:
Iðnsamfélagið og framtíð þess. Keyrslan er grimm, hljóm-
urinn hrár og Þórir orgar textana af miklum krafti – einkar
hressandi.
Rokkplata ársins
Á nýrri skífu Nordic Affect tón-
listarhópsins, H e (a) r, eru tón-
verk eftir fimm íslensk tónskáld
og eitt eistneskt, allt konur:
Önnu Þorvaldsdóttur, Hildi
Guðnadóttur, Maríu Huld Mark-
an Sigfúsdóttur, Höllu Steinunni
Stefánsdóttur og Mirjam Tally.
Þar er þó ekki allt talið, því líkt
og á fyrri skífum er meira undir
en flutningur tónverka, því platan er líka liður í tónrann-
sóknum, eða hvernig heyrum við hljóð, er spurt í upphafi og
spurningin rifjuð upp eftir því sem plötunni vindur fram.
Frábærlega skemmtileg eins og búast má við af sveitinni.
Hljóðfræði ársins