Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - 20.01.1995, Blaðsíða 34
Efnisyfirlit fagtímarita
Lest þú fræðin þín ?
Fréttabréfið mun enn um stund birta
efnisyfirlit úr fagtímaritum eða þar
til farið hefur fram skoðanakönnun
um hvað félagsmenn vilja hafa í
blaðinu sínu.
Ef þið óskið eftir að fá ljósrit af
greinum getur Landspítalabóka-
safnið veitt slíka þjónustu.
Síminn þar er 560 1580 og hvert
ljósrit kostar um 25 krónur fyrir
blaðið.
í þessu tölublaði eru efnisyfirlit eftirfarandi fagtímarita birt:
Danske fysioterapeuter nr 21,22,23 1994
Fysioterapeuten (Noregur) nr
Sjukgymnasten (Svíþjóð) nr 12 des 1994
Physiotherapy (Bretland) nr 12 des 1994
Physical Therapy (Bandaríkin) nr
Archives of Phys.med. and reh.
Spine nr 22, nóv 1994
Ergonomics nr 11 nóv 1994
Applied ergonomics nr
Fréttabréfið mun í næstu tölublöð-
um reyna að fara yfir efnisyfirlitin
og benda á spennandi greinar og
jafnvel kafa dýpra í greinar sem
ritstjóri telur að geti gagnast
mörgum.
Mennt er máttur
lesum fræðin okkar
ÉSTVÐ
STOÐ hf er alhliða stoðtækjafyrirtæki og leggur áherslu á
persónulega þjónustu.
STOÐ hf er öflugasta stoðtækjafyrirtæki landsins. Innan
fyrirtækisins er besta fáanlega þekking og kunnátta á öllum
sviðum stoðtækja og hjálpartækja og tækjabúnaður er hinn
fullkomnasti.
STOÐ hf smíðar gervilimi, spelkur, sjúkraskó, innlegg o.fl. í
samráði við lækna og sjúkra- og iðjuþjálfa. Einnig eru stöðluð
stoðtæki og hjálpartæki, svo sem stoðbelti, umbúðir, háls-
kragar, hjólastólar og gervibrjóst, aðlöguð að þörfum
viðskiptavina.
STOÐ hf er óháð framleiðendum og notar bæði innlendan og
erlendan búnað eftir þvf sem best hentar hverjum og einum.
Hjá STOÐhf hafa gæðin forgang. Til að bæta gæðin og
þjónustuna leggur fyrirtækið áherslu á frumkvæði, ábyrgð og
jákvætt umhverfi þar sem bæði starfsmönnum og
viðskiptavinum líður vel.
Trönuhrauni 8, 220 Hafnarfjörður
Símar 565-2885 , fax 565-1423