Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Qupperneq 18
18http://www.ætt.is
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2015
aett@aett.is
Hér segir nokkuð af Einari Jónssyni í Götuhúsum
og hans fólki. Skal nú nefndur til sögunnar forfað-
ir minn einn úr Skagafirði er settist að í Víkinni.
Bjó hann fyrst í Götuhúsum í Grjótaþorpi. Af hon-
um var amma mín, Sigurlaug Lárusdóttir komin
í móðurætt. Einar Jónsson hét hann, fæddur fyr-
ir norðan árið 1760 en lést í Reykjavík 1834. Um
hann er ort í bók minni, Vökuborg og draums
undir titlinum Götuhúsaslarkarinn.
Ekki fer af Einari annað sagna en kotungshok-
ur í Götu, ölæðisinnrás í Múrinn og landnám í
Þingholtunum. Nú jæja, það skilar hver sínu þótt ax-
arsköft sumra rati í sagnir meðan tíðindaleysið tryggir
öðrum eilífa þögn.
Um ástæðu þess að forfaðir minn varð mér að yrk-
isefni með þessum hætti, má lesa í Reykjavíkursögu
Klemensar Jónssonar, en þar segir: „Um áramótin
1789—90 var svo mikið drykkjuslark og óspektir í
Reykjavík að stiftamtmanni ofbauð. Hann lagði því
fyrir Skúla landfógeta að hafa þar duglegan mann í
sinn stað, sem „pólití“. Hann neitaði því, þareð sér
bæri engin skylda til þess; þetta var rétt, því það
heyrði undir sýslumann.
Kjaftshögg
Á aðfangadagskvöldið komu þeir bræður Einar
Jónsson og Jón Dúkur með fleirum upp í tukthúsið
drukknir, og vildu komast inn, og er dyravörður varði
þeim inngöngu, sló Einar dyravörð. Skipaði þá stipt-
amtmaður Sigurði Pjeturssyni sýslumanni að hafa
lögreglueptirlit í bænum.“
Ég get því stoltur sagt, að kjaftshögg, sem drukk-
inn forfaðir minn allra náðarsamlegast skenkti kóngs-
ins tugthúsvaktara, sé upphaf nútíma löggæslu í
Reykjavík og raunar á landinu öllu. Ég er því maður
af brautryðjandakyni.
Liðu svo árin, uns þar kom, að Lárus G. Lúðvíksson
skósmiður og sonarsonur Alexíusar Árnasonar pólitís,
gekk að eiga Málfríði Jónsdóttur afkomanda Einars í
Götuhúsum í þriðja lið. Segi menn svo, að ekki geti
fylgt nokkur kímni þeim örlögum er leiða saman
mann og konu.
Áður en skilist er við Einar í Götuhúsum skal þess
getið, að einhvern tíma á árunum 1800 til 1803 settist
hann að í Þingholtunum ásamt konu sinni, Málmfríði
Einarsdóttur frá Neðstalandi í Öxnadal og börnum
þeirra. Segir í sumum heimildum, að þau hafi fyrst
manna byggt í Þingholtunum. Þarna í Þingholtunum
og þar um slóðir, bjó margt afkomenda þessara norð-
lensku hjóna fram undir lok síðustu aldar. Sjálfsagt
búa einhverjir þeirra þar enn.
Dæturnar þrjár
Þau Einar og Málmfríður gengu í hjónaband árið sem
Reykjavík öðlaðist formlega kaupstaðarréttindi, þann
21. nóvember 1787 og segir Espólín þau hafa gifst
syðra. Þeim varð, hvað ég best veit, þriggja dætra
auðið. Sú í miðið, Bergþóra, er formóðir mín, fædd
árið 1795, en yngst var Guðríður, sem fæddist árið
1800. Fer af þeim litlum sögum. Þeim mun meira seg-
ir af elstu systurinni, Guðrúnu, en hún var í heiminn
borin á því herrans ári 1790. Skal nú nokkuð frá henni
sagt.
Guðrún er sögð hafa verið með fádæmum glæsileg
kona. Það er því síst að undra, að karlmenn löðuðust
að henni, en lítt virðist það hafa orðið henni til gæfu.
Hún mun hafa verið ástkona Jörundar hundadagakon-
ungs meðan stóð á hans stuttu en viðburðaríku
Íslandsdvöl sumarið 1809.
Einvígi
Einn af félögum Jörundar í Íslandsævintýri hans, var
enski kaupmaðurinn Savignac. Hann kom aftur hing-
að til lands, eftir handtöku Jörundar og verslaði hér.
Árið 1811 virðist hann hafa verið farinn að gera hos-
ur sínar grænar fyrir Guðrúnu Einarsdóttur. Skal nú
vitnað í Árna Óla, það er, í þátt hans, „Brautryðjendur
íslenzkrar verzlunar“, sem birtist í bókinni Gamla
Reykjavík 1954. Þar segir:
„Þetta sumar (1811) varð sá atburður í Reykjavík,
að Savignac hinum enska og Gísla Símonarsyni bar
til. Brá Gísli honum um þernu hans, er áður hafði ver-
ið með Jörgensen, Guðrúnu, dóttur Dúks-Einars, er
kallaður var, en Savignac bauð honum til einvígis og
gekkst hann undir.
Savignac var karlmannlegur maður að sjá, en ekki
sterkur. Og eitt sinn, er Gísli var inni hjá biskupi, kom
hann þangað og hélt á tveimur pístólum og fékk Gísla
aðra, reyndist síðar að sú var tóm, en Savignacs pí-
stóla hlaðin, með svo miklu falsi var það gert. Síðan
spenntu þeir báðir, en biskup þreif til þeirra og setti þá
niður hjá sér báða, og gat talað niður með þeim, svo
að þeim var óhætt hvorum fyrir öðrum að kalla.“
Gísli Símonarson, sá er hér um ræðir var merkur
kaupmaður á sinni tíð og kemur hann víða við sögu.
Þótt svo sé látið heita, í frásögninni hér að ofan, að
Guðrún hafi verið þerna hans, verður að teljast hæpið,
að hann hafi verið tilbúinn til hólmgöngu fyrir hana,
hafi samband þeirra ekki verið nánara en gengur og
gerist milli húsbænda og hjúa.
Pjetur Hafstein Lárusson:
Af brautryðjandakyni