Skemmtiblaðið - 01.02.1921, Blaðsíða 5
SKEMMTIBLAÐIÐ
5
litið til þín án hryllings, ef þú heldur áfram með
þetta«.
Svipurinn á andliti Montevals sýndi glöggt, að
hann var á báðum áttum.
»Hvað? lierra greifi! — Þjer skylduð þó víst
ekki vera að hugsa um að ónýta fyrir okkur þessa
skemmtun?» sagði nú aðalsmaður sá, sem fyrstur
hafði komið greiranum til þessa illverknaðar.
Greifinn hugsaði sig um.
»Hugo — ef þjer þykir vænt um mig, þá skaltu
fara að orðum mínum en ekki annarrac, sagði
kona hans,
>Heyrir þú það, þrælmenni, að konan mín biður
þjer vægðar<, sagði greifinn og sneri sjer að Claude.
>Guð blessi göfuga sál hennar«, stundi veiðiþjóf-
urinn um leið og hann bylti sjer í hiekkjunum,
svo sem hann hefði fengið krampaflog.
>Ætlarðu þá að verða við bón minni?« sagði
Blancha og lagði hendur um háls Montevals.
>Jeg verð víst að neyðast til þess, að breyta
eitthvað til um þetta. Jeg get ekki til þess hugsað,
að þú fyllist óhug gagnvart mjer, elskan mín<,
sagði Monteval.
>Hjartans þakkir Hugo. Og ætlarðu þá að gefa
houum líf<, sagði hún.
>Nei, Blaucha. Lífi sínu helur hann fyrirgert. En
vegna bæna þinna skal honum verða hlíft við
>dauðareiðinni<. — Því lofa jeg. — Og hann skal
verða leystur af hirtinum nú þegar. — En nú verður
þú að fara hjeðan, elsku Blancha<.
>Jeg treysti þjer, Hugo — að gera það eitt, sem
þú ert fær um að verja fyrir augliti guðs<, sagði
hún, steig upp í burðarstólinn og hvarf inn f
skóginn áleiðis til hallarinnar.
>Nú er hún tarin<, sagði aðalsmaðurinn fyrnefndi.
>En eigi viðkvæmar konur að ráða um málefni vor
karlmannanna, þá fer nú ástandið heldur en ekki
að versna. Jeg vona því, að það sje ekki alvara
yðar að láta undan henni. — Þrællinn verður aftur
að festast á hjörtinn, eltir öllum listarinnar reglum.
Það væri óbætanlegur álitshnekkur að láta þessa
framkvæmd fara forgörðum. — Þjer verðið . . <.
>Nei. Jeg get ekki fullnægt ósk yðar, barón<,
sagði Monteval. >Jeg raska ekki því loforði, sem
jeg gaf konu minni. — Það er víst bezt að hengja
þrælinn. — Útvegið snöru<.
Skipun hans var óðar hlýtt, og Claude leiddur
að stóru trje.
>Hengið hann upp!< skipaði greifinn.
AUir þjónar hans litu með angistarfullum vand-
ræðarsvip hver á annan.
>Jeg geri það ekkk, æpti einn þeirra.
>Jeg ekki heldur«, sagði annar.
>Eftir hverju bíðið þið?« spurði greifinn byrstur.
>Náðugi herral Það vantar böðul, og sá meðal
okkar, er tæki að sjer það starf, yrði hjeðan í frá
ærusnauður maður<.
>Það bar þó enginn ykkar áhyggur út af þvf
áðan, þótt hann tæki þátt í því, að festa illræðís-
manninn á hjörtinn<, sagði greifinn.
>Það var líka eitthvað annað. náðugi herra<,
sagði gamli yfirveiðimaðurinn«- Það er að nokkru
leyti veiðimanns starf, en það, að hengja saka-
mann, drepa hann með eigin hendi — það er verk,
sem böðlinum einum ber framkvæmd á«.
>Jæja. — Svo það er þá enginn böðull til í
Beaujeut, sagði Monteval og leit á veiðiþjófinn. —
Hann hugsaði sig um nokkur augnablik, horfði
fast á veiðiþjófinn og sagði:
>Heyrðu Claude. Viltu bjarga Iífi þínu?<
>Hvað meiuið þjer, herra?« sagði Claude, og
vonargeisli Jjómaði um andlit hans.
>Það getur aðeins orðið á einn hátt. Þú skalt
taka að þjer böðulsstarfið í Beaujeu, ásamt öllu
sem því tilheyrir. Þú ert areiðanlega kjörinn maður
í þá stöðu<.
Veiðiþjófurinn hrökk við.
>Verða ærulaus manndula um aldur og ár<,
nö'draði hann agndofa. >Það er sárt að vera
hundsaður af öllum — verða að sitja eiun og fyrir-
litinn í veitingahúsinu. — Nei, herra. Það get jeg
ekki. Hengið mig heldur«.
>Við skulum þá lyfta honum upp á hjörtinn
aftur«, sagði greifinn harðneskulaga. >Þú verður
ekki hengdur. Þú hefur aðeins að velja á milli
hjartarins og böðulsstöðunnar, sem jeg býð þjer<.
>Jeg verð þá að taka hana. — Til hins get jeg
ekki hugsað, sagði Claude.
>Það er það skynsamlegasta sem þú gerir. Nú
ert þú frjáls ferða þiuna, og skipaður böðull f
Beaujeu. — A morgun snemma ferð þú á tund
dómarans. Og láttu mig framvegis ekki heyra neinar
kærur á þig<.
Veiðiþjófurinu var nú losaður við hlekkina. Hann
teygði úr limum sínum og þaut af stað í skyndi.
Allir þeir, sem sjónarvottar höfðu verið að þessum
einkennilegu atburðum, störðu á eftir honum með
undrunar-augnaráði meðan til hans sást.
>—Og nú byrjar veiðin, herrar mfnirl< sagði
gerifinn. — >Sleppið veiðihirtinum lausumk
Og nú hófst eltingarleikurinn, sem eftir nokkrar
stundir endaði með dauða dýrsins.
— Næsta dag var Claude Remy hjá dómaranum,
og tók við böðulsstöðunni.
Launin voru lítil, en óvissar tekjur talsverðar.
Claude Remy átti unnustu í Beaujeu. Hún var
dóttir fátæks skósmiðs. Og fátækt þeiria beggja
hafði til þessa verið ot rnikil til þess að um gift-
ingu væri að ræða. En nú hafði Claude >fasta
stöðu<, og fór hann því á tund skóarans, í beztu
meiningu, til þess að festa sjer Súsönnu. — En
fregnin um embættisverðugleika hans, hatði þegar
borizt þangað. — Skósmiðurinn stóð úti á hlaðinu,
þegar Claude kom. Hafði hann leðuról væna í
höndum, og var andlit hans svart eins og nóttin.
Fyrir aftan hann stóð kona hans, og Súsanna
grátandi.
>Jeg vil ekki sjá þig innan dyra minna, bölvaður
ormurinn!< öskraði karlinn og barði hann með
ólinni. >Hjeðan af ert þú ærulaus aumingi, sem
enginn vill hafa neitt saman við að sælda. Burt
með þig!«
Claude sagði ekki orð, en flýtti sjer á burt.
>Vei mjer<, sagði hann við sjálfan sig, >jafnvel
hinir örmustu og fátækustu bölva mjer og mjer er
hrundið út úr manntjelaginu, aumum og fyrir-
litnum<. — Og hann lokaði sig inni í embættis-
bústað sínum, sem var í einum turnanna við borg-
arvegginn. Hugur hans fylltist hatri og mótþróa
gegn öllu og öllum,
Hálft ár var liðið frá áðurgreindum atburðum,
En þá bar svo við, að hin unga og fagra greifafrú,
Blancha de Monteval, tók hægfara sjúkdóm. —
Duglegir læknar voru sóttir til hennar, en árang-