Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.03.2019, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 07.03.2019, Blaðsíða 27
HJÓLABÚÐIN EHF Í REYKJANESBÆ ER TIL SÖLU. Um er að ræða lager og áhöld. Hjólabúðin er eina reiðhjólabúðin og verkstæðið í Reykjanesbæ og bíður upp á mikla vaxtarmöguleika. Uppl á hjolabud@gmail.com eða í síma 660 4424 Störf í boði hjá Reykjanesbæ Heiðarskóli – skólastjóri Umhverfissvið – tæknifulltrúi Öspin – þroskaþjálfi, sérkennari og skólaliðar Umhverfismiðstöð – tveir starfsmenn í 100% störf Vinnuskólinn – yfirflokkstjóri, sumarstarf Vinnuskólinn – flokkstjóri, sumarstarf Hjómahöll – hljóðmaður/verkefnisstjóri Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Viðburðir í Reykjanesbæ Safnahelgi á Suðurnesjum - viðburðir í Duus Safnahúsum Bátasafn: Pappírsbátagerð og ratleikur 9. og 10. mars, opið 12-17 Byggðasafn: Leiðsögn um sýninguna Við munum tímana tvenna sunnudag kl. 14.00 Listasafn: Leiðsögn um sýninguna Teikn sunnudag kl. 15.00 Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Fimmtudagurinn 7. mars kl. 11-12: Foreldramorgunn. Fræðsluerindi um frjálsan leik barna frá leikskólakennurum Vesturbergs. Laugardagurinn 9. mars kl. 11.30: Sögustund með Margréti Tryggvadóttur um Veröld vættanna á vegum Reykjanes Geopark. Þriðjudagurinn 12. mars kl. 20: Fyrirlestur með Matta Ósvald um Karlmenn og krabbamein í tilefni Mottumars. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. árið 1935 frá Grindavík en þá var ég fjórtán ára og fékk 150 krónur fyrir veturinn. Ég fékk hálfan hlut því ég var nýgræðingur. Ég þurfti að kaupa stakk fyrir tíu krónur og stígvél fyrir tólf krónur af þessum peningum. En ég fékk frían mat um borð. Fólk var glatt og þakklátt fyrir lítið á þessum tíma.“ Grindavík er góður staður „Hér í Grindavík hef ég alltaf kunnað vel við mig, það er voðalega gott að vera hér. Það er búið að gera þessa fínu höfn hérna. Ég byrjaði á því að kaupa mér trillu sem var eitt og hálft tonn. Ég fiskaði mikið á þá trillu, þetta var happabátur. Ég fékk gamlan mann, Magnús Hafliðason frá Hrauni í Grindavík, til að vera með mér. Hann sótti mikið sjó. Þetta var einhver elskulegasti maður sem ég þekkti. Hvað mér þótti undarlegt að hann kom stundum yfir til okkar á Skála með fullan poka af fiski sem hann bar á bakinu. Ég ákvað ungur að hjálpa honum seinna ef hann þyrfti. Við rérum saman í þrjátíu ár og hann var alveg stórskemmtilegur maður.“ Uppskrift að langri ævi „Ég finn ekkert til, ég týni ekki neinu svona, ég man bara allt. Stóra málið í lífinu er að hafa alla með sér. Ég hef aldrei lent í neinum ryskingum, aldrei nokkurn tímann. Ég hef aldrei sýnt neinum óvild. Almættið er alltaf hjá mér. Þess vegna er ég svo heilbrigður á sálinni, það er staðreynd. Ég réri stundum einn á bát og lengi en ég fann aldrei fyrir hræðslu, aldrei nokkurn tímann því það hefur alltaf verið þetta almætti yfir mér sem ég hef alltaf trúað á. Ég er ekki í neinum vafa með það. Ég hræðist ekki dauðann. Ég bjó til eina vísu um lífið og dauðann. Lífið það er margslungið, mæðir ríka og snauða, engin getur umflúið þennan líkamsdauða. Líkaminn verður alltaf eftir. Ég veit svo ekkert meira hvað verður um sálina. Þegar kallið kemur þá kaupir sér engin frí.“ Ekki hrifin af ráðamönnum þjóðarinnar „Mér finnst voða lítið gott við nú- tímann. Hver höndin er upp á móti annarri. Hugsaðu þér til dæmis eins og núna þegar verið er að semja um kaup og kjör almennings. Svo rísa allt í einu bankastjórar upp og eru að fá 48% kauphækkun. Heldurðu að þetta liðki fyrir samningum? Þeir bjuggu til verðbætur og verðbólgu en þetta er hvergi til í heiminum nema hér. Þetta drepur niður fátæka fólkið sem þarf að byggja upp. Auðvitað hefðum við það betra ef verðbólguvísitala væri ekki þá værum við ekki alltaf að borga sömu töluna. Það kemst aldrei neitt í það horf sem það á vera þegar vextir og verðbólguvísitala er að stjórna þessu öllu. Þegar ég er farinn af jörðunni þá skiptir þetta mig engu máli því ég kem aldrei hingað aftur. Það sem fer kemur aldrei aftur. Þegar það kemur aftur þá eru það draugar, framliðnir. Þetta líf er bundið við þessa jörð og það er búið þar með. Það lifir engin lengur en einu sinni. Ég hef enga trú á endurfæðingu nema í gegnum afkomendur okkar. Ég á þó nokkuð af afkomendum og konan mín líka. Ég er voða hrifinn af börnum. Ég eignaðist sjálfur þrjú börn með fyrri konu minni, einn dreng og tvær stúlkur. Ég giftist fyrri konu minni Ingunni árið 1944. Hún átti heima í Flóa þegar ég kynntist henni. Við skildum en í dag er ég kvæntur Erlu Stefánsdóttur. Hún átti sex börn og var ekkja þegar ég kynntist henni. Það var guðs blessun að við náðum saman. Við erum svo ánægð með að hafa hitt hvort annað. Ég bað almættið um að senda mér konu og hann sendi mér Erlu sem er eins og engill. Okkur líður vel saman.“ Lífið hans Jóns „Ég les mikið af bókum. Reyki ekki, ekkert tygg. Tek ekki í nefið. En í staupið ögn ég þigg ef að mér er gaukað. Hinrik gaf mér pela um dag- inn þegar hann kom frá Kanaríeyjum. Ég hef samt alltaf verið reglumaður um ævina. Aldrei lent í neinu. Það var oft hræðilegt þegar menn komu í land hér áður fyrr en ég hef aldrei lent í neinu. Ég borða hádegismat hér í Víðhlíð en svo borðum við Erla hérna uppi hjá okkur á kvöldin og um helgar. Við gerum þetta sjálf.“ Draumar sem boðuðu allsnægtir „Ég dreymdi það að ég var með svo mikið af skítapokum, átján nítján stykki og ég hugsaði með mér að þetta væri fjandans vitleysa þegar ég vaknaði. Svo fer ég til sjós og fram á nesið og var að draga karfa og þorsk. Þá heyri ég smell frammi í vélarrúmi og fer niður og sé að það er slitinn reim. Ég gat ekki verið á sjó rafmagnslaus svo ég fer í land til að kaupa reim. Þá hugsa ég með mér að ég verði að kaupa mér lottómiða fyrst ég var kominn í land. Þarna vann ég átjánhundruð þúsund krónur. Ég er ekki skyggn, þetta er náttúruleg gáfa sem öllum er gefin og þurfa að fylgjast með draumum sínum. Þetta er ekki hindurvitni og svona draumar koma yfirleitt fram daginn eftir. Brim táknar fiskerí hjá mér. Svo var það annar draumur þegar ég var á Þor- birninum á síld 1961 með Þóri Ólafs- syni skipstjóra. Mig dreymir það að Þórir sé farinn í land með bátinn og það sé komið versta veður. Svo ríður yfir holskefla á Þorbjörninn og það er ekkert uppúr nema möstrin. Ég segi þeim um borð daginn eftir að draumurinn sé fyrir því að við fáum fullan bát af síld og þetta verði áður en ég sofna næst. Við fórum svo á ball um kvöldið á Norðfirði vegna veðurs. Við förum niður í bát um tvö- leytið um nóttina og ég segi svona við Þóri að nú sé líklega komið sjóveður úti. „Af hverju heldurðu það?“ spyr hann. „Það var mál manna,“ segi ég við hann, „að þegar það er hætt að ganga inn í firðina þá væri komið sjóveður úti.“ „Farðu og gáðu að strák- unum,“ segir hann og segir mér að sleppa og við fórum út. Við fórum að syngja á leiðinni út á mið, Þórir og ég. Hann var söngelskur og ég gat tekið allar raddir. Voða gaman. Eftir rúman klukkutíma þá sjáum við torfu og það er kastað í torfuna og við fyllum bátinn. Klukkan níu um morguninn komum við aftur inn á Norðfjörð og þar eru allir hinir bátarnir bundnir við bryggju. Eftir draumnum. Hann sagði við mig að það væru ekki allir svona heppnir að hafa mann eins og mig um borð, sem var alltaf svona já- kvæður og berdreyminn. Já, ég þakka Guði fyrir hvað ég er vel gerður og hef lifað súrt og sætt með eðlilegum hætti,“ segir Jón að lokum og við kveðjum þennan mæta mann. Jón og Erla eiginkona hans. „Hvað mér þótti undarlegt að hann kom stundum yfir til okkar á Skála með fullan poka af fiski sem hann bar á bakinu. Ég ákvað ungur að hjálpa honum seinna ef hann þyrfti. Við rérum saman í þrjátíu ár og hann var alveg stórskemmtilegur maður.“ Ísólfsskáli austan Grindavíkur. 27MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 7. mars 2019 // 10. tbl. // 40. árg.MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.