Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.02.2019, Page 13

Víkurfréttir - 21.02.2019, Page 13
13UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. febrúar 2019 // 8. tbl. // 40. árg. Við skulum fylgjast spennt með Það hefur verið nánast árviss viðburður undanfarinn áratug að óánægja sé látin í ljós þegar kemur að fjárveitingum ríkisins til þeirra málaflokka sem ríkinu er ætlað að sinna á Suðurnesjum. Sú óánægja hefur að mestu gengið út á að svo virðist vera sem reiknilíkan ráðuneytanna séu óháð tíma og rúmi þar sem ekkert tillit er tekið til þeirra öru breytinga sem hér eiga sér stað. Hvergi á landinu öllu hefur íbúafjöldi aukist meira en hér á Suðurnesjum. Ráðuneytin virðast þó föst í því fari að engin ástæða sé til breytinga reiknilíkana sinna. Þetta hefur gengið hingað til og hlýtur því að ganga svona áfram. Reiknilíkan ráðuneytanna Öllum er ljóst að leiðrétt- ingar er þörf. Þingmenn okkar og sveitarstjórnir hafa eftir bestu getu vakið máls á stöðunni en án ár- angurs. „Computer says no,“ þegar kemur að líflausum reiknilíkönunum. Þau eru enn forrituð á þeim forsendum sem þeim voru gefnar í upphafi, fjar- lægðum frá Reykjavík, hæð fjallvega og öðru í þeim dúr. Þau gera hins vegar ekki ráð fyrir að lífið haldi áfram eða að forsendur kunni að breytast. Að fólkinu kunni að fjölga sem nýta þurfi sér þjónustuna. Óbreytt framlög Við heyrum reglulega í ráðherrum þeim sem með fjárveitingar til mála- flokkanna fara svara gagnrýnis- röddum eitthvað á þá leið að gagn- rýnin eigi bara alls ekki rétt sér. Víst sé aukning hvað framlögin varða. Sem er að vissu leyti rétt en sú aukning hefur því miður aðeins mætt verðlags- hækkunum, auknum launakostnaði og hækkaðri húsaleigu í mörgum tilfellum reiknuðum af ríkinu sjálfu. Eftir situr að raunframlög ríkisins til þeirra málaflokka sem þeim er ætlað að sinna á Suðurnesjum hafa lítið sem ekkert hækkað á meðan íbúum hefur fjölgað um hátt í 40% frá árinu 2006. Fordæmalaus fólksfjölgun kallar á aukna þjónustu og þar þýðir lítið fyrir ráðuneyti og valdamenn að syngja stöðugt sama sönginn um að Suður- nesjamenn hafi völlinn. Þær tekjur sem þaðan koma eru og verða ekki eyrnamerktar til að standa undir heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntun. Þeim fjárveitingum er ætlaður staður í fjárlögum þar sem allir íbúar þessa lands eiga að njóta sama réttar og sömu þjónustu. Öll borgum við jafnt hlutfall skatta af tekjum okkar til að standa straum af sameiginlegum kostnaði, sama hvar á landinu við búum. Ábyrgð og virðing þingmanna Alþingi Íslendinga er æðsta stofnun landsins. Vald al- þingismanna er mikið, þar geta þeir haft áhrif á jafnvel dauðustu tölvukerfi, vilji þeir það viðhafa. Það er á ábyrgð þingmanna Suður- kjördæmis að íbúum á Suðurnesjum séu tryggðar fjárveit- ingar til jafns við aðra íbúa þessa lands. En til þess að breyta þá þurfa menn að þora. Það eru þingmenn okkar sem geta breytt stöðunni og það geta þeir gert strax við afgreiðslu næstu fjárlaga. Það er í höndum okkar, kjósenda, að veita öllum þingmönnum Suður- kjördæmis aðhald. Hjálpa þeim að öðlast þá virðingu gagnvart öðrum þingmönnum, þannig að menn láti sér ekki detta í hug að við afgreiðslu næstu fjárlaga verði hagsmunir opin- berrar þjónustu á Suðurnesjum fyrir borð bornir, enn á ný. Við skulum standa saman. Við skulum fylgjast spennt með Það er kominn tími til að við krefj- umst þess að árangur náist í þessu sjálfsagða baráttumáli. Að við sitjum við sama borð og aðrir landsmenn. Þingmenn okkar þurfa að sameinast í baráttunni. Það gera þeir best með því að að láta það berast tímanlega að hér eftir verði engin fjárlög samþykkt af hálfu þeirra, nema að tryggt sé að fjárveitingar til stofnanna ríkisins á Suðurnesjum standi undir þeirri þjónustu sem þeim er ætlað að sinna. Aðeins þannig mun viðhorf forritanna breytast og computer says „Accepted“. Við skulum fylgjast spennt með hvaða hagsmuni þingmenn okkar setja í for- gang við undirbúning og afgreiðslu næstu fjárlaga. Með bestu kveðju, Hannes Friðriksson Grænt ljós, gult ljós, rautt ljós Við erum stödd í Keflavík árið 1998. Átta ungmenni (þrír bílstjórar) leggja bílum sínum í brekku ofan við gatnamót, sem mynda kross. Á þessum tíma voru japanskir sportbílar vinsælir: Toyota Twincam, Celica, Honda CRX og fleiri tegundir sem ég man ekki í svipinn en það kæmi mér ekki á óvart að þessir bílar væru enn á götunni. Parið í bílnum sem er fyrst í röðinni hafði verið saman í mörg ár, þrátt fyrir ungan aldur. Þau komu frá erfiðum heimilum og fátækt og ég man að þau deildu saman samloku í bílnum (en samt sem áður áttu þau alltaf sígarettur). Í öðrum bílnum er par sem er nýbyrjað saman og reykja eitrað tóbak úr gosflösku með beygl- uðum enda. Ég er í þriðja bílnum ásamt þremur öðrum sem ég þekki lítið, nema stelpu sem ég var að hitta. Þau reykja líka öll úr beygluðum gos- flöskum, með álpappír og hlusta á hávært þungarokk. Ég heyri varla í sjálfum mér hugsa og set höndina mína hikandi á hún- inn á afturhurðinni en er hræddur um hvað þeim muni finnast ef ég læt mig hverfa. Ég veit hvað er að fara að gerast. Þau stunda þetta, þegar fáir eru á ferli. Þennan leik kölluðu þau Grænt ljós, gult ljós, rautt ljós. Vinkona mín sem situr við hliðina á mér fær skilaboð í símann sinn, hlær og sýnir mér það sem stendur. Skilaboðið er frá parinu í fremsta bílnum. Ég sé að fremsti bíllinn er settur í gang og reykmökkurinn umlykur allan bílinn er hann þenur vélina í botn og hávaðinn eftir því. Umferðaljósin í um 100 metra fjarlægð eru gul og verða fljótlega græn og bíllinn rýkur af stað. Grænt og bíllinn kominn hálfa leið, gult og bílinn nálgast og verður svo rautt – og græn Celican flýgur yfir gatnamótin (á rauðu ljósi) á öllum sínum 150 hestöflum. Seinni bílinn fer af stað; grænt, gult, rautt og hann flýgur yfir á eldrauðu og beina leið niður á Hafnargötu. Bílstjórinn okkar klárar síðasta smókinn og hendir sígarettunni út um gluggann og setur upp rúðuna. Ég ákveð að opna og fara út en hurðin er læst. Ég tek úr lás í flýti og fer út úr bílnum. Stelpan sem ég var að hitta skrúfar niður rúðuna og kallar „Aumingi“ og bíllinn rýkur af stað. Grænt, gult, rautt. Guðmundur Magnússon Aðstoðarleikskólastjóri Tjarnarseli Reykjanesbær auglýsir starf aðstoðarleikskólastjóra við leikskólann Tjarnarsel laust til umsóknar frá og með 1. ágúst 2019. Tjarnarsel er fjögurra deilda leikskóli með 80 börn staðsettur í hjarta bæjarins. Í Tjarnarseli er lögð áhersla á útinám í náttúrulegum garði leikskólans og vettvangsferðir um nánasta umhverfi hans. Einnig er lögð rækt við mál og læsi með áherslu á að efla orðaforða barna í gegnum leik og starf. Tjarnarsel er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi leikskóli á vegum Landslæknisembættis Íslands. Skólinn tekur jafnframt þátt í samstarfsverkefnum með öðrum leik- og grunnskólum hérlendis og erlendis í gegnum Erasmus+ og eTwinning. Leikskólinn hefur fimm sinnum tekið við Grænfána viðurkenningu Landverndar. Helstu verkefni • Er aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri leikskólans • Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans • Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins • Sinnir að öðru leyti þeim verkefnum er varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum Menntunar- og hæfniskröfur • Leikskólakennaramenntun • Reynsla af stjórnun æskileg • Sjálfstæði í vinnubrögðum og góð samskiptahæfni • Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum • Gott vald á íslenskri tungu • Góð tölvukunnátta Umsóknarfrestur er til 27. febrúar 2019. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Umsókninni fylgi starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags stjórnenda í leikskólum. Umsækjendur eru beðnir að sækja um rafrænt á ráðningarvef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is undir Laus störf. Nánari upplýsingar um starfið veitir Árdís Hrönn Jónsdóttir leikskólastjóri Tjarnarsels, ardis.h.jonsdottir@tjarnarsel.is Með erindi verða: • Atli Kristjánsson, Forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs hjá Bláa Lóninu • Theodóra Þorsteinsdóttir, verkefnisstjóri hjá Isavia • Edda Kentish, Hugmyndasmiður og stefnumótunarráðg jafi hjá Hvíta húsinu • Fundarstjóri er Breki Logason, Framkvæmdastjóri og eigandi Your Day Tours Jafnframt fer fram afhending viðurkenninga ferðaþjónustunnar á Reykjanesi 2018. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis en skrá þarf þátttöku á markadsstofareykjaness.is eða markaðsstofa@visitreykjanes.is. MARKAÐSSTOFA REYKJANESS OG REYKJANES UNESCO GLOBAL GEOPARK BJÓÐA TIL MORGUNVERÐARFUNDAR Í HLJÓMAHÖLL FIMMTUDAGINN 28. FEBRÚAR KL. 8:30-10:30. ÁFANGASTAÐURINN REYKJANES - TÆKIFÆRI EÐA TÁLSÝN? Suðurnesjamagasín alla fimmtudaga kl. 20:30 á Hringbraut og vf.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.