Skemmtiblaðið - 01.02.1921, Síða 3
SKEMMTIBLAÐIÐ
3
geta afleiðinga óveðursins í þessum herbergjum við
húsbóndann.
Berger skipaði því Rósu, að iáta strax flytja föt
frúarinnar inn í annað herbergi.
>Mjer kemur það ekki til hugar<, sagði hann stima-
mjúkur við konu sína, >að láta það viðgangast, að
þú búir þig í herbergi með brotnum rúðum —
alveg eins og þú værir kona einhvers betlara, en
ekki Moritz Bergers<.
Unga konan ]jet sjer nægja að hneigjr sig í
þakklætisskyni fyrir þessa umhyggjusemi manns
sins. — En ungfrú Rósa, sem var roskinn kvenn-
maður, og stjórnsöm um raargt,! tók þetta mjög
óstinnt upp. Henni fannst allar þessar skipanir
Bergers móðga sig.
>Hvað meinið þjer?< sagði Rósa önug. >Jeg fæ
ekki betur sjeð en að allt sje hjer i sæmilegu lagi
ettir atvikum og að herbergið sje frúnni boðIegt<.
Berger leit reiðulega til hennar.
>Þegið!< sagði hann. >Jeg þoli engan mótþróa
af þjónum minum. Ef þjer segið eitt orð, rek jeg
yður burt umsvifalaust. Skiljið þjer það, Rósa. —
Takið þjer nú strax það sem frúnni tilheyrir og
farið með það inn í herbergið hinumegin, sem jeg
ætlaði mjer, og verið henni hjálpsamar við tata*
skittin. — Herbergisþjónn minn getur altur á móti
komið hingað inn með dótið mitt<.
Stúlkan föinaði upp, hún beit á vörina, tók saman
fötin frúarinnar þegjandi, braut þau saman og rað-
aði þeim ofan í körfu og sagði:
>Ef frúuni þóknast að fylgjast með, skal jeg
vísa til vegar<.
Lára hneigði sig fyrir manni sfnum og bjóst að
fylgjast með stúlkunni, en Berger lagði hendur á
axlir hennar og kysti hana. — Lára tók alúð hans
með allra hæversku, en sagði ekki eitt einasta orð.
>Við hittumst von bráðar aftur, elskulegi engill-
inn minn<, sagði hann. — Að svo mæltu fóru
þan Lára og Berger hvort til síns herbergis.
— En — tfu til fimmtán mfnútum sfðar, þegar
þjónn Bergers fór með ferðaföt hans inn í her-
bergið til hans, sá hann hvar hússbóndi hans Iá á
gólfinu — dauður að því er virtist.
Þjónninn rak upp hvert ópið á fætur öðru, svo
að ýmsir gestanna þutu upp til handa og fóta.
Einn þeirra á meðal var heimilislæknir Bergers,
doktor Röhrig. Hann tók þegar að losa um föt
Bergers; hjelt eins og allir aðrir, að hann hefði
fengið aðsvif eða snert af slagi — og að allt kæmist
í saint lag von bráðar. En brátt komst hann samt
að annarri niðurstöðu og alvarlegri. — Hann
beygði sig niður að andliti Bergers, sem var
nábleikt, og fann einkennilega lykt úr munnihans.
Síðan gerði hann ýmsar athuganir. Og að því búnu
sneri hann sjer að einum veizlugestanna og mælti:
>Gerið svo vel að stma strax eftir lögreglunni.
Hjer hefur verið framinn einhver hinn svívirðileg-
asti glæpur, sem hugsanlegur er: >Brúðguminn
hefur verið drepinn á eitri<.
H.
Fregnin um morðið flaug um þorpið eins og
elding. Fólkið varð trá sjer numið af undrun, og
ágizkanir þess og athugasemdir alveg takmarka-
lausar. — Hver er morðinginn? — AUar fóru
ágizkanir manna hægt og hykandi af stað í byrjun.
En ekki leið á löngu, er þær tóku að verða Ijósari
og háværari. og um síðir komust flestir, eða jaln-
vel allir, að einni og sömu niðurstöðu: >— Brúð-
urin hlýtur að hata íramið glæpinn — annaðhvort
einsömul eða þá f samráði við fyrrverandi unnusta
sinn —<. Og það fannst öllum langsennilegast. —
Og þar sem þessi niðurstaða varð blátt áfram
almenn og einróma, gat lögreglan ekki látið það
undir höfuð leggjast, að taka haná til nákvæmrar
athugunar. Og varð endirinn sá, að samdægurs
voru þar bæði, Hoffmann læknir og ekkja Bergers,
sett í gæzluvarðhald.--------
Eins og sakir stóðu, varð ekki betur sjeð, en að
lögreglan hefði gildar ástæður til þessarrar ráð-
stöfunar. Rannsókn sú, er þegar halði farið fram
á herbergi þvf, er Berger fannst dauður í, leiddi
f Ijós sterkar Iíkur um sameiginlega sekt læknis-
ins og Láru. — Eitur það, er orðið hatði Berger
að bana, var sennilega blásýra. Lyktin, sem lagði
frá vitum hans, bar þess vott. Og í vatnsglasinu,
sem stóð á borðinu, samhliða vatnsflöskunni, voru
enn nokkrir dropar, er sögðu til utn eitrið. Auk
þess fannst úti í garðinum, fyrir neðan herbergis-
gluggann, lítil, tóm flaska, vafin innan í hálmskúf. í
henni var talið víst að eitrið hefði verið. Hún var
sömu tegundar og flöskur, sem notaðar eru til að
geyma f hættulega vökva. í henni var glertappi
með áliirdum lappa og áprentaðri hauskúpu, ásamt
orðunum: >Acidum Hydrocyanatum<. — Utaná-
skriftin var, að vitni Wagners lyfsala, rituð af
HofFmann lækni, enda staðfesti hann umsvifalaust,
að flaskan væri frá sjer, og hefði hún, ásamt öðr-
um lyfjaílátum, verið geymd f lokuðum kassa á
biðstofu sinni. En hvernig hún hefði borizt þaðan
þessa leið, án sinnar vitundar, gæti hann ekki
skilið. —
Þetta voru fyrstu upplýsingarnar, er yfirheyrzla •
Baumgartuers dómara leiddu í ljós að morðinu ný-
afstöðnu. Og frá því rjettarhaldi var þeim fylgt í
fangelsið, Láru og honum. — Þau höfðu sitt her-
bergið hvort, vel búið að munurn og hreinlegt, —
svo að í rauninni höfðu þau ekki annars að sakna
en frjálsra ferða.
Sakamálslæknirinn, doktor Röhrig, krutði llkið,
og daginn ettir lýsti hann yfir þvf, að Berger
hetði drukkið blásýru og beðið bana af.
Næsta dag hjelt Baumgartner dómari nákvæma
yfirheyrzlu yfir þeim Hoffmann lækni og Láru.
En vegna stöðu þeirra I þjóðfjelaginu annars vegar,
og svo hins vegar fyrir þá sök, að hann var góð-
kunningi beggja, og vináttubundinn Smith gamla
ríkisgjaldkera, föður Láru, var honum annt um að
hlífa þeim við óþægindum sve sem unnt var.
Fyrir því tók hann til þeirrar nýbreytni, að hanu
Ijet þau ekki koma úr fangelsinu til rjettarsalsins,
heldur fór hann sjálfur til þeirra í fangelsið og
yfirheyrði hvort um sig í sínu herbergi þar.
(Frh.).
Laglega svarað. Ungur Sáluhjálparhersforingi í«-
lenzkur hjelt samkoœu niður við Uuusverzlun í sumar. í
rœðu sinni minntist hann allverulega á Kain. Ungur gár-
ungi meðal áheyrenda, er langaði til að trufla samkomuna,
hrópar hátt til foringjans og segir:
„Halló! — Hver var kona Kains?“
„Hafðu hægt um þig, ungi vinur“, svaraði foringinn, rþví
sáluhjálpar þinnar vegna er þjer lang-hentugast að hugsa
sem> allra minnst um annara manna konur*.