Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Qupperneq 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2015
http://www.ætt.is aett@aett.is7
vegna reksturs þeirra jarða er heyrðu undir þá staði er
hann sat, en einnig til skyldra og vandalausra. Hann
greinir frá afkomu fólks í sveitum og landshlutum þar
sem hann þekkir til eða í hans nágrenni og lýsingar á
veðurfari oftlega glöggar. Á þeirri tíð var hart í ári á
Vesturlandi og ýmsar hjáleigur fóru í eyði.
Forskrift
Bjargarskortur gat verið yfirvofandi þegar „sigling-
unni“ með vörur erlendis frá seinkaði eða brást alveg
í kjölfar harðindavors. Bændur gátu þurft að skera af
bústofni sínum til að halda fólkinu við lýði. Rithönd
Þorkels er stöðug og læsileg og hann er orðvar í riti
sem tali.
Í endurminningum Snæfellings nokkurs kemur
fram að vorið 1874 er Þorkeli var veittur Staðarstaður
kom hann í fardögum með sína stóru og glæsilegu
fjölskyldu. Fljótt heimsótti hann hjáleigurnar og
spurðist fyrir um fornar venjur. Þegar Þorkell varð
prestur á Staðarstað, kom hann því til leiðar að sókn-
arbörn hans yrðu sæmilega skrifandi. Hann gaf sjálf-
ur forskrift sem hann lét hvert heimili hafa þar sem
fólk var illa skrifandi eða óskrifandi. Meðan hann var
þjónandi prestur í Skaftártungu stuðlaði hann einn-
ig að skriftarkunnáttu sóknarbarna sinna og gaf þar
skriftarforrit heim á bæina.
Þegar Þorkell hló, segir í endurminningum
Snæfellings, var ekki annað hægt en hlæja með, hann
var raddmaður og auðfundið að hlátur hans var ekki
hæðnishlátur. Þorkell tónaði og söng mjög vel og
hvatti fólk til þess að syngja í kirkjunni; ræður hans
voru langar en efnisríkar og vel uppbyggðar.
Gestanauð
Þegar Þorkell flutti að Staðarstað frá Borg á Mýrum
var vinnumaður hjá honum sem Vigfús hét Jónsson.
Hann hafði góða söngrödd og hafði lært að lesa nót-
ur. Þegar hætt var að syngja í Grallaranum og nýja
sálmabókin kom út voru ný lög við suma sálmana og
þau lög hafði Vigfús lært og kenndi fólki þau. Þessi
maður settist að á Snæfellsnesi og munu afkomendur
hans ýmsir hafa búið þar.
Snæfellingurinn heldur áfram endurminningunum
og bætir við um kornmölun: Eftir að bændur fóru með
ull í kaupstað byrjaði malverkið og venjulega var því
lokið í sláttarbyrjun. Bændur komu sjálfir með korn-
ið, sem var rúgur og bankabygg; þeir sem efnaminni
voru biðu meðan malað var. En stórbændurnir og séra
Þorkell fóru venjulega að Lýsuhóli til þess að baða
sig í lauginni þar.
Presturinn reið síðan að Búðum til þess að kaupa
eitthvað og kom við á heimleið að sækja mjölið og
færði þá húsmóðurinni alltaf kaffipund, segir þar.
Maddama Ragnheiður fór sjaldan út af heimilinu,
enda var hennar staða erfið og hún útslitin kona þeg-
ar hún hætti búskap. Heimilið var mannmargt og
Foreldrar Bjargar Einarsdóttur greinarhöfundar, Einar Þorkelsson skrifstofustjóri Alþingis og Ólafía Guðmundsdóttir
húsmóðir.