Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.02.2019, Page 9

Víkurfréttir - 21.02.2019, Page 9
9MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. febrúar 2019 // 8. tbl. // 40. árg. Sumarstörf hjá Icelandair Cargo Keflavíkurflugvelli Icelandair Cargo óskar eftir að ráða til sín öfluga, sjálfstæða og hressa einstaklinga í sumarafleysingar á skrifstofu félagsins í Keflavík. Afleysingar byrja 1. júní og lýkur 30. ágúst, gert er ráð fyrir 4–6 vikum í þjálfun og starfsmaður sé tilbúinn í slaginn þann 1. júní. Icelandair Cargo býður upp á fjölbreytt, spennandi og krefjandi sumarstörf. Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samkiptum, reglusemi, stundvísi og sveiganleika. Unnið er á tvískiptum dagvöktum, tvískiptum dag- og næturvöktum og dagvinnu. Störfin felast í: | Útflutningur: Vinnslu útflutningsgagna, utanumhaldi á hleðslu, samskipti við viðskiptavini og aðrar deildir innan Icelandair Group. Þetta eru dagvaktir 08-20 á vaktasyrpu 2-2-3 og dag- og næturvaktir 08-20/20-08 á vaktasyrpu 5-5-4 | Innflutningur: Tölvuinnsláttur, utanumhald á innflutningi, rekjanleika og önnur tilfallandi störf. Þetta eru dagvaktir frá 05:30-17:30 á vaktasyrpu 2-2-3 Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg. Góð tölvu- og tungumálakunnátta skilyrði. Fólk með þekkingu og/eða reynslu úr flugheiminum er sérstaklega hvatt til að sækja um. Lágmarksaldur umsækjenda er 20 ár. Umsóknarfrestur er til og með 1. mars 2019. Umsóknir óskast sendar til Ástu P. Hartmannsdóttur, stöðvarstjóra Icelandair Cargo í Keflavík | asta.p.hartmannsdottir@icelandaircargo.is Á hvaða braut ertu? Félagsvísindabraut. Hver er helsti kostur FS? Skemmtilegt félagslíf. Hver eru áhugamálin þín? Ég hef mikinn áhuga á björgunarsveitastarfi og elska að ferðast. Hvað hræðistu mest? Köngulær. Hvaða FSingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ólöf Rún á eftir að ná langt í körfunni. Hver er fyndnastur í skólanum? Kolbrún Dögg. Hvað sástu síðast í bíó? Arctic. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Meira úrval af hollum mat. Hver er helsti gallinn þinn? Á það stundum til að láta námið sitja á hakanum þegar það er mikið að gera í öðru hjá mér. Hver er helsti kostur þinn? Ég á frekar auðvelt með að kynnast nýju fólki. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, Instagram og Messenger. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Setja fleiri bílastæði og færa eyðuna sem er á föstudögum og hafa hana í byrjum dags eins og hún var. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Jákvæðni og gott hugarfar. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Félagslífið er held ég fínt en ég er ekki nógu dugleg að taka þátt í því. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Hef mikinn áhuga á að fara í lögregluna. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Rólegt og þægilegt og stutt til Reykjavíkur. Uppáhalds. .. ...kennari? Anna Taylor . ...skólafag? Handavinn a. ...sjónvarps þættir? Gre y’s Anatomy . ...kvikmynd ? Með allt á hreinu. ...hljómsve it? Stuðmen n. ...leikari? B lake Lively. FSingur vikunnar: Hefur mikinn áhuga á björgunarsveitastarfi Að þessu sinni er átján ára stúlka úr Grindavík FSingur vikunnar. Hún heitir Karín Óla Eiríksdóttir. Henni finnst skemmtilegt félagslíf vera helsti kostur FS en vill fá meira úrval af hollum mat í mötuneyti skólans. Hugað að stækkun Stóru-Vogaskóla Í Stóru-Vogaskóla eru nú liðlega 170 nemendur í tíu bekkjardeildum. Skólabyggingin var upphaflega tekin í notkun árið 1979 en síðan þá hefur tvívegis verið byggt við hana, síðast árið 2005 þegar álman sem hýsir unglinga- stigið var tekin í notkun. Við þá framkvæmd var þá þegar hugað að enn frekari stækkunarmöguleikum til framtíðar með því að undirbúa jarðvegsskipti fyrir aðra slíka viðbyggingu. Í vikulegum pistli Ásgeirs Eiríkssonar, bæjar- stjóra Sveitarfélagsins Voga, segir að nú sé komið að því að huga að húsnæðismálum skólans að nýju, ekki síst nú þegar fjölgun íbúða og íbúa er fyrirsjáanleg. Það er til mikils að vinna fyrir starfsemi skólans og rekstur að nýta sem best þá innviði sem þegar eru til staðar og fresta þannig í lengstu lög byggingu nýs skóla. Starfshópur um húsnæðismál grunnskólans tekur á næstunni til starfa, þar sem rýnt verður í húsnæðisþarfir skólans til næstu ára. Þar er að mörgu að hyggja enda skólastarfið í stöðugri þróun og vexti, að auki eru þarfirnar síbreyti- legar. Einnig verður hugað að þáttum eins og starf- semi félagsmiðstöðvar, lengdrar viðveru, aukinnar áherslu í tónlistarnámi o.fl. FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.