Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2015, Qupperneq 22
22http://www.ætt.is
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2015
aett@aett.is
Guðjón Ragnar Jónasson formaður:
Ársskýrsla Ættfræðifélagsins fyrir árið 2014
Starfsemi Ættfræðifélagsins var með hefðbundnu sniði.
Megináhersla var lögð á útgáfu Fréttabréfsins undir rit-
stjórn Guðfinnu Ragnarsdóttur, enda er Fréttabréfið
eina tenging margra félagsmanna við félagið, ekki síst
þeirra sem búa úti á landi. Hinn máttarstólpinn eru
félagsfundirnir sem haldnir eru síðasta fimmtudaginn
í hverjum mánuði yfir veturinn. Aðsókn að fundunum
hefur verið góð, oft mjög góð, einkum þegar fjallað
er um einstakar ættir. Á janúarfundinum hélt Guðný
Hallgrímsdóttir erindi um Guðbjörgu Ketilsdóttur,
óvenjulega almúgakonu sem var einstæð og útivinnandi
alla tíð, f. 1767. Aðalfundurinn var svo haldinn í lok
febrúar. Á marsfundinum fjallaði Sigrún Magnúsdóttir
alþingismaður um Dr. Hallgrím Scheving, kennara og
vísindamann á Bessastöðum. Á aprílfundinum skýrði
Bjarni Harðarson bóksali frá athugunum sínum á Merði
Valgarðssyni og forleiknum að Njáls sögu. Í maí gekk
Margrét Gunnarsdóttir sagnfræðingur með félögum
Ættfræðifélagsins um slóðir Jóns Sigurðssonar forseta
og Ingibjargar konu hans í Reykjavík, en Margrét
hafði fyrr um veturinn haldið erindi um Ingibjörgu
fyrir félagsmenn. Í september fjallaði Marín Guðrún
Hrafnsdóttir bókmenntafræðingur um langömmu sína
Guðrúnu frá Lundi og feril hennar sem rithöfundar.
Í október kom Guðni Ágústsson og flutti erindi sem
hann kallaði Ættir okkar Árnesinga. Á nóvemberfund-
inn mættu svo allir af Morthensætt til þess að hlýða
á Svein Allan Morthens uppeldisfræðing segja frá
Edward Morthens ættföður Morthensættarinnar.
Allir félagsfundir hafa verið haldnir í Þjóð skjala-
safninu í fundarsalnum á 3. hæð. Ættfræði félagið vill
koma á framfæri sínum innilegustu þökkum fyrir þann
einstaka velvilja sem það ætíð hefur mætt þar á bæ.
Fjöldi stjórnarfunda voru haldnir og liggja fund-
argerðirnar frammi. Rætt hefur verið um ýmsa
starfsemi s.s. samvinnu við átthagafélög, námskeið
í ættfræði og skráningu minninga. Vonandi kemst
eitthvað af því til framkvæmda. Einnig hefur verið
rætt um breytingar á húsnæði félagsins, en leigan er
stór útgjaldaliður. Breyttur opnunartími á Opnu húsi
hafði lítið að segja hvað aðsóknina varðar. Fáir mæta
á Opið hús. Mun fleiri mæta þó ef eitthvað sérstakt
er á döfinni eins og þegar Vilborg Einarsdóttir kynnti
og seldi bók föður síns Einars Ingimundarsonar Saga
lögreglunnar í Keflavík. Ákveðið hefur þó verið að
halda Opnu húsi áfram enn um sinn. Æskilegt væri að
geta haft opið á skrifstofunni einn eða tvo daga í viku
en þess er þó því miður ekki kostur.
Heimasíðan er í loftinu undir stjórn Rakelar Báru
Þorvaldsdóttur og Ættfræðifélagið er á Facebook
einnig undir hennar stjórn. Töluverður áhugi er á
þessum síðum.
Sala á manntölum er alltaf fremur dræm og lag-
erinn er stór. Alltaf selst þó eitthvað á bókamarkaðn-
um en um þá sölu hefur Olgeir Möller að mestu séð.
Kristinn Kristjánsson hefur haft veg og vanda af dag-
legum rekstri félagsins og sinnt honum af einstakri
vandvirkni og samviskusemi.
Undirritaður hóf átak í söfnun félaga þegar hann
tók við sem formaður og gekk það nokkuð vel, 40 nýir
Stjórn Ættfræðifélagsins: Aftari röð f.v. Kristinn Kristjánsson, Ragnar Ólafsson, Anna Guðrún Hafsteinsdóttir, Jón
Sævar Baldvinsson og Arnbjörn Jóhannesson. Femri röð f.v. Guðfinna Ragnarsdóttir, ritstjóri Fréttabréfsins, og
Guðjón Ragnar Jónasson. Á myndina vantar Rúnu Þráinsdóttur.