Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - 20.01.1995, Blaðsíða 29

Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - 20.01.1995, Blaðsíða 29
Frá stjórn FÍSÞ Frá siðanefnd Á aðalfimdi fyrir tæpum tveim árum var siðanefiid FÍSÞ falið að semja tillögur að starfsreglum. Sérstök áhersla var lögð á nokkra þætti svo sem; a. Sjálfstæði siðanefndar frá stjóm og öðrum nefhdum félagsins, b. Að fast form væri á samskiptum nefndarinnar og málsaðila. c. Að trúnaður og þagnarskylda sé virt og skilgreind. d. Hvemig farið skuli með niðurstöður. Tillögur að starfsreglum siðanefiidar FÍSÞ: NEFNDIN 1. gr. Hlutverk siðanefndar er að fjalla um mál sem talin era bijóta gegn siðareglum Ff SÞ. 2. gr. Siðanefiid kýs sér formann og skiptir með sér verkum. 3. gr. Siðanefhd skal halda gerðabók. Þar skal nafhleyndar gætt eins og kostur er. 4. gr. Siðanefhd gætir þagnarskyldu varðandi persónulegar upplýsingar f erindum sem henni berast. 5. gr. Teljist nefiidarmaður I siðanefitd vanhæfur t.d. vegna vináttu-, fjölskyldu- eða félagslegra tengsla skal hann víkja úr nefndinni í viðkomandi máli. Nefhdarmaður getur af sömu ástæðum vikið úr nefhdinni að eigin ósk við umfjöllun á einstökum málum. Stjóm skal þá tilnefiia mann í stað þess sem víkur úr nefiidinni. AÐ VÍSA TIL SIÐANEFNDAR 6. gr. Eftirtaldir aðilar geta vísað máli til siðanefhdar: A. Félagar í FÍSÞ og skjólstæðingar þeirra; B. Stjóm FÍSÞ; C. Siðanefnd FÍSÞ; D. Aðrir ef sérstakar ástæður liggja fyrir. 7. gr. Málsaðilum er heimilt að fá utanaðkomandi aðila til að reka sitt mál fyrir siðanefnd. 8. gr. Erindi til siðanefiidar skulu berast skriflega og þar skýrt kveðið á um ástæður kvörtunar. 9. gr. Erindi skal berast til siðanefiidar innan 6 mánaða fiá því að viðkomandi atburður hefúr átt sér stað eða vitneskja um hann hefur borist málshefjanda. Siðanefnd getur veitt undanþágu frá þessum timamörkum ef sérstakar ástæður liggja að baki. MÁLSMEÐFERÐ 10. gr. Siðanefhd getur vfsað erindi fiá telji hún það ekki falla undir sitt verksvið eða af öðrum ástæðum. Málsaðilum skal strax tilkynnt um slíka ákvörðvm og hún rökstudd. 11. gr. A. Gagnaðila skal strax tilkynnt með ábyrgðarbréfi að erindi hafi borist siðanefnd. Skal þar gerð grein fyrir meginatriðum kvörtunar. B. Frestur gagnaðila til að svara siðanefitd er fjórar vikur frá dagsetningu póstkvittunar ábyrgðarbréfs. C. Formaður siðanefiidar getur framlengt fiest samkvæmt 11 .gr.B. D. Málsaðilum skal gefmn kostur á að leggja fram skriflega nánari upplýsingar er varða viðkomandi erindi, þó ekki meira en trö bréf frá Ert þú í nefnd ? Þeir sjúkraþjálfarar sem eru í nefndum á vegum félagsins og gefa ekki kost á sér áfram eru beðnir að láta uppstillinganefnd vita fyrir 30. janúar. Einnig er vel þegið að þeir sem hafa brennandi áhuga á stjómar- og nefndarstörfum hafi samband við uppstillinganefnd. Við vitum þegar um laus sæti í RITNEFND, SKEMMTINEFND og STJÓRN FÍSÞ. Formaður gefur ekki kost á sér áfram og þrír aðrir stjómarmeðlimir hætta. UPPSTILLIN GA NEFND Ama E. Karlsdóttir, v.s. 566 6200 Hulda Jeppesen, v..s. 566 6200 Kristbjörg Guðmundsdóttir, v.s.569 6366 hvoram aðila. Siðanefnd er heimilt að veita undarþágu frá þessu. Frestir skulu vera stuttir. Málsaðilum skulu kynnt meginatriði sem koma fram f þessum bréfum. E. Málsmeðferð skal vera skrifleg nema siðanefhd gefi málsaðilum kost á að tjá sig munnlega við nefiidina. 12. gr. Siðanefhd er heimilt að leita sér utanaðkomandi aðstoðar, t.d. lögfræðilegrar ef þörf krefur. FÍSÞ skal standa straum af slíkum kostnaði að fengnu samþykki stjómar. 13. gr. Niðurstaða siðanefndar fari eftir vUja meirihluta nefndarinnar og skal vera rökstudd. Minnihluta nefndarinnar er heimilt að birta sérálit. Niðurstaða siðanefiidar getur falið f sér eftirfarandi: A. Frávisun. B. Að ekki hafi verið brotið gegn siðareglum FÍSÞ. C. Að brotið hafi verið gegn siðareglum FÍSÞ. Siðanefhd getur veitt gagnaðila frest til að bæta ráð sitt. D. Tillögu til stjómar FÍSÞ um brottvisun úr félaginu. 14. gr. A. Greinagerð siðanefhdar sendist skriflega í ábyrgðarbréfi til beggja aðila og stjómar FÍSÞ. B. í greinagerðinni skal koma fiam; • Niðurstaða siðanefiidarinnar. • Heimild aðila til að sjá málsgögn. Skal nafnleyndar og fyllsta trúnaðar gætt. Ef siðanefnd telur sig ekki geta sýnt gögn vegna trúnaðarskyldu, skal það virt. • Frestur til endurapptöku málsins. C. Hvor málsaðili um sig getur krafist þess að málið verði tekið upp að nýju, komi fiam ný gögn er varða málið eða galli reynist á málsmeðferð. D. Kröfu um nýja málsmeðferð skal leggja fiam innan fjögurra vikna frá dagsetningu póstkvittunar ábyrgðarbréfs eða fjórum vikum eftir að nýjar upplýsingar koma fram. E. Einungis er hægt að gera kröfu um nýja málsmeðferð einu sinni. NIÐURSTÖÐUR 15. gr. Siðanefnd skal komast að niðurstöðu eins fljótt og kostur er og eigi síðar en átta mánuðum eftir að erindi berst til hennar. Stjóm FÍSÞ er heimilt að veita undanþágu fiá þessu ákvæði ef sérstakar ástæður liggja fyrir. 16.gr. Siðanefiid hefur heimild til að birta niðurstöður sínar í Félagsmiðli, en nafnleyndar skal þar gætt. 3

x

Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara
https://timarit.is/publication/1331

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.