Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.02.2019, Síða 14

Víkurfréttir - 21.02.2019, Síða 14
14 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. febrúar 2019 // 8. tbl. // 40. árg. Atvinna Sandgerðishöfn óskar eftir starfsmanni í fullt starf. Helstu viðfangsefni: • Vigtun og skráning sjávarafla • Öryggiseftirlit • Þjónusta við skip, s.s. raða skipum í höfn, binda skip við bryggju og afgreiðsla á vatni og rafmagni • Þrif og almennt viðhald á hafnarsvæði • Önnur tilfallandi verkefni Menntun og hæfniskröfur • Góð almenn tölvukunnátta • Réttindi á hafnarvog er kostur • Þjónustulund, stundvísi og hæfni í mannlegum samskiptum • Sjálfstæði í vinnubrögðum Vinnutími og launakjör Unnið er á vöktum og eru laun samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Starfið hentar konum jafnt sem körlum. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist á netfangið runar@sandgerdishofn.is eða á skrif- stofu Suðurnesjabæjar að Sunnubraut 4, 250 Garði. Upplýsingar um starfið veitir hafnarstjóri í síma 420 7537. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 4. mars 2019. Sandgerðishöfn er höfn í sókn og leggur áherslu á umhverfis- og öryggismál HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR Grenndarkynning – Verbraut 1 og 5 Bæjarstjórn Grindavíkur hefur ákveðið að grenndarkynna skipulagsbreytingar við Verbraut 1 og 5. Um er að ræða óverulegar breytingar á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingar eru gerðar á deiliskipulagi miðbær – hafnarsvæði og deiliskipulagi gamla bæjarins í Grindavík. Lóð Verbrautar 1 er færð inn á skipulag miðbær- hafnarsvæði og skilgreindir byggingarskilmálar fyrir hana og felldur út byggingarreitur á Verbraut 5. Samhliða er gerð óveruleg breyting á landnotkun í aðalskipulagi Grindavíkur 2010-2030 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Breytingartillögur eru aðgengilegar á heimasíðu bæjarins www.grindavik.is. Þeim sem telja sig hafa hagsmuna að gæta geta sent inn athugasemdir til 15. mars 2019 til Sigurðar Ólafssonar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, sigurdur(hjá)grindavik.is eða á skrifstofu bæjarins merkt „Verbraut 1 og 5“. Sigurður Ólafsson Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs VANTAR ÞIG RÚTU? Hópferðir, skemmtiferðir, árshátíðir, óvissuferðir. Hafðu samband og við gerum tilboð: Sími: 852 9509 // email: info@shuttle.is // www.shuttle.is Keflavík Geysisbikarmeistar í 9. flokki stúlkna. Maður leiksins: Agnes María Svansdóttir 23 stig 6 stolnir. Keflavík Geysisbikarmeistari í stúlknaflokki. Maður leiksins: Anna Ingunn Svansdóttir 19 stig 10 stolnir. Grindavík Geysisbikarmeistari í 10. flokki stúlkna. Maður leiksins: Elísabeth Ýr Ægisdóttir 13 stig 9 fráköst. Njarðvík Geysisbikarmeistari í unglingaflokki karla. Maður leiksins: Jón Arnór Sverrisson 24 stig - 12 stoðs. 16 fráköst. Fjórir bikarar til Suðurnesja Keflvískar systur leik- menn helgarinnar Metfjöldi lagði leið sína í Laugar- dalshöll um liðna helgi til þess að njóta bikarúrslita í Geysisbikarnum í körfubolta. Liðin frá Suðurnesjum voru að vanda áberandi í úrslita- leikjum og nældu sér í fjóra bikara. Keppt var til úrslita í níu flokkum og fóru titlarnir til fimm félaga. Það vakti talsverða athygli að syst- urnar Anna Ingunn og Agnes Mar- ía úr Keflavík voru báðar kjörnar bestu leikmenn í sitt hvorum úrslita- leiknum. Kvöldmessa allra kynslóða í Ytri- Njarðvíkurkirkju Á sunnudaginn kemur, 24. febrúar verður kvöldmessa kl. 19:30 með þátttöku ungra og eldri í Ytri-Njarð- víkurkirkju. Organistinn, Stefán Helgi Kristinsson og kirkjukórinn leiða söng og önnur tónlistarat- riði, fermingarbörn vorsins og for- eldrar verða ásamt Pétri Rúðrik Guðmundssyni, æskulýðsfulltrúa og kirkjuverði, með söng og leik. Prestur í messunni verður séra Hjálmar Jónsson fyrrum Dómkirkju- pestur en hann hefur verið að leysa af prestana í Njarðvíkurprestakalli í forföllum þeirra. Markmiðið er að eiga þarna notalega kvöldstund allra kynslóða, kvöldvöku á léttum og ljúfum nótum, segir í til- kynningu frá séra Hjálmari. Konudagskaffi í Suðurnesjabæ Norræna félagið í Suðurnes- jabæ býður upp á konudagskaffi í Auðarstofu Garði sunnudaginn 24. febrúar kl.15:00 til 17:00. Allir eru velkomnir. Suðurnesjamagasín á Hringbraut og vf.is fimmtudagskvöld kl. 2 0:30

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.