Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Blaðsíða 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2015
http://www.ætt.is aett@aett.is21
Það styttist í að liðin séu þrjú hundruð ár síðan móð-
urætt mín settist að á Hömrum. Það var árið 1726
sem Jón Ólafsson 48 ára gamall flytur að Hömrum
ásamt konu sinni Þórunni Freysteinsdóttur og fjór-
um börnum þeirra, það elsta var rétt 11 ára. Tvíbýli
var á Hömrum næstu árin því Bjarni Axelsson lög-
réttumaður bjó þar eftir föður sinn. Þetta var óbreytt
1735.
Árið 1752 var einbýli á Hömrum og Guðmundur
sonur Jóns Ólafssonar var tekinn við búi og kvænt-
ur Hallgerði Magnúsdóttur. Tvíbýli verður aftur þeg-
ar Þórður Jónsson, áður stofubryti í Skálholti, sest að
á Hömrum ásamt konu sinni Guðrúnu Þorleifsdóttur
sem ættuð var frá Hofsstöðum í Hálsasveit í
Borgarfirði. Með þeim kom Ingibjargarnafnið í ættina
því Jón Guðmundsson, hreppstjóri á Hömrum sonur
Guðmundar og Hallgerðar gekk að eiga Ingibjörgu
dóttur Þórðar.
Árið 1791, þann 26. janúar, kaupir Jón Hamra af
Skálholtsstað á 273 ríkisdali. Hverakot, nú Sólheimar,
var eyðihjáleiga sem var hluti af Hömrum. Einbýli
var á Hömrum á þessum árum, þangað til börn Jóns
festa ráð sitt og Margrét fær Hverakot en Snorri langa-
langafi minn fær austurbæinn þar sem við systkinin
erum fædd.
Snorri kvæntist Sigríði Einarsdóttur sem fædd var
á Hrygg í Flóa. Þau eignuðust tvö börn; soninn Jón og
dótturina Katrínu sem var langamma mín. Hún varð
kona Jóns Björnssonar frá Búrfelli.
Sagan segir að þegar Jón var við nám í
Kaupmannahöfn hafi hann skrifað vini sínum á
Íslandi og beðið hann að benda sér á konuefni.
Vinurinn teiknaði mynd af Katrínu og sendi hon-
um. Jóni fannst stúlkan falleg og gekk að eiga hana
árið 1853. Þau bjuggu lengst í Arakoti á Skeiðum en
fluttu að Hömrum með sjö börn árið 1872. Þrjár dæt-
ur þeirra, Ingibjörg, Ragnhildur og Sigríður urðu hús-
mæður á Hömrum. Alls eignuðust þau hjónin 10 börn;
Ingibjörgu, Ragnhildi, Björn, Snorra, Ingibjörgu,
Jóhönnu, Jóhönnu, Sigríði, Jón og Sigurjón.
Upphaflega fékk Sigríður dóttir þeirra hjóna alla
Hamrana eftir systur sína Ingibjörgu og mann henn-
ar Jörgen en öll börn þeirra hjóna dóu kornung. Þau
Ingibjörg og Jörgen tóku móður mína Sigríði í fóstur
en hún var systurdóttir Sigríðar, dóttur Ragnhildar. Ég
er þriðja Ingibjörgin og sonardóttir mín Ingibjörg er
sú fjórða.
Þau Sigríður og Kristinn Jónsson maður henn-
ar, bjuggu á Hömrum og afkomendur þeirra; Jónína,
Ingibjörg og Guðmunda eignuðust 2/3 jarðarinn-
ar. Yngsta barn Katrínar og Jóns, Sigurjón, er fædd-
ur á Hömrum, en frá fimm ára aldri var hann alinn
upp á Minni Bæ hjá Ragnhildi systur sinni. Þegar
Ragnhildur hætti búskap tók Sigurjón við búinu og
bjó þar til dauðadags.
Ingibjörg Jörgína Jóhannesdóttir Tönsberg:
Hamrar í Grímsnesi
ættarsaga
Hamrar í Grímsnesi, austurbærinn. Myndin er tekin 1947 af Martin Tönsberg. Einar Tönsberg, eiginmaður Ingibjargar
stendur í dyrunum.