Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Blaðsíða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2015
http://www.ætt.is aett@aett.is17
ur og jafn, þó komu bernskubrek mín oft niður á hon-
um“.
Ögmundur geymdi smíðatól sín í skáp sem negldur
var innan á smiðjuþilið. Þar á meðal var mjög góður
tálguhnífur, sem hann var búinn að eiga lengi og vildi
helst ekki lána neinum. Stundum tók Ásgeir hann í
leyfisleysi. Loksins tókst svo illa til, að hann var að
tálga með honum harða spýtu, að hnífurinn hrökk í
sundur. Var strákur nú í öngum sínum og vissi ekki,
hvað til bragðs skyldi taka. Það varð fangaráð hans
að hann faldi brotin undir skánarkökkum á bak við
smiðjubelginn, þar sem skugga bar á, og fór svo að
tálga með öðrum hníf, eins og ekkert hefði í skorist.
Skömmu seinna kom Ögmundur inn í smiðju og
ætlaði að taka hnífinn. Þegar hann fann hnífinn ekki í
skápnum leit hann á drenginn en sagði ekkert, fór svo
að leita einmitt þar sem Ásgeir hafði falið hann og
fann hann fljótlega, eins og honum hefði verið vísað
á hann. Drengurinn fór að gráta, en Ögmundur klapp-
aði á kinnina á honum og sagði: „Þú áttir að fá mér
brotin barnið mitt. Skaftið var svo skrambi gott”.
En einu sinni sá Ásgeir að Ögmundi mislíkaði.
Ásgeir var þá 8 – 10 ára gamall. Kom hann inn í bað-
stofu og sagðist hafa fundið músaholu inni í högum,
grafið hana upp og ungarnir hefðu þotið í allar átt-
ir. Þóttist drengurinn hafa unnið mikið afreksverk. En
þá varð gamli maðurinn þungbrýnn og sagði að þetta
væri ljótur leikur, sem enginn ætti að iðka, því það
væri varhugavert að særa þá sem hefðu ekkert gert á
hlut manns. Veslings skepnurnar vildu líka lifa og sjá
afkvæmum sínum borgið engu síður en mennirnir.
Þessum áminningarorðum afa síns gleymdi Ásgeir
aldrei. Marka má það af því að frostaveturinn 1918
er mikill músagangur var í hrófinu hjá honum, þar
sem hann var að smíða, gaf hann músunum iðulega
brauðmola og annað hnossgæti, en þær urðu svo
spakar, að þær átu úr lófa hans.
Allir góðir
Ögmundi í Auraseli er svo lýst, að hann hafi verið í
meðallagi hár, þrekinn á vöxt, dálítið lotinn í herð-
um, höfuðstór, skolhærður og varð snemma sköllótt-
ur, nokkuð stórskorinn, með blá augu, skegg á efri
vör og kraga sem kallað er, en rakaði hökuna. Sterkur
var hann talinn, kvikur á fæti og góður göngumaður,
öruggur á sjó og landi, hægur í framgöngu, orðvar og
óáleitinn. Þungur þótti hann í orðaskiptum, ef að hon-
um var kastað, en það gerðu fáir, því hann var góðvik-
inn og greiðasamur og fannst allir vera góðir.
Á gamals aldri fluttust þau Ögmundur og Guðrún
að Berjanesi í Landeyjum og bjuggu þar til æviloka.
Þar andaðist Ögmundur 25. maí 1890 á 87. aldursári.
Hann hafði bannað börnum sínum að láta heita eft-
ir sér. Útaf því var þó brugðið, en það þótti eigi vel
gefast.
(Eftir handriti Valdimars bónda Guðmundssonar í
Kílhrauni á Skeiðum, að mestu eftir sögn föður hans,
Guðmundar Vigfússonar í Kílhrauni, sem var dótt-
ursonur Ögmundar og sögn Ásgeirs Guðmundssonar
í Litlabæ í Vestmannaeyjum, sem var sonarsonur
Ögmundar og fóstursonur, eins og getið er í þætt-
inum)
***************************************
Skyldleiki Guðjóns Þórs Valdimarssonar og
Guðrúnar Þorsteinsdóttur húsfreyju í Auraseli og
Ögmundar Ólafssonar, fyrri manns hennar. Guðrún
bjó í Auraseli með Páli Eyjólfssyni seinni manni sín-
um.
Guðrún Þorsteinsdóttir Ögmundur Ólafsson
1749-28. júlí 1818 1726-19. september 1780
Guðni Ögmundsson 1778-1850
Guðríður Guðnadóttir 1819-1877
Guðríður Þorsteinsdóttir 1856-1944
Þórunn Ólafsdóttir 1889-1978
Valdimar Guðjónsson 1918-2002
Guðjón Þór Valdimarsson 1946
Athugasemd ritstjóra:
Samkvæmt Íslendingabók var Arndís, barnsmóð-
ir Ögmundar Pálssonar, Bjarnadóttir, ekki Jónsdóttir,
og það sama kemur fram í Austur-Landeyingabók.
Arndís var fædd 1779 og lést 21. júlí 1843. Í mt 1801
er Arndís vinnukona á Núpi í Breiðabólsstaðarsókn í
Fljótshlíð. Í mt 1835 er hún í Auraseli hjá Ögmundi
syni sínum, þá um 57 ára.
Millifyrirsagnir og myndatexti eru ritstjóra.
Stóri-Dímon og Markarfljót. Páll selflutti fjölskyld-
una, konu sína og þrjú lítil börn, á einum hesti, yfir
Markarfljót ásamt nauðsynlegasta farangrinum. Hann
óð á undan, kannaði fyrir þeim og gekk allt slysalaust
vestur yfir. Ljósmynd Björn Jónsson.