Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Blaðsíða 16
16http://www.ætt.is
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2015
aett@aett.is
hana öllu ráða. Var hjónaband þeirra hið bezta, þótt
þau væru í mörgu ólík. Hún var fljóthuga, en hann
frekar seinlátur og sírólegur á hverju sem gekk og
gerði tíðum gaman úr öllu. Bæði voru þau vinnusöm,
sparsöm og nýtin.
Sannaðist þar, að hvert land bjargast við sín gæði,
ef rétt er á haldið. Guðrún hafði mikinn áhuga á
garðrækt og hafði ætíð meiri jarðávöxt en þá tíðk-
aðist.
Oft fengu þau góðan hlut frá sjó, eins og þá gerð-
ist. Eins fór Ögmundur margar ferðir inn á fjöll, tíndi
grös og gróf hvannarætur, en þetta þótti hvortveggja
gott til manneldis í þá daga. Þó að búið væri ekki
stórt, oftast þrjár kýr, um hundrað fjár og fimmtán
til tuttugu hross, en heimilisfólk margt, var þó aldrei
bjargarlaust í Auraseli. Jafnan var eitthvað fyrir hendi
til að miðla gestum og gangandi, en margir áttu leið
þar um, eins og áður segir, þeir er yfir vötnin þurftu
að fara. En gestrisin voru þau hjón bæði um veitingar
og annan fararbeina.
Ósýnilegt
Margar sögur hafa gengið um Ögmund í Auraseli og
kunnáttu hans, en sennilega eru þær flestar eitthvað
ýktar eða úr lagi færðar. Saga sú er hér fer eftir mun
þó vera að einhverju leyti sönn.
Þegar síra Skúli Gíslason var prestur á
Breiðabólsstað í Fljótshlíð var hann vanur að gefa
kirkjugestum kaffi eftir messu. Einn sunnudag sem
oftar var setustofa full af gestum og spjölluðu menn
um ýmislegt, svo sem veðurfar og nýtingu sláttarins,
því þetta var að áliðnu sumri.
Loks barst talið að hinni ósýnilegu tilveru. Þar var
staddur meðal annarra utansóknarmaður einn, Jón
Einarsson að nafni, undan Eyjafjöllum. Hann aftók
alveg að til væri nokkuð nema það sem allir sæju.
Þarna var Ögmundur í Auraseli. Hann hélt fram hinu
gagnstæða, og harðnaði nokkuð ræðan, þangað til
Ögmundur sagði að hollt væri fyrir Jón að kynnast
öðru en hann hefði þekkt, enda mundi skammt til þess
að hann skipti um skoðun. Jón tók því mjög fjarri og
skildu þeir við það. Fór Ögmundur heim til sín en Jón
reið inn í Hlíð og hafði tvo til reiðar.
Morguninn eftir laust eftir fótaferðartíma var
Auraselsfólkið að slá útsetublett við túnið. Sér það þá
að maður kemur gangandi austan Aura og ber hnakk
sinn á bakinu. Þarna er þá kominn Jón Einarsson sem
um var getið. Heilsast þeir Ögmundur, en Jón segir
sínar farir ekki sléttar, og kvaðst hafa verið að vill-
ast á Aurunum alla nóttina. Sagðist honum svo frá, að
þegar hann kom suður yfir Þverá hefði orðið næstum
aldimmt. Þá kom til hans stór hópur af ríðandi fólki,
sem hann þekkti ekki, en hinsvegar virtist þekkja
hann. Það var honum samferða nokkurn spöl, hló og
masaði, en gerði honum ekkert. Nokkru seinna kom
annar hópur og svo hver af öðrum og allt fór á sömu
leið.
Seinast fór hann af baki til að reyna að átta sig á
þessu. En þá fór hið ókunna fólk líka af baki, söng
og dansaði í kring um hann, og klappaði honum og
gerði dátt við hann. Loksins kvaddi það, þakkaði hon-
um fyrir samveruna, sté á bak og reið burt. Ætlaði
hann þá að taka hesta sína og halda heim, en þá voru
þeir farnir og hnakkurinn lá eftir. Verst fannst Jóni sér
þykja með hestana, því tvíteimingsbeizli hafði ver-
ið á öðrum þeirra, en mikið í vötnunum og sennilega
hefðu þeir lagt í þau.
„En nú hefi ég skipt um skoðun“, bætti hann við,
„það er áreiðanlega fleira til en ég hafði hugmynd um
eða trúði“. „Það er ekki ólíklegt, að svo sé Jón minn,
en komdu nú heim og hlýjaðu þér á heitum dropa“,
sagði Ögmundur, en það var orðatiltæki hans er hann
bauð gestum góðgerðir.
Eftir að Jón hafði þegið mat og brennivínskaffi í
Auraseli, hélt hann heim til sín á reiðhesti Ögmundar
gamla. Hestar Jóns voru komnir heim til sín á undan
honum, báðir með beizlum. En af þeim Jóni og
Ögmundi er það að segja, að þeir urðu mestu kunn-
ingjar eftir þetta.
------
„andans vandræði“
Elsti sonur Ögmundar í Auraseli hét Guðmundur.
Hann fluttist út í Vestmannaeyjar og bjó lengi í Borg
sem var tómthúskot í Stakkagerðistúni. Eitt af börnum
Guðmundar hét Ásgeir. Hann ólst upp í Auraseli hjá
afa sínum og ömmu. Snemma var hann hneigður til
smíða og varð hinn mesti smiður. Smíðaði hann mörg
áraskip og þiljubáta. Hann átti Kristínu Magnúsdóttur
frá Berjanesi í Landeyjum. Þau bjuggu í Litlabæ í
Vestmannaeyjum og áttu margt afkomenda.
Ásgeir dáði mjög fósturforeldra sína og sagð-
ist víða hafa notið þeirra, en hvergi goldið. Kunni
hann mörg dæmi þess, þótt hér verði eigi talin. Sagði
hann, að þau hefðu verið nægjusöm og ánægð með
hlutskipti sitt, en vorkunnlát og hjálpsöm við aðra
sem eitthvað áttu erfitt. Mjög tók hann fyrir það að
Ögmundur hefði farið með kukl og aðra forneskju,
hann hefði verið bænrækinn og trústerkur.
Blótsyrði hefði hann ekki viljað heyra og aldrei
notað stóryrði sjálfur. Ekki æðraðist hann, þótt á móti
blési, en þegar hann heyrði aðra fárast yfir einhverju,
var orðtæki hans þetta: „ja hvaða andans vandræði eru
þetta, tetrið mitt“. Reglusemi var mikil á heimilinu og
hver hlutur á sínum stað og hvert heimilisverk unnið
á sama tíma, ef unnt var að koma því við.
Tálguhnífurinn
Svo sagði Ásgeir að bæði hefðu þau hjón sýnt sér hina
mestu ástúð, uppfrætt sig vel og veitt sér hið bezta
uppeldi. Þó dáði hann afa sinn meira. „Hún amma var
mér góð“, sagði Ásgeir, „þó ég væri hneigðari fyrir
smíðaföndur en snúninga. En hann afi var alltaf sam-