Fréttablaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið UMHVERFISMÁL Mörg hundruð sjálf boðaliðar sem tóku þátt í Stóra plokkdeginum síðastliðinn sunnudag söfnuðu rusli í nærri 1.500 poka. Skipuleggjendur segja það sam- svara sem nemur tíu tonnum af rusli sem annars hefði legið óhreyft í íslenskri náttúru. Samkvæmt talningu vefsíðunnar Plokkari.is hreinsuðu þátttak- endur svæði sem nemur um 17,32 ferkílómetrum. Er bent á í þessu samhengi að f latarmál Vestmannaeyja er um 17 ferkílómetrar. – smj Tíndu tíu tonn FJÖLMIÐLAR Þórhallur Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Miðla hjá Sýn. Undir Miðla heyra meðal annars Stöð 2, Stöð 2 Sport, Bylgjan, FM957, Xið977 og Vísir. Þórhallur hefur undanfarin sex ár verið framkvæmdastjóri hjá Sagafilm. Áður var hann meðal annars dagskrárstjóri RÚV og rit- stjóri Kastljóss. Signý Magnúsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Sýnar. Hún hefur starfað hjá Deloitte frá 2006 og varð meðeigandi á endurskoð- unarsviði félagsins 2013. Miklar breytingar hafa orðið á stjórnendahópi Sýnar að undan- förnu en í síðustu viku var Heiðar Guðjónsson ráðinn forstjóri. – sar Ráðin til Sýnar VIÐSKIPTI Isavia þarf ekki að afhenda bandaríska flugvélaleigu- salanum ALC farþegaþotu sem WOW air notaði sem tryggingu. Þetta kom fram í úrskurði Héraðs- dóms Reykjavíkur sem féll í gær. WOW air notaði vélina sem trygg- ingu fyrir tveggja milljarða króna skuld flugfélagsins við Isavia. Odd ur Ástráðsson og Eva B. Helga dótt ir, lög menn ALC, sögðu málatilbúnað Isavia valdníðslu þar sem ekki sé lagaheimild fyrir því að kyrrsetja eign þriðja aðila. Það hafi verið einbeittur ásetningur að leyfa WOW air að safna skuldum þrátt fyrir að það brjóti í bága við eigin reglur Isavia. Lagaákvæði loftferða- laga næði ekki yfir vélina þar sem ALC hefði umráðin yfir henni. Hlyn ur Hall dórs son, lögmaður Isa via, sagði á móti að vélin hefði verið skráð í umráði WOW air þegar hún var kyrrsett 28. mars síðastliðinn af Samgöngustofu. Skúli Mogensen, þáverandi forstjóri WOW air, hafi staðfest móttöku á kröfunni. Stjórn Isavia heimilaði skuldsetningu WOW air í þeirri vissu að hún gæti kyrrsett vél. Í úr sk urðinum seg ir að Isa via sé heim ilt að kyrrsetja vélina þangað til búið sé að greiða öll gjöld sem snúa að vélinni sjálfri, en ekki öðrum skuldum WOW air við Isavia. Umrædd gjöld nema 87 millj- ónum króna, en WOW air skuldaði greiðslur vegna fjölmargra annarra flugvéla. Þarf Isavia að sækja afgang skuldanna í þrotabú WOW air. Lög- menn ALC hafa tvær vikur til að kæra úrskurðinn. – ab Þurfa ekki að afhenda vélina Vél ALC var kyrrsett vegna skulda WOW air við Isavia. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns PREN TU N .IS REYK JAVÍK Borgarráð staðfesti í gær nýjan samning borgarinnar við Útlendingastofnun um þjón- ustu við umsækjendur um alþjóð- lega vernd. Í hinum nýja samningi er kveðið á um þjónustu við 220 einstaklinga í senn sem er fjölgun um tuttugu frá síðasta samningi en fjöldi einstaklinga sem samið er um við Reykjavíkurborg hefur verið árviss frá árinu 2015 þegar samið var um aðstoð við 70 manns í senn. Allir f ulltr úar í borgar ráði studdu bókun um málið að undan- skildum þeim Mörtu Guðjónsdótt- ur í Sjálfstæðisflokknum og Vigdísi Hauksdóttur í Miðf lokknum.  „Málið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og var bók- unin sett fram af borgarráði í heild, þvert á alla f lokka enda einföld staðfesting á afgreiðslu málsins. Tveir fulltrúar kusu að styðja ekki bókunina,“ segir Hildur Björns- dóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðis- f lokksins. Hún segir þjónustuna að mestu veitta fjölskyldum og borgin hafi ekki borið kostnað af henni.  „Það hefur verið eindregin skoðun mín að borginni beri að taka fagnandi mót fólki sem leitar hingað eftir betra lífi og tækifæri til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins,” segir Hildur. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Marta Guðjónsdóttir, sem einnig er fulltrúi Sjálfstæðis- f lokksins í  borgarráði,  hafi ekki viljað styðja málið en sjálf segir hún einhug hafa verið um það. „Ég studdi málið en bókunin hefur ekkert með afstöðu í mál- inu að gera. Á undirbúningsfundi okkar í Sjálfstæðisf lokknum fyrir borgarráðsfundinn samþykktum við einróma að styðja málið en bóka ekki um það og að sjálfsögðu ekki að taka undir bókun meiri- hlutans,“ segir Marta. Út lend i ng a stof nu n g reiði r Reykjavíkurborg og öðrum sveit- arfélögum sem gera samning við stofnunina fast daggjald fyrir til- tekinn fjölda óháð því hvort þjón- ustan er nýtt eða ekki. Þá er greitt sérstaklega fyrir hvern og einn ein- stakling umfram þann fjölda. Borg- in ber því ekki kostnað af þjónustu við móttöku fólksins. Borgin sér fólkinu fyrir húsnæði og fæðisfé, skólavist fyrir börn, aðgangi að almenningssamgöng- um, túlkaþjónustu og tómstund- um, auk margvíslegrar félagslegrar ráðgjafar. adalheidur@frettabladid.is Skrifuðu ekki undir bókun um þjónustu við flóttafólk Marta Guðjónsdóttir og Vigdís Hauksdóttir tóku ekki undir bókun borgarráðs. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Bókun borgarráðs um samninginn Reykjavíkurborg hefur undan- farin ár gert samning við Út- lendingastofnun um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd sem er mikilvægur þáttur í hlutverki stjórnvalda að tryggja þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Reykjavík gerir nú samning um þjónustu við 220 einstaklinga í senn sem er fjölgun frá síðasta ári, hefur fjölgun verið árleg frá árinu 2015 þegar samningurinn gerði ráð fyrir 70 einstaklingum. Opið er á enn frekari fjölgun og er það í skoðun. Borgarráð hefur staðfest samning borgarinnar við Útlendingastofnun um þjónustu við skjól- stæðinga stofnunarinn- ar. Marta Guðjónsdóttir og Vigdís Hauksdóttur sátu einar hjá við af- greiðslu bókunar. ÍÞRÓTTIR Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í gær nýja íþróttastefnu fyrir tíma- bilið 2019-2030. Meðal þess sem áhersla er lögð á er aukið öryggi innan íþróttahrey f ingar innar, aðgengi iðkenda og fagmennska. „Við höfum séð það að börn með annað móðurmál en íslensku eru síður líkleg til að taka þátt í skipu- lögðu íþróttastarfi og eitt af nýmæl- um stefnunnar er að hvetja til þátt- töku þeirra á landsvísu,“ segir Lilja. Allar rannsóknir sýni að börnum, sem taka þátt í íþróttum, vegni betur í skóla og líf þeirra verði upp- byggilegra fyrir vikið. „Svo leggjum við sérstaka áherslu á að auka enn frekar menntun þjálfara því Ísland hefur náð miklum árangri hvað það varðar.“ Í stefnunni er lagt til að tillögur starfshóps um aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega og kyn- bundna áreitni í tengslum við #metoo verði samþykktar og þeim framfylgt. Einnig er lögð til breyting á íþróttalögum varðandi ráðningar og upplýsingar úr sakaskrá. Lilja bendir á að stjórnvöld hafi aukið framlög til íþróttamála en þau hafi þrefaldast á síðustu níu árum. Á yfirstandandi ári nemi fram- lögin 967 milljónum til samninga og styrkja vegna íþróttamála. „Við höfum meðal annars verið að auka framlögin í Afrekssjóð og Ferðasjóð íþróttafélaganna. Þetta sýnir skýran vilja stjórnvalda í þessum efnum og hvað við teljum íþróttirnar mikilvægar.“ Þá er í stefnunni sett fram mark- mið um að f jölga tímum sem tengjast íþróttum og heilsueflingu í grunn- og framhaldsskólum. – sar Áhersla á öruggt umhverfi iðkenda Lilja á kynningarfundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 3 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 3 -0 5 -2 0 1 9 0 8 :3 8 F B 0 3 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E B -E 5 F 4 2 2 E B -E 4 B 8 2 2 E B -E 3 7 C 2 2 E B -E 2 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 3 2 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.