Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - 20.11.1996, Side 10

Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - 20.11.1996, Side 10
Frá Landlækni vorum --------------------------------- LANDLÆKNIR Til heilbrigðisstarfsfólks Reykjavík, 18.10.1996 Tilvísun okkar Vl/ÓÓ/hþ Tilvísun yðar DREIFIBRÉF LANDLÆKNISEMBÆTTISINS NR. 8/1996 um upplýst samþykki fyrir þátttöku í vísindarannsóknum Leiðbeiningar varðandi samþykki til þátttöku í visindarannsókn byggt á vitneskju um rannsóknina. Ein af forsendum þess aö framfarir eigi sér stað innan heilbrigðisþjónustunnar er að gerðar séu vísindarannsóknir. Flestar vísindarannsóknir hafa það markmið að auka skilning á orsökum, meingerð og þróun sjúkdóma og annarra vandamála sem heilbrigðisþjónustan fæst við svo og að bæta aðferðir við vamir þeirra, greiningu og meðferð. I slíkum rannsóknum er þátttaka sjúklinga, skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar eða aðstandenda þeirra oft nauðsynleg. I því skyni að vemda rétt og hagsmuni þátttakenda í vísindarannsóknum hafa verið settar ýtarlegar siðareglur sem byggja að nokkm leyti á siðareglum sem samþykktar voru í Numberg árið 1947. Má þar nefna Helsinkiyfirlýsingu Alþjóðafélags lækna frá 1964 með áorðnum breytingum og “Ráðleggingar ráðherranefndar Evrópuráðsins til aðildarríkjanna um læknisfræðilegar vísindarannsóknir á mönnum” frá 1990. í vísindarannsóknum verða hagsmunir einstaklings alltaf að ríkja yfir þörfum vísinda og samfélags. Höfuðatriði til vemdar hagsmunum einstaklings sem þátt tekur í rannsókn er að hann veiti formlegt samþykki sitt til þátttöku eftir að hafa fengið og skilið upplýsingar sem lúta að rannsókninni og þátttöku hans í henni. Siðaráð landlæknis hefúr á síðustu ámm unnið Leiðbeiningar varðandi þátttöku í vísindarannsókn byggt á vitneskju um rannsóknina. Landlæknisembættið fer þess á leit við heilbrigðisstarfsmenn að þeir kynni sér þær leiðbeiningar sem hér fylgja og styðjist við þær þegar leitað er samþykkis einstaklings fyrir þátttöku í vísindarannsóknum. Umræddur leiðbeiningabæklingur er fáanlegur hjá Landlæknisembættinu og er einnig til á skrifstofu FÍSÞ. Afrit bréfsins var einnig sent Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Landlæknir 10 í-réttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara - áttundi árgangur

x

Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Félags íslenskra sjúkraþjálfara
https://timarit.is/publication/1331

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.