Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Síða 6

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Síða 6
6http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2015 aett@aett.is ára e.t.v. verið reiddir með einhverjum fullorðnum, en Eyjólfur 10 ára og Matthildur 11 ára líklega fengið hest til reiðar hvort um sig. Viðdvöl var hjá kunningjafólki á Breiðabólstað i Fljótshlíð og hvílt þar líklega í tvo sólarhringa. Þegar loks náði að Elliðavatni var þar höfð vikudvöl áður en lagt var í síðasta áfangann vestur á Mýrar. Það gæti verið tómstundagaman fyrir einhvern í nútíma að telja allar þær straumþungu ár sem fara varð yfir á leiðinni, ýmist ríðandi eða á ferjum, og þurfti þá að taka farangurinn ofan og hlaða í ferjuna og síðan koma öllu fyrir á hestunum á nýjan leik. 16 ár á Borg Þeir sem nú lifa á bíla- og gámaöld geta tæplega gert sér í hugarlund fyrirhöfnina og erfiðið sem umrædd- um ferðamáta fylgdi. Samhliða í flutningnum var líklega einhver búslóð, fatnaður, áhöld og mannskap- ur, fjöldi hesta og e.t.v. matur til ferðarinnar. Á Borg á Mýrum fæddust Ragnheiði og Þorkeli enn fjögur börn: Kjartan f. 1860, Ólöf f. 1862 d. 1865, Eiríkur Einar f. 1864 d. í nóv. s.á. og loks yngsta barnið Einar f. 11. júní 1867 þegar Ragnheiði vantaði dag upp á 47. aldursárið, en hún var fædd 12. júní 1820. Ber Einar nafn séra Einars prófasts Sæmundssonar í Stafholti, sem virtastur var vina Þorkels allra embættisbræðra hans þeirra er ekki voru skólabræður hans. Þorkell var 16 ár þjónandi á Borg en fékk 6. nóv. 1874 konunglega veitingu fyrir Staðarstað á Snæfellsnesi og þjónaði þar til fardaga 1890, er hann fékk lausn frá prestsstarfi. Fluttist þau hjónin þá að Búðum, eignarjörð Eyjólfs sonar þeirra, en þar bjó þá búi sínu Einar bróðir hans. Börn Þorkels og Ragnheiðar er upp komust voru: Matthildur, f. 8. mars 1848, ljósmóðir á Hellissandi; Eyjólfur, f. 29. júní 1849, úrsmiður í Reykjavík; Páll, f. 6. júlí 1850, gullsmiður og tannlæknir í Khöfn, síð- ar í Reykjavík; Jón eldri, f. 25. des. 1852 um sinn vestanpóstur, en síðar á Ísafirði; Guðbrandur, f. 1. mars 1854, við verslun í Ólafsvík; Guðrún, f. 9. október 1856, g. Holger Clausen; Bjarni, f. 25. jan. 1858, skipasmiður; Jón yngri, f. 16. apríl 1859, þjóð- skjalavörður; Kjartan, f. 12. sept. 1860, organisti og bóndi á Arnarstapa; Einar, f. 11. júní 1867, skrif- stofustjóri Alþingis og rithöfundur. Andlát Þorkels – ekkjudómur Ragnheiðar Hinn 19. des. 1891 lést Þorkell 76 ára og átti að baki 47 ára og 7 mánaða preststarf. Hafði hálsmein bagað hann mjög og er kallað að það hafi dreg- ið hann til dauða. Var hann jarðsettur 7. jan. 1892 í Búðakirkjugarði og er þar varði á leiði hans. Þrír prestar voru við útförina: séra Eiríkur prófastur Kúld sem jarðsöng hann, séra Helgi Árnason í Ólafsvík og séra Eiríkur Gíslason, eftirmaður hans í embætti, og héldu þeir allir ræður við útförina. Vetrarharka var mikil um þetta leyti og voru aðeins þrjú barna Þorkels viðstödd, Bjarni, Kjartan og Einar, erlendis voru þá Páll, Jón yngri og Guðrún en önnur áttu ekki heim- angengt sökum fjarlægðar og vetrarhörku. Eftir andlát eiginmanns síns dvaldist Ragnheiður til skiptis hjá börnum sínum en einna lengst hjá Guðrúnu dóttur sinni er gift var Holger Clausen (1831 – 1901) kaupmanni og um skeið alþingismanni. Heimili þeirra stóð fyrst í Ólafsvík og síðan í Stykkishólmi en árið 1897 fluttust þau til Reykjavíkur og Ragnheiður þang- að með þeim. Þar lést hún 13. júlí 1905 og er jarðsett í Hólavallargarði, í reit þar sem fleiri ættmenni hennar hvíla og er nafn hennar þar á legsteini. Ragnheiður og eiginmaður hennar voru afar nákomin hvort öðru í lifanda lífi. Ef til vill undrast nútíma fólk að þau önduð hvíli ekki hlið við hlið. En líta má til þess að þótt runnið væri upp árið 1905, þegar Ragnheiður lést, var bílaöld með tilheyrandi vegakerfi enn ekki komin í landið og flutningar með látið fólk sennilega ekki verið auðveldir þá frekar en annað. Unni Þorkell prestur konu sinni svo mjög að yndi hafði hann hvergi, hvorki í æsku né elli, þar er hún væri eigi. Sagði hann það jafnan að hann fengi óyndi ef hann væri degi lengur að heiman og hún væri eigi hjá honum. Í yfirferð um gömul sendibréf kemur fram í einu þeirra er Þorkeli reit, þá er Ragnheiður fór eitt sinn í orlofsheimsókn til Guðrúnar dóttur þeirra í Ólafsvík, að hann sakni konunnar úr rúminu. Ýmis störf – persónan Þorkell Eyjólfsson Þorkell var í sveitarstjórn og hreppsnefnd í þeim prestaköllum er hann þjónaði og sáttasemjari var hann í þeim öllum og þótti heppinn. Sýslumefndarmaður var hann fyrir Staðarsveit eftir að þangað var komið. Hann var í nefnd þeirri fyrir Vestur- Skaftafellssýslu sem kosin var 1850 til undirbúnings stjórnarmál- efnum Íslands fyrir þjóðfundinn. Þorkell var skrif- ari nefndarinnar og samdi fyrir sýsluna álits- skjal það til fundarins sem prentað er bls. 9 – 11 í Undirbúningsblaði undir hinn afdrifaríka þjóðfund 1851. Á síðustu árum Þorkels í Ásum var hann ásamt öðrum manni kosinn til þess af hálfu sveitarinnar að semja við Rangvellinga um vörð í fjárkláðanum. Árið 1858 var hann kosinn varaþingmaður fyrir Vestur – Skaftafellssýslu 1859, 1861 og 1863, en það leiddi ekki til þingsetu þar eð Jón ritstjóri Guðmundsson, kjörinn aðalþingmaður sýslunnar og þá búsettur í Reykjavík, kom til þings. Fátt liggur á prenti eftir Þorkel og minna en efni hefðu staðið til því maðurinn bjó yfir miklu en var frábitinn því að láta á sér bera. Sjálfur sagði hann jafnan að lítið lifði af því sem ritað væri í lausu máli, helst eitthvað af því sem fólk léti frá sér í bundnu máli og væri hnitmiðað. Hins vegar var Þorkell allnokkur bréfritari, m.a.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.