Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Qupperneq 10
10http://www.ætt.is
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2015
aett@aett.is
Í niðjaskrá hjónanna Þorsteins Þorsteinssonar,
fæddum á Öxnhóli í Hörgárdal 17. ágúst 1828, og
Kristínar Kristjánsdóttur, fæddri á Nýjabæ Hörgárdal
25. nóvember 1827, búandi hjóna á Öxnhóli, kem-
ur fram að átta af þrettán börnum þeirra hjóna bera
nöfn sem tengjast Þorsteinsnafninu: Þau hétu sem hér
segir: A) Kristján, bjó í Hörgárdal, niðjar 1234. B)
Þorsteinn, dó ungur, einkasonur hans fór til Noregs
og átti tvær dætur. C) Sigríður, bjó á Akureyri, niðj-
ar 515. D) Steinunn Kristín, átti börn en enga aðra
afkomendur. E) Rósa, bjó á Dalvík, niðjar að minnsta
kosti 603. F) Steinþór, bjó á Hömrum við Akureyri,
niðjar 785. G) Steinmóður, bjó á Akureyri, óg. bl. H)
Jóhanna Margrét, bjó í Öxnadal, 557 niðjar. I) Ingunn
Arnfríður, dó nýfædd. Í) Sigursteinn, dó nýfædd-
ur. J) Erlendur Aðalsteinn, dó 10 ára. K) Halldór
Steinmann, óg og bl. á ýmsum stöðum í Eyjafirði. L)
Erlendur Aðalsteinn fór til Ameríku, deyr þar, líklega
ungur, hef ekki fundið niðja.
Í nöfnunum barnanna koma fram hinar ýmsu
útgáfur af Þorsteinsnafninu, þar sem STEINN kem-
ur fyrir, ýmist sem fyrri eða seinni hluti í samsettu
nafni. Nöfnin eru: Þorsteinn, Steinunn, Steinþór,
Steinmóður, Sigursteinn, Aðalsteinn og Steinmann.
En alls kemur Þorsteinn fyrir 47 sinnum hjá afkom-
endunum, Aðalsteinn 19 sinnum, Steinþór 16 sinnum,
Steinar 10 sinnum, Sigursteinn 8 sinnum, Steindór 6
sinnum, Steinmann 5 sinnum, Hafsteinn 5 sinnum,
Steinberg þrisvar sinnum, Steingrímur þrisvar sinn-
um, Steinmóður tvisvar sinnum, Guðsteinn einu sinni,
Eysteinn einu sinni, Bergsteinn einu sinni, Gunnsteinn
einu sinni, Freysteinn einu sinni og Hólmsteinn einu
sinni. Sé litið til kvenmannsnafnanna hef ég fundið
fimmtán Steinunnir og eina Steinu.
Ekki hef ég neitt fyrir mér í því að verið sé að skíra
í höfuðið á ættföðurnum Þorsteini, en freistandi er að
ætla það.
„Fyrsti“ Þorsteinninn er Þorsteinn Ásmundsson
(1742-1815) bóndi í Lönguhlíð, dóttursonur hans
er Þorsteinn „elsti“ Sigurðsson (1794-1867) bóndi
og hreppstjóri á Öxnhóli, „efnamaður, vel met-
inn og menntaður“. Sonur hans var Þorsteinn „mið“
Þorsteinsson (1828-1868), bóndi og hreppstjóri á
Öxnhóli, sem í upphafi var nefndur. Þorsteinn son-
ur hans var Þorsteinn „yngsti“ Þorsteinsson (1852-
1882) bóndi á Öxnhóli,en Ólafur sonur hans flutti til
Noregs.
Kristinn Kristjánsson:
„Steinn“ í bak og fyrir
Mikill fjöldi barna og afkomenda hjónanna Þorsteins
Þorsteinssonar og Kristínar Kristjánsdóttur, á Öxnhóli
bera „Stein“ í nafninu sínu, ýmist sem forlið eins og
Steinmann eða seinni lið eins og Sigursteinn. Hér má sjá
handrit frá Halldóri Steinmann syni þeirra hjóna.
Nýir félagar
Þórunn Einarsdóttir
kt. 150531-7999
Reynivöllum 12,
800 Selfoss
netfang: jongudb@simnet.is
Ragnheiður S Helgadóttir
grunnskólakennari
240343-4369
Garðhúsum 2
112 Reykjavík
netfang: ragnheidurh43@mail.com
Gleðilegt
sumar