Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Side 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Side 8
8http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2015 aett@aett.is gestanauð mikil; sjaldnast án aðkomufólks og öllum veittur beini er bar að garði. Orðfár Að vexti var séra Þorkell með hæstu mönnum og þrekinn að því skapi. Á yngri árum var hann jarpur á skegg en hærðist snemma og gerðist sköllóttur, með mikið og ræktarlegt skegg er varð silfurhvítt í elli. Ein ljósmynd er til af Þorkeli tekin í Reykjavík 1881 þeg- ar hann var 66 ára gamall. Það lá fjarri skapferli Þorkels að reyna til að vera við alþýðuskap eða að ávinna sér hylli. Til merkis um það mætti segja að öll þau 47 ár sem hann var þjón- andi prestur kom hann aldrei neinu sóknarbarna sinna upp á það að þúa sig. Kölluðu því sumir hann stoltan en hann var engu að síður ástsæll í sóknum sínum og eignaðist þar aldavini. Hann hélt fram rétti kirkjunnar og að henni fylgdu eignir þær er hún hefði átt. En í stjórnmálum varðandi Ísland var hann frjálslyndur og virti þá er setið höfðu að fótum Jóns Sigurðssonar. Ekki var honum liðugt um mál meira en í með- allagi og hversdagslega var hann orðfár og ætíð orðvar en frábærlega gagnorður og varð að taka eftir því sem hann sagði. Í völdum hópi var Þorkell ræðinn og skemmtilegur. En sem embættismaður var Þorkell fyrst og fremst skyldurækinn og vandlátur við sjálf- an sig og aðra. Eins og hann var strangur við sjálfan sig gat hann og verið strangur við aðra og skorinort sagði hann til siðanna hverjum sem í hlut átti ef honum þótti þess þurfa við. Þorkell Eyjólfsson var sannur merkismað- ur og heiðursmaður svo mikill að hann mátti ekki vamm sitt vita. Björg Einarsdóttir tók saman árið 2015. Efni sótt meðal annars í eftirtalin rit: Ættir Síðupresta útg. 1960, höf. Björn Magnússon, bls. 386 – 414 Íslenskar æviskrár V. útg. 1952, höf. Páll Eggert Ólason, bls. 146 - 147 Fornólfskver 2. útg. 1959, höf. dr. Jón Þorkelsson, m.a. bls. 19 - 32 Faðir minn, greinasafn útg. 1950, bls. 126 – 139 höf. Guðbrandur Jónsson Merkir Íslendingar 1. flokkur, Þorkell Eyjólfsson bls. 347 – 367, höf. dr. Jón Þorkelsson Andvari 19. ár 1894, bls. 1 og áfram í æviágripi Guðbrands Vigfússonar Öll erum við menn útg. 1986, höf. Helga Halldórsdóttir frá Dagverðará. Bessastaðir, þættir úr sögu höfuðbóls útg. 1947, höf. Vilhjálmur Þ. Gíslason Læknar á Íslandi útg. 1945, 2. prentun, bls. 306 – 307 Ljósmæður á Íslandi I. útg. 1984, bls. 176; 196 - 197; 228 – 229; 463 – 464. Íslenskar æviskrár III. útg. 1950, bls. 134 – þingseta Jóns Guðmundssonar ritstjóra. Munnleg geymd, meðal annars frá: Einari Þorkelssyni – syni Þ.E. Áskeli Einarssyni – sonarsyni Þ.E. Þorkeli (Einarssyni) Jóhannessyni (ættleiddur) sonarsyni Þ. E. Sigríði Finnbogadóttur – tengdadóttur Þ.E. Matthildi Jónsdóttur – sonardóttur Þ.E. Ragnheiði Einarsdóttur – sonardóttur Þ.E. Lúðvík Kristjánssyni – sonar-dóttursyni Þ.E Séra Árna Þórarinssyni – stéttarbróður Þ.E. í Snæf.- Hnappad. prófastsumd. Rithönd Þorkels Eyjólfssonar. Þorkell Eyjólfsson vildi að sóknarbörn hans yrðu sæmilega skrifandi. Hann gaf sjálfur forskrift sem hann lét hvert heimili hafa þar sem fólk var illa skrifandi eða óskrifandi. Ljóð sem Jón Þorkelsson, sem tekinn var í fóstur nýfæddur, orti um föður sinn, sem hann sá í fyrsta sinn þegar hann var átján ára. Föðurkynni (1877) Ekki er annað betra: Átján stóð ég vetra fyrst að föður knjám; feðga fyrstu kynni fyrnast ei, - þau minni eru eptir – ein af fám. Þótt fyrðum sumum frera falin þætti vera halsins hugar bygð, hyggjan djúp og dulin, dýpst í þeli hulin var orð fá ást og tryggð.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.