Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Qupperneq 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2015
http://www.ætt.is aett@aett.is9
Fornólfskver útg. 1959 bls. 23 neðanmáls (úrdráttur)
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er frásögn um að
maður sá er fá vildi Margrétar Bogadóttur, áður en
séra Jón Þorláksson fékk hennar, hafi þegar honum
var synjað hennar, haft í heitingum og hann skyldi sjá
svo um að Margrét hefði ekki of mikla ánægju í því
hjónabandi.
Hafði hann þá magnað tófu og sent að Galtardal
til þess að spilla samförum séra Jóns og Margrétar.
Þetta getur enginn hafa átt að vera annar en Snæbjörn
Stadfeldt (vonbiðill Margrétar). Tófa þessi varð síðan
erfðafé og kynfylgja niðja séra Jóns og Margrétar, og
einbirni þeirra var einmitt Guðrún amma mín – segir
dr. Jón Þorkelsson.
Og bætir við: – var tófunni gefið nafnið
Galtardalstófa. Þegar ég var að alast upp eystra (þ.e.
í Skaftártungu) trúði fólk þar að hún hefði fylgt föður
mínum (Þorkeli Eyjólfssyni) þar eð hann hefði sjálfur
alltaf lokað síðastur bænum á kvöldin, áður en hátt-
að væri, til þess að loka tófu úti. Hann brosti að og
kvað það jafnan hafa verið vanda sinn, í öllum sínum
búskap, að hafa gætur á því áður en gengið væri til
rekkju á kvöldum hvort bænum væri lokað eða eldur
falinn til hlítar.
Annars var tófan ekki nein óheillafylgja niðjum
séra Jóns Þorlákssonar og Margrétar Bogadóttur held-
ur einmitt verndarvættur – heldur dr. Jón Þorkelsson
áfram, og hefur eftir Ragnheiði móður sinni að meðan
þau séra Þorkell bjuggu á Borg á Mýrum (1859-1875)
hafi aldrei komið fyrir að fé kæmi dýrbitið af fjalli.
Tófan varði fé húsbænda sinna fyrir aðskotadýrum,
var mál bænda á svæðinu.
Sjálfur lét dr. Jón merkja gripi hjá sér með mynd
af tófunni og einnig handa Guðbrandi syni sínum.
Einnig er mynd af dýrinu á Fornólfskveri er kom út
1923 og var myndskreytt af Birni Björnssyni.
Ýmsir hafa gaman af sögunni um tófuna en öðr-
um finnst hún algjör bábilja. Óskar Clausen, sonur
Guðrúnar Þorkelsdóttur Clausen, hefur oft haft ætt-
arfylgjuna á orði og skrifað sögur af henni.
Af vonbiðli Margrétar Bogadóttur er það að segja,
þá honum var synjað konunnar af Boga föður hennar,
að hann eirði ekki á landinu. Fór Snæbjörn Ásgeirsson
Stadfeldt til Danmerkur og las þar lög. Komst til álita
og gegndi háum embættum; hann var tvíkvæntur
þarlendum konum og eru af honum ættir ytra.
Barn hans og Margrétar Bogadóttur, Þrúður, fædd-
ist 1772.
Tekið saman af Björgu Einarsdóttur
í febrúar 2015
Galtardalstófan
Litli-Galtardalur á Fellsströnd. Séra Jón Þorláksson sálmaskáld bjó um tíma í Galtardal með konu sinni Margréti,
dóttur Boga Benediktssonar. Ljósmynd Ósk Guðfinnsdóttir frá Litla-Galtardal.