Víkurfréttir - 07.03.2019, Blaðsíða 16
Dagskrá
Opnunarhátíð Safnahelgi
í Rokksafni Íslands
(Hljómahöll)
Laugardag 9. mars kl 11:30
Sérstök opnun Safnahelgar á Suður-
nesjum fer fram í Rokksafni Íslands
(Hljómahöll) laugardaginn 9. mars kl.
11:30. Þar verður flutt brot af því besta úr
Söngvaskáldum á Suðurnesjum, en sú
sýning hefur hitt í mark hjá heima-
mönnum.
Reykjanesbær
Söfn og setur
Duus Safnahús
Duusgötu 2-8, Keflavík
Opið laugardag og sunnudag kl. 12 – 17
duusmuseum.is;
sofn.reykjanesbaer.is
7 ólíkar sýningar í 7 sýningarsölum
Bátasalur: Bátafloti Gríms Karlssonar
(Föndursmiðja fyrir börn alla helgina)
Rúmlega 100 bátalíkön úr skipaflota lands-
manna sem Grímur Karlsson fyrrverandi
skipstjóri og líkanasmiður hefur gert.
Föndursmiðja fyrir börn alla helgina. Þau
læra að búa til gamaldags pappírsbáta.
Viðburður: 10.mars kl. 13.00 og 16.00:
Félag harmonikkuunnenda á Suðurnesjum
leikur sjómannalög.
Við munum tímana tvenna - Gryfjan
Afmælissýning Byggðasafns Reykjanes-
bæjar í Gryfjunni í Duus Safnahúsum. Á sýn-
ingunni er farið yfir 40 ára sögu safnsins og
dregin upp mynd af fjölbreyttum verkefnum
safnsins í þeim miklu breytingum sem orðið
hafa á samfélaginu á þessum árum.
Viðburður: 10. mars kl. 14.00: Leiðsögn
safnstjóra Eiríks P. Jörundssonar.
Listasalur: Einkasýning Guðjóns Ketils-
sonar
Guðjón er með allra markverðustu mynd-
listarmönnum þjóðarinnar og hefur haldið
yfir þrjátíu einkasýningar og tekið þátt í
samsýningum um allan heim. Hann hefur
hlotið margar opinberar viðurkenningar og
gert verk sem finna má í á opnum svæðum
á ýmsum stöðum. Verk hans er að finna í
helstu listasöfnum landsins. Sýningin, sem
nefnist „Teikn“ er samsett úr nýjum verkum
sem öll fjalla með einum eða öðrum hætti
um tákn, táknmerkingu og „lestur“ í víðasta
skilningi. Verkin eru uppfull með vísbend-
ingar, tákn og tilvitnanir sem mynda eins
konar huglæg rými sem áhorfandinn gerist
þáttakandi í og upplifir á eigin skinni.
Viðburður: 10.mars kl. 15.00: Leiðsögn
listamannsins Guðjóns Ketilssonar.
Bíósalur: Gluggamenn eða spegil-
menn?
Ljósmyndir úr safneign Listasafns Reykja-
nesbæjar. John Szarkowski, yfirmaður
ljósmyndadeildar Nútímalistasafnsins í
New York (M.O.M.A) og helsti sérfræðingur
í bandarískri ljósmyndun setti einu sinnu
fram athyglisverða kenningu um ljósmyndun
þar sem hann skipti ljósmyndurum í tvo
flokka; þá sem litu á ljósmyndun sem tæki
til tjáningar á persónulegum viðhorfum,
sem sagt „speglamenn“, og þá sem litu á
hana sem tæki til hlutlausrar frásagnar af
hinu séða, þ.e. „gluggamenn“. Og nú er það
spurningin í hvorn flokkinn falla þeir lista-
menn sem eiga verkin á sýningunni í Bíósal
Duus Safnahúsa? Eða fara þeir kannski bil
beggja? Gestir geta velt fyrir sér þessari
spurningu um leið og þeir njóta listaverka
eftir nokkra af helstu ljósmyndurum þjóðar-
innar.
Gestastofa Reykjanesjarðvangs
Sýning um myndun og mótun Reykjanes-
skagans, lífríki og náttúrufar. Reykjanes
Geopark er á jarðvangaskrá UNESCO ásamt
119 öðrum svæðum í heiminum.
Fólk í kaupstað - Stofan
Á sýningunni gefur að líta sýnishorn af
ljósmyndum í eigu Byggðasafns Reykja-
nesbæjar. Þema sýningarinnar er fólk og
fjölbreytt mannlíf í kaupstaðnum Keflavík
og nágrannabænum Njarðvík á árunum 1944
til 1994. Sýningin er önnur sýning safnsins
sem sett er upp í tilefni þess að 40 ár voru
liðin frá formlegri stofnun sameiginlegs
byggðasafns Keflavíkur og Njarðvíkur á
síðasta ári. Á þessu ári eru jafnframt liðin
80 ár frá því að Ungmennafélagið setti á
stofn Byggðasafn Keflavíkur þann 17. júní
1944 og 75 ár liðin frá því að Keflavík fékk
kaupstaðarréttindi árið 1949.
Viðburður: 10. mars kl. 15.00: Sýningar-
stjóri og ljósmyndari vera á staðnum og
ræða við gesti og gangandi.
Miðloft: Þyrping verður að þorpi
Grunnsýning Byggðasafns Reykjanesbæjar
á Miðlofti í Bryggjuhúsi þar sem stiklað er
á stóru um sögu svæðisins frá níundu öld til
miðrar síðustu aldar.
Ljós og tími - Ljósmyndir úr safneign
Listasafns Reykjanesbæjar
Á síðustu 15 árum hefur Listasafn Reykja-
nesbæjar eignast fjölda listrænna ljós-
mynda sem nú má sjá á sýningu í Bíósal
Duus Safnahúsa. Þar má m.a. sjá verk eftir
bæði innlenda og erlenda ljósmyndara s.s.
Einar Fal Ingólfsson, Spessa, Katrínu Elvars-
dóttur, Tom Sandberg, Vigdísi Handhammer.
Titill sýningarinnar vísar í helstu frumþætti
miðilsins, þ.e. ljós og tíma. Einnig má velta
fyrir sér orðum John Szarkowski, yfirmanns
ljósmyndadeildar Nútímalistasafnsins í
New York (M.O.M.A) og helsta sérfræðings
í bandarískri ljósmyndun, sem setti fram
athyglisverða kenningu um ljósmyndun
þar sem hann skipti ljósmyndurum í tvo
flokka; þá sem litu á ljósmyndun sem tæki til
tjáningar á einkalegum viðhorfum, sem sagt
„speglamenn“, og þá sem litu á hana sem
tæki til hlutlausrar frásagnar af hinu séða,
þ.e. „gluggamenn“.
Sýningin opnaði föstudaginn 15.nóvember
og stendur til 22.apríl.
Rokksafn Íslands
Hljómahöll
Hjallavegi 2, Ytri-Njarðvík
Opið laugardag og sunnudag kl. 11 – 18
rokksafn.is
Geggjaður gagnvirkur plötuspilari
Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og
rokktónlistar á Íslandi. Þar er saga tónlistar
á Íslandi sögð allt frá árinu 1830 til dagsins
í dag. Safnið frumsýnir um þessar mundir
nýjan hluta safnsins sem unnin var í sam-
starfi við fyrirtækið Gagarín sem sérhæfir
sig m.a. í gagnvirkum lausnum fyrir söfn.
Í nýja hlutanum geta gestir skoðað sögu
íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita
í gegnum gagnvirka plötuspilara. Sjón er
sögu ríkari.
ÓKEYPIS Á ÖLL SÖFN