Fréttablaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 14
NýjastAllt undir í Vesturbænum annað kvöld KR náði að knýja fram oddaleik í úrslitum Domino’s-deildar karla með 80-75 sigri á ÍR í Seljaskóla í gærkvöldi. ÍR gat með sigri tryggt sér titilinn í fyrsta sinn í 42 ár en reynslumikið lið KR lét það ekki á sig fá. KR var með frumkvæðið stærstan hluta leiksins og leiddi eftir alla fjóra leikhlutana í gærkvöld. Þessi tvö sigursælustu lið íslenska karlakörfuboltans mætast því í hreinum úrslitaleik annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ÍBV - Breiðablik 0-2 0-1 Agla María Albertsdóttir (11.), 0-2 Ingi- björg Lúcía Ragnarsdóttir, sjálfsm. (28.). Stjarnan - Selfoss 1-0 1-0 Birna Jóhannsdóttir (24.) . Fylkir - Keflavík 2-1 1-0 Ída Marín Hermannsdóttir (2.), 1-1 Sveindís Jane Jónsdóttir (3.), 2-1 Marija Radojicic (52.). . HK/Víkingur - KR 1-0 1-0 Þórhildur Þórhallsdóttir (38.) Pepsi-deild kvenna 1. umferð ÍR - KR 75-80 ÍR: Kevin Capers 17, Matthías Orri Sigurðar- son 17, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12, Sigurkarl Róbert Jóhansson 8, Trausti Eiríksson 7, Gerald Robinson 6, Sæþór Elmar Kristjánsson 4, Daði Berg Grétarsson 2, Hákon Örn Hjálmarsson 2. KR: Kristófer Acox 18, Finnur Atli Magnús- son 15, Björn Kristjánsson 14, Julian Boyd 12, Michele DiNunno 12, Jón Arnór Stefáns- son 9. Staðan í einvíginu er 2-2 og fer því odda- leikur fram um Íslandsmeistaratitilinn í DHL-höllinni á laugardaginn. Domino’s-deild karla Úrslit ÍBV - Haukar 32-30 ÍBV: Hákon Daði Styrmisson 8, Gabríel Martinez Róbertsson 6, Kristján Örn Krist- jánsson 5, Dagur Arnarsson 5, Fannar Frið- geirsson 4, Sigurbergur Sveinsson 2, Kári Kristján Kristjánsson 1, Daníel Örn Griffin 1. Haukar: Adam Haukur Baumruk 8, Daníel Þór Ingason 7, Orri Freyr Þorkelsson 5, Heimir Óli Heimisson 4, Atli Már Báruson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Halldór Ingi Jónasson 1. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1 eftir sigur ÍBV. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram. Liðin mætast á ný á sunnudaginn. Olís-deild karla Undanúrslit MMA Bardagakonan Sunna Davíðs- dóttir, kölluð Sunna Tsunami, snýr aftur í búrið í kvöld eftir tuttugu mánaða fjarveru á Phoenix Rising bardagakvöldinu sem fer fram í Kansas City. Að baki er barátta við erfið meiðsli á hendi og er Sunnu eflaust farið að þyrsta í fjórða sigur- inn í röð sem atvinnubardagakona. Bardagakvöldið er skipulagt af Invicta-bardagasamsteypunni sem Sunna hefur verið að berjast í sem atvinnumaður. Allir þrír sigrarnir hafa komið eftir einróma dóm- araúrskurð og var Sunna sérstak- lega verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í bardaganum gegn Mall ory Martin þegar bardagi hennar var valinn besti bardagi kvöldsins. Sá bardagi átti eftir að hafa eftir- mál því Sunna reif öll liðbönd í hnúanum sem hún beitir hvað mest og bein fór úr lið sem sást ekki á myndatökum hjá lækni. Það stöðvaði því ekki Sunnu sem barðist stuttu síðar gegn Kelly D’Angelo. Við það versnuðu meiðslin en hún er mætt öflug til leiks á ný. „Ég hef beðið eftir að fá að sleppa dýrinu lausu mjög lengi og hlakka rosalega til að komast aftur í búrið þar sem ég er best geymd. Mér líður eins og skógarbirni sem er að vakna eftir langan vetrardvala, hungraður og hættulegur,“ sagði Sunna þegar bardaginn var kynntur. Bardagakvöldið í kvöld fer fram með breyttu sniði, í stað þess að Sunna fari í einn bardaga er um útsláttarkeppni að ræða. Kvöldið byrjar á fjórum bardögum sem endast eina lotu. Fjórar fara áfram í undanúrslitin og berjast á ný í einni lotu þar sem sæti í úrslitunum verð- ur undir. Sami háttur er á í úrslita- bardaganum. Sunna byrjar kvöldið gegn Kailin Curran sem á að baki sjö bardaga innan UFC-bardagasamtakanna. Líkt og Sunna hefur Curran ekkert barist síðan 2017 þegar hún tapaði síðasta UFC-bardaga sínum. Þá var það tilkynnt á dögunum að sigurvegari kvöldsins myndi hljóta að launum strávigtarbelti sam- takanna og verða með því heims- meistari samtakanna. „Ég hafði grun um að það yrði óvæntur glaðningur fyrir sigur- vegara mótsins að fá beltið þar sem handhafi þess yfirgaf samtökin nýlega og gerði samning við UFC. Stuttu síðar komst ég að því að þetta var raunin og hjartað tók kipp því ég sé fyrir mér að draumur minn sé í þann mund að rætast,“ sagði Sunna þegar það var tilkynnt. kristinnpall@frettabladid.is Sunna snýr aftur inn í búrið Bardagakonan Sunna Davíðsdóttir snýr aftur í búrið á bardagakvöldi Invicta í kvöld eftir tuttugu mán- aða fjarveru. Barist er eftir breyttu fyrirkomulagi en sigur tryggir Sunnu strávigtarbelti samtakanna. Sunna hefur verið ein öflugasta bardagakona landsins undanfarin ár og vakið athygli erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR CROSSFIT Alþjóðlega CrossFit-mótið Reykjavík CrossFit Championship hefst í hádeginu í dag við Esjurætur þegar fyrsta þrautin (e. WOD) fer fram þar sem keppendur þurfa að hlaupa upp að Steini á Esjunni. Um er að ræða fyrri æfingu fyrsta keppnisdags en seinni æfingin fer fram í Laugardalshöll í kvöld. Alls fara átta æfingar fram um helgina og tryggir sigurvegarinn sér þátttökurétt á heimsleikunum í Madison í sumar en fari svo að keppandi sem hefur þegar tryggt sér þátttökurétt, líkt og Björgvin Karl Guðmundsson og Þuríður Erla Helgadóttir, vinni, færist þátttökurétturinn á næsta þátttakanda. Þá munu Katr ín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdótt- ir, sem báðar hafa hlotið nafnbót- ina hraustasta kona hei m s tvívegis, taka þát t í s ér- stakri keppni á laugardeg- inum. – kpt Keppnin hefst við Esjurætur 3 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 0 3 -0 5 -2 0 1 9 0 8 :3 8 F B 0 3 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E B -E A E 4 2 2 E B -E 9 A 8 2 2 E B -E 8 6 C 2 2 E B -E 7 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 3 2 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.