Fréttablaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Ólíkt því
sem sumir
héldu þá er
líf eftir
WOW air.
En ef við
erum tilbúin
að stimpla
óþægilegar
staðreyndir
sem fals-
fréttir, þá
fyrst eigum
við í vanda.
Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík
S: 58 58 900. www.jarngler.is
Lyklalaust aðgengi á hurðir.
Bluetooth tenging við snjallsíma, kort og lyklabólu.
Hægt að hafa marga notendur.
Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík
S: 58 58 900. www.jarngler.is
Lyklalaust aðgengi á hurðir.
Bluetooth tenging við snjallsím , kort og lyklabólu.
Hægt að hafa marga notendur.
Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík
S: 58 58 900. www.jarngler.is
Lyklalaust aðgengi á hurðir.
Bluetooth tenging við snjallsíma, kort og lyklabólu.
Hægt að hafa marga notendur.
Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík
S: 58 58 900. www.jarngler.is
Lyklalaust aðgengi á hurðir.
Bluetooth tenging við snjallsíma, kort og lyklabólu.
Hægt að hafa marga notendur.
Þegi þeir sem flestir
Þau stórmerki áttu sér stað á
hinu háæruverðuga Alþingi
í gær að kjörinn fulltrúi, ráð-
herra meira að segja, viður-
kenndi að hafa ekki verið að
fylgjast nægilega vel með og
stæði því vanmáttugur og
svaralaus í pontu fyrir þingi
og þjóð. Bjarni Benediktsson
gerði það sem svo óteljandi
margir þingmenn, ráðamenn
og kjörnir fulltrúar hefðu í svo
óteljandi mörg skipti mátt gera.
Hann viðurkenndi að hann
hefði engar forsendur til að
blaðra ábyrgðarlaust út í loftið
um eitthvað sem hann hefði
takmarkaða eða jafnvel enga
hugmynd um hvað væri. Hann
viðurkenndi þann mannlega
breyskleika að hafa hreinlega
ekki verið að fylgjast með og
hafði vit á því að þegja. Mikið
væri það til fyrirmyndar ef
f leiri myndu andskotast til þess
á þessum síðustu og verstu.
Stóð undir nafni
Óundirbúnar fyrirspurnir
hafa aldrei staðið jafnræki-
lega undir nafni og við þessi
merku tímamót. Margir hafa
legið Birni Leví Gunnarssyni,
þingmanni Pírata, á hálsi fyrir
fyrirspurnafargan og stagl í
þingsal. Þá einkum f lokks- og
fylgismenn Bjar a. Forma ur
Sjálfstæðisf lokksins var þó
æstur í að fá að heyra meira frá
Birni í gær og tækifærinu feginn.
mikael@frettabladid.is
Eftir að hafa umbylt íslensku efnahagslífi á aðeins örfáum árum hefur ferðaþjónustunni, okkar stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnu-grein, verið skellt niður á jörðina. Það var aðeins tímaspursmál. Á hinum ævintýra-
lega vexti síðustu ára, sem var hvorki sjálfbær né
eftirsóknarverður til frambúðar, tók að hægja mjög í
byrjun síðasta árs. Við gjaldþrot flugfélagins WOW air
er nú ljóst að talsverður samdráttur er í kortunum til
skemmri tíma litið. Fækkun ferðamanna á eftir að hitta
mörg fyrirtæki illa fyrir, þau sem hafa spennt bogann of
hátt í fjárfestingum sökum væntinga um að til landsins
myndu áfram streyma ferðamenn á grundvelli ódýrra
flugfargjalda. Í febrúar sagðist um þriðjungur fyrir-
tækja í ferðaþjónustu ætla að fækka starfsfólki á næstu
sex mánuðum, en aðeins þrjú prósent vildu fjölga þeim.
Sú mynd er án efa orðin enn dekkri nú þegar WOW air
er horfið af sjónarsviðinu.
Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um stöðu íslenskrar
ferðaþjónustu, sem var kynnt í gær, kemur skýrt fram
að atvinnugreinin stendur nú á tímamótum. Í fyrsta
sinn frá 2011 mun draga úr fjölda ferðamanna til
landsins og horfur eru á að gjaldeyristekjur ferðaþjón-
ustunnar skreppi nokkuð saman í ár. Eftir sem áður
mun ferðaþjónustan skila sambærilegum gjaldeyris-
tekjum til þjóðarbúsins og sjávarútvegur og áliðnaður
samanlagt. Þótt fækkun ferðamanna þýði að viðskipta-
afgangur, sem hefur verið viðvarandi og mikill allt frá
falli bankanna, verði hverfandi þá er ólíklegt að slíkt
hafi mikil áhrif á gengi krónunnar. Hrein eignastaða við
útlönd hefur aldrei verið betri, Seðlabankinn ræður yfir
meira en 700 milljarða gjaldeyrisforða, sem er ekki fjár-
magnaður með erlendum lántökum, stoðir hagkerfisins
eru almennt afar traustar og efnahagshorfurnar góðar
til lengri tíma litið. Allt ætti þetta að styðja við að raun-
gengið verði áfram nokkuð hátt á komandi árum.
Það er þekkt staðreynd, eins og á oft við um nýjar
og ört vaxandi atvinnugreinar, að ferðaþjónustan á
Íslandi einkennist af mjög fáum stórum fyrirtækjum
og mörgum litlum. Þannig mynda lítil fyrirtæki, sem
eru með 500 milljónir króna eða minna í tekjur, saman
um 93 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í greininni.
Fyrirséð er að þessi mynd taki stórum breytingum á
næstu árum – og þó fyrr hefði verið – samhliða erfiðara
rekstrarumhverfi. Of mikið framboð, meðal annars
hjá hótelrekendum og bílaleigum, á eftir að skapa
þrýsting til verðlækkana sem mun reyna mjög á lítil
og meðalstór fyrirtæki sem standa mörg hver höllum
fæti. Samanlagður hagnaður greinarinnar á árinu 2018
var aðeins um 27 milljarðar, sem var um 60 prósenta
samdráttur frá fyrra ári, og arðsemin var heilt yfir afar
lítil. Þetta gengur ekki upp til lengdar. Það er þess vegna
tími hagræðingar og samþjöppunar fram undan þar
sem fyrirtækjunum mun fækka og einingarnar stækka.
Á þeirri vegferð munum við sjá talsvert af erlendum
fyrirtækjum og fjárfestingarsjóðum sem sýna íslenskri
ferðaþjónustu nú vaxandi áhuga.
Ólíkt því sem sumir héldu þá er líf eftir WOW air
en aðlögunin að nýju jafnvægi verður vitaskuld ekki
sársaukalaus. Ísland er komið á kortið sem ferðaþjón-
ustuland. Og það er ekki að fara að breytast.
Nýtt jafnvægi
Fá hugtök hafa líklega náð meiri fótfestu á síðustu árum en falsfréttir. Það eru ekki síst stjórnmálamenn sem nota hugtakið og þá yfir
fregnir sem draga eitthvað fram sem þeim sjálfum
ekki hugnast. Við Íslendingar höldum oft að við
séum öðruvísi en annað fólk, en svo er ekki. Sú
þróun í umræðu og stjórnmálum sem við sjáum úti í
heimi ratar hingað og hefur þegar gert það.
Á sama hátt hefur dregið úr gildi staðreynda og
við hikum ekki við að tefla tilfinningu okkar fyrir
því hvernig hlutirnir séu gegn vísindalegum stað-
reyndum.
Við sjáum þetta ekki síst í umhverfis- og loftslags-
málum, í það minnsta bar fyrst á þessu þar. Niður-
stöður vísindamanna um hlýnun jarðar og hlutverk
mannlegrar tilvistar í henni voru dregnar í efa. Það
var líka auðveldara fyrir tíu, tuttugu árum, þegar
afleiðingar loftslagsbreytinga voru ekki eins sýni-
legar og nú er orðið. En enn er til fólk sem neitar því
að maðurinn hafi nokkuð með þetta að gera, þrátt
fyrir niðurstöður umfangsmikilla vísindarann-
sókna.
Þetta er einnig áberandi í óáþreifanlegri fyrir-
bærum eins og mannréttindum eða yfirráðum
yfir auðlindum. Á dögunum átti ég í rökræðum við
þingmann Miðflokksins sem taldi allar ásakanir
um mannréttindabrot stjórnvalda á Filippseyjum
vera falsfréttir. Ófáar ræður hafa verið haldnar á
síðustu vikum um meint framsal á orkuauðlindum.
Í þessum efnum skiptir álit sérfræðinga, niðurstaða
rannsókna, sumt fólk engu ef það hefur annað á
tilfinningunni. Þá trúir fjöldi fólks því ranglega að
bólusetningar geti leitt til einhverfu svo til vand-
ræða horfir með útbreiðslu sjúkdóma sem tekist
hafði að vinna bug á.
Þetta hefur í för með sér að oft og tíðum er erfitt að
eiga í umræðum, við eigum erfitt með að taka upp-
lýstar ákvarðanir – sem er grundvöllur lýðræðisins.
Almennt er gott að efast. En ef við erum tilbúin að
stimpla óþægilegar staðreyndir sem falsfréttir, þá
fyrst eigum við í vanda.
Dauði staðreyndanna
Kolbeinn Óttars-
son Proppé
þingmaður
Vinstri grænna
3 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
3
-0
5
-2
0
1
9
0
8
:3
8
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
E
B
-D
C
1
4
2
2
E
B
-D
A
D
8
2
2
E
B
-D
9
9
C
2
2
E
B
-D
8
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
3
2
s
_
2
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K