Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.02.2019, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 21.02.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. febrúar 2019 // 8. tbl. // 40. árg. FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. VARAHLUTIR Í FLESTA BÍLA Á LAGER FRÁ OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA KL. 8–18 Verksmiðjuábyrgð á þínum bíl er tryggð með vottuðum varahlutum frá Stillingu Grófin 19, Keflavík Símar: 456-7600 & 861-7600, bilathjonustan@bilathjonustan.is Staðsetning nýs gervigrasvallar vestan Reykjaneshallar mun ráðast af því hvort nýta eigi hann sem æfingavöll eða keppnisvöll. Þá má nýta Reykja- neshöll betur, að mati Sigurbjörns Boga Jónssonar og Sverris Bollasonar frá VSÓ. Þeir kynntu nýverið skýrslu um úttekt á fyrrgreindum íþrótta- mannvirkjum. Fundur Reykjanesbæjar með for- svarsmönnum knattspyrnufélaganna í sveitarfélaginu um úttekt VSÓ á nýtingu Reykjaneshallar og stað- setningu nýs gervigrasvallar fór fram í Akademíunni í janúar. Bæjaryfir- völd hafa á undanförnum mánuðum hafið undirbúning að gerð nýs gervi- grasvallar í Reykjanesbæ. Töluverð umræða hefur verið um að Reykja- neshöllin sé fullnýtt á bestu tímum hallarinnar. Í framhaldi af þeirri umræðu var tekin sú ákvörðun að fá óháða aðila til að gera úttekt á notkuninni. Jafn- framt að skoða hvar vestan Reykjanes- hallar sé best að nýr gervigrasvöllur verði staðsettur. Sigurbjörn Bogi Jónsson og Sverrir Bollason frá VSÓ kynntu helstu niður- stöður skýrslunnar. Þar kemur fram að nýting á æfinga- og keppnistímum hallarinnar sé nokkuð góð þó að alltaf megi gera betur. Að auki kynntu þeir nokkra valkosti um gerð nýs gervi- grasvallar vestan Reykjaneshallar. Skiptir þar miklu máli hvort rætt sé um æfingavöll eða keppnisvöll, segir á vef Reykjanesbæjar. Steinsteypuverðlaunin 2019 voru veitt við hátíðlega athöfn á Steinsteypu- deginum á Grand Hótel 15. febrúar sl. en þau eru veitt fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu um- hverfi. Bláa Lónið Retreat, Hótel og Heilsulind, með áherslu á mynsturvegg, hlaut verðlaunin að þessu sinni. Í ár bárust Steinsteypufélagi Ís- lands alls þrettán tillögur og af þeim þrettán voru valin fimm mannvirki til að skoða betur: Ástjarnarkirkja – Safnaðarheimili, Bláa Lónið Ret- reat – Hótel og heilsulind – áhersla á mynsturvegg, Brú í mislægum vegamótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar, Búrfellsstöð II – Stoðveggur úr vistvænni steypu og Guðlaug við Langasand á Akranesi. Að þessu sinni var það Bláa Lónið Retreat, Hótel og Heilsulind, með áherslu á mynsturvegg, sem hlaut verðlaunin. Það er álit dómnefndar að steinsteypa nýtur sín vel á mörgum stöðum í byggingunni, að innan sem utan, og einstaklega vel hafi tekist til við framkvæmd á mynsturveggnum sjálfum. Mikil áhersla er á frumleika og er hönnun og framkvæmd framúr- skarandi. Eldvörp (Bláa Lónið) er eigandi verksins. Um hönnun sáu Basalt Arkitektar og Efla verkfræði- stofa, framkvæmd var í höndum JÁ- VERK og steypan í mannvirkið kom frá Steypustöðinni. Stjórn Steinsteypufélags Íslands sá um að velja mannvirkið sem hlaut Steinsteypuverðlaunin 2019, segir í frétt á vef Steinsteypufélags Íslands. Konráð kveður HSS Kvensjúkdómalæknirinn Konráð Lúðvíksson hefur látið af störfum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir áratuga starf. Konráð hefur á sínum langa ferli unnið af mikilli fórnfýsi í þágu samfélagsins á Suðurnesjum, en hann tók fyrst til starfa á HSS árið 1984. Síðan þá hefur hann starfað sem sérfræðingur, yfirlæknir og lækningaforstjóri. Á heimasíðu HSS þakka stjórnendur og starfsfólk Konráði fyrir ómetanlegt starf og óska honum og fjölskyldu hans velfarnaðar. Sveitarfélagið Vogar vinnur markvisst að undirbúningi framkvæmda ársins. Samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið eru ýmsar framkvæmdir á döfinni, samkvæmt samantekt Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra sveitarfélagsins. Framkvæmdir við byggingu nýrrar þjónustumiðstöðvar sveitarfélagsins eru þegar hafnar og er jarðvinnan vel á veg komin. Nú er unnið að gerð út- boðsgagna fyrir þau verk sem unnin verða yfir sumarmánuðina. Þar má t.a.m. nefna endurnýjun norðurhluta götunnar Kirkjugerðis, þ.e. endur- nýjun lagna, yfirborðs og gangstétta. Stapavegurinn fær einnig andlits- lyftingu, en kaflinn milli Hafnar- götu og Iðndals fær nýtt yfirborð og gatan verður þrengd lítillega. Með því móti verður lagnasvæðið meðfram götunni komið út fyrir vegstæðið, sem munar miklu ef af einhverjum ástæðum þurfi að komast í lagnirnar, t.d. vegna bilana. Vatnsveita og fráveita verða lögð inn á tjaldsvæðið, þannig að unnt verði að koma fyrir nýju og rúmgóðu að- stöðuhúsi fyrir gesti svæðisins, auk þess sem rekstraraðili þess hyggst reisa þar nokkur smáhýsi til útleigu fyrir ferðamenn. Síðast en ekki síst er fyrirhugað að ráðast í framkvæmdir við fráveit- una, með því að byggja litla dælu- stöð neðan við Akurgerði og leggja s.k. þrýstilögn þaðan að útrásinni við hafnargarðinn. Þar verður einn- ig byggð lítil dælistöð með hreinsi- búnaði. Loks er ráðgert að leggja göngu- og hjólreiðastíg milli Voga og Brunnastaðahverfis, meðfram Vatnsleysustrandarveginum. Síðast en ekki síst er lagning ljósleiðara í dreifbýlinu á verkefnalista ársins. Rýnt í nýtingu Reykjaneshallar og gerð nýs gervigrasvallar Vogamenn undirbúa fjöl- margar framkvæmdir Framkvæmdastjórn HSS, Fjölnir F. Guðmundssson, framkvæmdastjóri lækninga, Halldór Jónsson forstjóri og Elís Reynarsson fjármálastjóri, kvaddi Konráð með virktum en með þeim á myndinni er Ragnheiður Magnúsdóttir, eiginkona Konráðs. Á myndina vantar Ingibjörgu Steindórsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar. Bláa Lónið Retreat hlaut Steinsteypuverðlaunin 2019

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.