Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Síða 14
14http://www.ætt.is
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2015
aett@aett.is
ir hestarnir fallnir og skildu þau eftir mikið af dóti
sínu.
Kvöldið eftir komu þau að Sólheimum í Mýrdal.
Þar var þeim mjög vel tekið og hlynnt að Guðrúnu
sem bezt mátti verða. Þar dvöldust þau nokkurn tíma
því Guðrún var sárlasin og ekki ferðafær. Mun það
hafa verið Valgerður gamla frá Skál sem þau gistu
hjá, þá nýflúin af sinni eigin jörð undan sama voða
og skildi því vel aðstöðu þessa fólks, sem misst hafði
aleigu sína að heita mátti.
Markarfljótið
Það mun hafa verið komið undir veturnætur, þegar
þau Páll tóku sig upp frá Sólheimum. Þeim var fylgt
út yfir Jökulsá, og gekk ferðin slysalaust og farsællega
út með Fjöllunum, en ekki munu þau hafa haft lang-
ar dagleiðir. Um miðjan dag í skuggalegu veðri komu
þau að Markarfljóti. Voru þau þá ein með þrjú börn,
sem áttu að flytjast yfir á einum farkosti ásamt trúss-
um er í var nauðsynlegasti farangur þeirra. Páll lét
Guðrúnu fara á bak hryssunni og reiða yngsta dreng-
inn, en eldri drengina lét hann bíða hjá farangrinum.
Fóru þau nú í fljótið. Hann óð á undan og kannaði fyr-
ir þeim og gekk allt slysalaust vestur yfir.
Svo fór hann aftur austur yfir og sótti eldri dreng-
ina og flutninginn. Allt þetta staulaðist sú skjótta með
yfir um án þess að neitt vöknaði að ráði, en folaldið
sparaði sér snúninginn og beið fyrir utan hjá konunni
á meðan. En nú tók veður að versna og hvessti af hafi
með mikilli rigningu. Samt mjökuðust þau áfram og
komust út yfir Ála og Affall.
Svöng, þreytt og illa til reika röltu þau áfram í ill-
viðrinu og myrkrinu án þess að vita hvert þau færu
eða hvað við tæki. Öðru hvoru kveinuðu börnin af
kulda og vanlíðan, en þess á milli störðu þau þögul
út í myrkrið og tóku á öllu sínu viljaþreki til að vera
róleg.
Loksins varð fyrir þeim húskofi nokkur og urðu
þau harla fegin að finna þar skýli. Þetta var fjárhús,
en fullt af for og bleytu upp í ökla. Þó létu þau börn-
in í jötuna og ætluðu að hafast þarna við þar til veð-
ur skánaði.
Hryssan horfin
Þegar Páll kom út aftur og ætlaði að taka af hryss-
unni var hún horfin og fer hann þá að leita. Í myrkr-
inu rekst hann þá á annað hús skammt frá og stendur
hryssan þar í skjóli við dyrnar. Páll fer inn í húsið og
finnur að það er þurrt og þokkalegt. Tekur hann þar
ofan baggana og sækir svo konuna og börnin.
Innar í húsinu finna þau hlóðir, sýrukagga og
loks hurð á járnum krækta aftur. Opna þau hurðina
og koma í lítið afhýsi, súglaust og þurrt. Þar fundu
þau rúmbálka með hvorum vegg og tóku þeir gafla
á milli, en voru ekki nema meðalmanns rúmstæði og
gólfrúm fremur lítið. Þóttust þau sjá að þarna mundi
vera haft í seli um sumarið, en hitt húsið með forinni
í mundi hafa verið notað fyrir kvíar.
Á rúmbálknum voru gæruskinn og einhverjar við-
leguflíkur. Bjuggu þau nú um sig í fletunum sem bezt
þau gátu, lásu bænirnar sínar og lofuðu guð fyrir
handleiðslu hans og vernd yfir hættuleg vatnsföll og
óþekktar vegleysur. Að því loknu sofnuðu þau svefni
hinna réttlátu án alls ótta eða áhyggju, því að í selkofa
þessum fannst þeim þau vera búin að finna sitt eigið
heimili eftir langa og lýjandi ferð.
Síra Stefán
Um þessar mundir var síra Stefán Högnason prestur
að Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Átti hann hús þau sem
Aurasel. Teikning eftir Ragnar Lár.