Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Síða 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2015
http://www.ætt.is aett@aett.is19
Gæfusnauð
Hvað sem því líður, þá náði Savignac ástum Guðrúnar
og elti hún hann til Englands, enda mun hjónaband
hafa verið fastmælum bundið þeirra í millum. Sú var í
það minnsta trú Guðrúnar. En þegar út kom, varð hún
þess vísari, að þar átti ástmaður hennar konu og börn.
Varð það endir þeirra skipta.
Guðrún stóð nú uppi slypp og snauð á enskri grund.
Leitaði hún þá ásjár hjá þeim kunna velgjörðarmanni
Guðrún Einarsdóttir, dóttir „Dúks-Einars“, mun hafa verið ástkona Jörundar hundadagakonungs sumarið 1809. Einn
af félögum Jörundar í Íslandsævintýri hans var enski kaupmaðurinn Savignac. Hann náði síðar ástum Guðrúnar og elti
hún hann til Englands. Teikning Jörgen Jörgensen.
Íslendinga, sir Joseph Banks og mun hann hafa greitt
götu hennar. Frá Englandi lá leið þessarar glæsilegu
en gæfusnauðu konu aftur til Reykjavíkur.
En að þessu sinni dvaldi hún þar skamma hríð, uns
hún flutti til Danmerkur. Þar giftist hún og eignaðist
að minnsta kosti eitt barn. Má því vel vera, að hún
eigi afkomendur í Danmörku og jafnvel víðar. Um
örlög hennar þar úti er það eitt vitað, að hún lést um
fimmtugt, í sárri fátækt.
Hólmfríður Gísladóttir:
Stína frænka
Kristín Jónsdóttir var fædd á Kothrauni í Helga-
fellssveit, 7. nóvember 1875. Hún var ömmusystir
mín. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson og Guðrún
Guðmundsdóttir. Jón var þriðji maður Guðrúnar; hún
missti hina báða. Stína ólst upp á Kothrauni hjá for-
eldrum sínum og Guðrúnu, alsystur sinni, og þremur
hálfbræðrum.
Þegar hún var 17 ára, 1892, flytja foreldrar henn-
ar og þær systur að Hjarðarbóli í Eyrarsveit til
Jóhannesar Þorsteinssonar, hálfbróður hennar og
var Stína þar vinnukona. Foreldrar hennar dóu bæði
á Hjarðarbóli. Hún 1894 og hann 1900. Stína var
vinnukona á Hjarðarbóli, þar til faðir hennar andaðist,
þá fer hún að Naustum og er þar í eitt ár.
Árið 1901, fór hún suður í Eyjahrepp og gerðist
vinnukona á Þverá. Að Þverá kom Símon Dalaskáld
og orti þá til Stínu.
Kristín mín er hörundsheit,
heldur nett að spanna.
Utan er komin úr Eyrarsveit,
auðnafögur nanna.
Stína var vinnukona á Þverá til 1909 að hún eign-