Fréttablaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 0 1 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 3 . M A Í 2 0 1 9 Fréttablaðið í dag SKOÐUN Þórlind­ ur Kjartansson skrifar um lyga­ laupa. 11 SPORT Sunna Davíðsdóttir snýr aftur inn í búrið í kvöld eftir langa fjarveru. 18 TÍMAMÓT Er að verða hundgamall segir Gunnar Guðmundsson sem verður sjötugur í dag. 16 MENNING Bæng! er þriggja stjörnu leikrit. 20 LÍFIÐ Glæsileg tískusýning útskriftarnema. 24 PLÚS SÉRBLAÐ l FÓLK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 1x Brennari kW/h 3,51 3x Brennarar kW/h 10,6 3x Brennarar kW/h 11,0 WEBER Q-2200F GASGRILL WEBER E-310 ORIGINAL GASGRILL WEBER S-310 GASGRILL52.995 88.995 129.995 DÓMSMÁL „Greining tónlistar­ sérfræðings staðfestir, í ljósi þess hversu aðgengileg eldri lög eru, að stefnandi [Jóhann] getur ekki kom­ ist nálægt því að sýna fram á mark­ Lögmenn hafna fullyrðingum Jóhanns um stuld á Söknuði Lögmenn fyrirtækja sem stefnt er í máli Jóhanns Helgasonar vegna meints stuldar á laginu Söknuði með út- gáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írsku þjóðlagi. verð líkindi,“ segja lögmenn banda­ rískra fyrirtækja í lagastuldarmáli Jóhanns Helgasonar vegna laganna Söknuðar og You Raise Me Up. Þetta kemur fram í skjali sem lagt var fyrir alríkisdómstól í Los Angel­ es fyrir viku. Eins og fram hefur komið hefur Jóhann Helgason stefnt lagahöfundinum Rolf Løvland og stórfyrirtækjum á borð við Warner og Universal vegna meints stuldar á laginu Söknuði frá árinu 1977. Það hafi verið gert með laginu You Raise Me Up sem varð heimsfrægt í f lutningi Josh Groban. Lögmenn sem fara með málið fyrir hönd Universal, Warner Bros, UMG Recordings og Peermusic, Ltd., segja að þau smávægilegu tónlistar­ legu líkindi sem séu með lögunum tveimur megi einnig finna í vin­ sælum eldri lögum, sérstaklega í írska þjóðlaginu Danny Boy. „Jafnvel þótt stefnandi gæti sýnt fram á að Løvland hafi einhvern tíma heyrt Söknuð þá væri það ekki nóg til að setja fram kröfu um laga­ stuld þegar markverð líkindi eru ekki fyrir hendi,“ segja lögmenn­ irnir og boða kröfu um frávísun. Þá setja lögmenn fyrirtækjanna fram efasemdir um lagið Söknuð. Segja þeir Jóhann „halda því fram“ að hann hafi samið Söknuð sem „hafi að sögn“ komið út á Íslandi árið 1977. Fram kemur í skjalinu að ekki hafi tekist að birta Rolf Løvland sjálfum stefnuna. Lögmaður Jóhanns segir Løvland í tvígang hafa endursent stefnuna óundirritaða. Lögmaður Jóhanns óskar eftir að kviðdómur verði skipaður í málinu. Búist er við að réttarhöld verði eftir um eitt ár. – gar / sjá síðu 6 Ekki hefur tekist að birta Rolf Løvland stefnu. Lögmaður Jóhanns segir Løvland tvisvar hafa endur- sent stefnuna óundirritaða. Prúðbúnir nemendur Verzlunarskóla Íslands létu úrhellisrigningu ekki á sig fá og dönsuðu um Ingólfstorg á árlegum Peysufatadegi. Mikill fjöldi nemenda og áhorfenda var saman kominn í miðborg Reykjavíkur um hádegisbilið til að berja sýninguna og hin glæsilegu ungmenni augum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Fleiri myndir frá Peysufatadeginum má sjá á +Plús- síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS 0 3 -0 5 -2 0 1 9 0 8 :3 8 F B 0 3 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 E B -C D 4 4 2 2 E B -C C 0 8 2 2 E B -C A C C 2 2 E B -C 9 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 3 2 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.