Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - 20.01.1995, Blaðsíða 31

Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - 20.01.1995, Blaðsíða 31
Frá kjararáði Niðurstöður skoðanakönnunar Nú liggur fyrir niðurstaða úr skoðanakönnun kjararáðs FÍSÞ um afstöðu þeirra félagsmanna er málið varðar, til stofnunar stéttarfélags sjúkraþjálfara í opinberri þjónustu. Alls voru 125 á kjörskrá og af þeim greiddu 96 atkvæði (76,8%). Já sögðu 84 eða 67.2% af þeim sem voru á kjörskrá. Nei sögðu 10 eða 8.0%. Tvö atkvæði voru ógild (1.6%). Já sögðu 84 eða 67.2% af þeim sem voru á kjörskrá. Nei sögðu 10 eða 8.0%. Kjararáð lítur á þetta sem grænt ljós á það að haldið verði áfram undirbúningi að stofnun lelagsins og stefnt að atkvæðagreiðslu um málið fyrir árslok 1995. Um leið finnst okkur kominn tími til að aðrir en kjararáð taki við undirbúnings- vinnunni. Mun kjararáð því standa fyrir stofnun tveggja nefnda í þeim tilgangi. Önnur verður laganefnd sem mun fást við lagaspurningar er tengjast stofnun félagsins og semja lög hins nýja félags. Hin nefndin mun ræða stefnumótun fyrir félagið, t.d. kjarastefnu, fjármál, samstarf við FÍSÞ og fleira. Kjararáð mun leitast við að fá einn fulltrúa í hvora nefnd frá Stéttar- félagi sj.þj. í ríkisþjónustu, borgar- starsmönnum, Sjálfsbjörgu og SLF. Sjúkraþjálfarar frá minni vinnu- stöðum eru hvattir til að hafa sam- band við kjararáð ef þeir vilja taka þátt í nefndarstörfum. Áætlað er að nefndimar taki til starfa í lok janúar og að þær geri Gunnar Viktorsson sjúkraþjálfari. félagsmönnum grein fyrir störfum sínum og stöðu mála í Frétta- bréfinu. F.h. kjararáðs FÍSÞ, Gunnar Viktorsson. Physioboltar Allar stærðir DÝNUR - Tvíburaboltar P. ÓLAFSSON HF Trönuhrauni 6, 220 Hafnarfirði Sími: 651533, Fax: 653258 PULSMÆLAR 5

x

Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara
https://timarit.is/publication/1331

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.