Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Blaðsíða 20

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Blaðsíða 20
20http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2015 aett@aett.is Kristín Jónsdóttir. Þegar Þórður Kárason var að safna myndum í Hjarðarfellsættina hringdi hann í Hólmfríði Gísladóttur og bað hana um myndir m.a. af Kristínu. Hólmfríður átti erfitt með að nálgast myndirnar og sleppti því að láta hann fá mynd- ir af sínu fólki. Nóttina eftir dreymdi hana Stínu frænku sína í fyrsta og eina sinnið. Í draumnum gekk Stína til hennar og rak henni löðrung. Þessi draumur varð henni minnisstæður og rifjaðist upp þegar ritstjóri bað hana um mynd af Stínu til þess að birta með greininni. Hún lét sig hafa það að grafa upp myndina, vildi ekki eiga á hættu að fá annan löðrung! aðist son, Aðalstein, með Jóhanni Hjálmarsen; hann var uppeldissonur Kristjáns Jörundssonar, bónda á Þverá. Því hvíslaði almenningur að Aðalsteinn væri sonur Kristjáns bónda. En Stína beið þess aldrei bæt- ur að eignast þennan son, fæðingin gekk erfiðlega. Það var sóttur læknir í Borgarnes og þegar hann loks kom, var hann ekki fær um að taka á móti barninu. Hún fæddi barnið með harmkvælum, en hún var biluð á báðum mjöðmum upp frá því. Kristín Jónsdóttir kom inn í Eyrarsveit, að Arnarhóli 1909, með Aðalstein son sinn í reifum. Guðrún, systir hennar, bjó þá á Arnarhóli. Hjá henni og Jóni Kristjánssyni manni hennar, er Aðalsteinn til 1916. En þá sjö ára, fer hann að Þverá og er þar í hreppnum eftir það. Hann dó í Reykjavík 1989, ókvæntur og barnlaus. Eftir að Stína kom aftur til Eyrarsveitar var hún vinnukona í Framsveit á ýmsum bæjum. En hún var ekki til allrar vinnu, svo fötluð sem hún var, enda vann hún innanhússverk og tóvinnu. Hún var nokkur ár milli 1920 og 1930 á Naustum hjá Kristjáni Hirti Skúlasyni og Steinunni Jónsdóttur. Eftir 1930 á hún alltaf lögheimili í Vindási hjá Guðrúnu systur sinni, en var á ýmsum bæjum í vinnu. Á árunum 1938 og 1939 var Stína á Grund hjá Gísla Karel, sem var búinn að missa konuna. En 1940 var hún í Suður-Bár, en kom að Vindási 1941 og fór það- an ekki aftur. Þá bjuggu í Vindási systursonur Stínu, Nói Jónsson og kona hans Svanborg Kjartansdóttir. Stína gerði eldhúsverk í Vindási, þvoði allan leir og skúraði gólfin niðri. Það er minnisstætt hvern- ig hún rúllaði eldhúskollinum með vaskafatinu á að eldavélinni og jós í það heitu vatni, ýtti svo stólnum að eldhúsborðinu, setti mjöðmina að borðinu sér til stuðnings meðan hún lyfti fatinu upp á borðið. Ég hef stundum hugsað hvað nútíma göngugrind hefði hjálp- að henni vel. Hún skúraði gólfin á fjórum fótum og gekk vel. Eitt verka Stínu var að reyta lundakofu sem tekin var í Melrakkaey. Hún sat úti í fjárhúsum og reitti, allt vannst þetta með þögn og þolinmæði. Stína kvartaði aldrei, var ánægð ef einhver vék hlýlegu að henni. Stína hafði gaman af að hlusta á útvarp, en það var bara eitt útvarp uppi á lofti. Hún kom upp til að hlusta á barnatímann, t.d. Hjalta litla og svo hlustaði hún á Bör Börsson. Þannig var það 7. mars 1948, að hún kom upp til að hlusta, hún var búin að skríða upp stigana og komin á efri ganginn, að hún hné fram fyrir sig og lést stuttu seinna. Hennar erfiða dagsverki var lokið. Vantar þig aðstoð við ættfræðina? Oft væri gott að geta fengið smá aðstoð við ætt- rakningarnar og heimildirnar að ekki sé talað um tölvuna og tæknina og allt sem í boði er á netinu. Stjórnin hefur ákveðið að hafa opið á skrifstof- unni tvo daga í vor þar sem leitast verður við að veita félögum okkar aðstoð. Þessir dagar verða miðvikudagarnir 15. apríl og 13. maí. Opið verð- ur á skrifstofu félasins í Ármúla 19 á 2. hæð frá klukkan 13:00 til 16:00. Allir velkomnir. Til að- stoðar verður Kristinn Kristjánsson. Finnið nýja félaga! Ættfræðifélagið hvetur félaga sína til þess að safna nýjum félögum. Meðalaldur félagsmanna hækkar stöðugt og margir falla frá. Við þufum nýja félaga og áhugasama, sem eru reiðubúnir að leggja sitt af mörkum til þess að halda Ættfræðifélaginu gangandi og virku.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.